Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 16
Mér hefur verið
einstaklega vel
tekið í skólanum og ég
finn fyrir miklum stuðn-
ingi frá starfsfólki í FB.
2 kynningarblað 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURskólar og námskeið
Selma Ósk Jónsdóttir er 33
ára. Hún ákvað eftir nokkuð
langt hlé að setjast aftur
á skólabekk til að búa til
betri framtíð fyrir sig og son
sinn. Selma stundar nám á
skjúkraliðabraut við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti.
elin@frettabladid.is
Selma Ósk ákvað eftir grunnskóla
að fara í Borgarholtsskóla en eftir
einn vetur fann hún að skólinn átti
ekki við hana svo hún hætti. Núna
mörgum árum seinna kom áhug-
inn aftur og þar sem Selmu hefur
alltaf þótt gaman að vinna með
fólki og kynntist starfi sjúkraliða
þegar hún starfaði við aðhlynn-
ingu ákvað hún að sjúkraliðinn
væri rétta námið. „Ég hafði mikinn
áhuga á að mennta mig á heil-
brigðissviði. Ég hóf námið í janúar
2021 og stefni á að klára það fyrir
jólin 2024,“ segir hún.
Selma hefur ekki unnið með
náminu en stefnir á það í haust og
að kynnast starfinu betur. „Ég veit
að námið mun gefa mér fjölbreytni
í starfi og möguleika á viðbótar-
námi á háskólastigi. Diplómanámið
í Háskólanum á Akureyri heillar
mig mjög mikið og ég stefni klár-
lega á það í framtíðinni,“ segir hún.
Byrjaði á réttum tíma
„Ég finn að námið á mjög vel við
mig. Ég held að ég hafi byrjað á
hárréttum tíma því mér gengur
mjög vel. Vissulega var ég svolítið
kvíðin fyrst yfir að setjast aftur á
skólabekk en eftir fyrstu önn fann
ég að ég væri á réttri hillu. Þetta
er virkilega áhugavert nám. Mér
hefur verið einstaklega vel tekið í
skólanum og ég finn fyrir miklum
stuðningi frá starfsfólki í FB,“ segir
hún og bætir við að það sé ekki allt
því námið hafi einnig gefið henni
mikið sjálfstraust varðandi náms-
getu.
„Það var lítið áður en ég byrjaði
svo þetta hefur sannarlega komið
á óvart. Ég var búin að mikla það
mikið fyrir mér að fara aftur í skóla
en mér finnst allt mun betur sett
upp í dag heldur en þegar ég var
yngri,“ segir hún.
Góður grunnur
Samkvæmt því sem kemur fram á
heimasíðu Sjúkraliðafélags Íslands
er sjúkraliðanám hagnýtt starfs-
nám. „Tilgangur námsins er að und-
irbúa nemendur undir krefjandi
störf við hjúkrun, endurhæfingu
og forvarnir bæði á heilbrigðis-
stofnunum og á heimilum fólks þar
sem reynir mikið á samskiptafærni
og siðferðisvitund starfsmanna. Í
náminu er rík áhersla lögð á sam-
vinnu við starfsfólk og stjórnendur
í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliða-
nám getur verið góður grunnur
fyrir frekara nám í heilbrigðis-
vísindum,“ segir á heimasíðunni.
Sjúkraliðanám er 206 eininga nám
með námslok á 3. hæfniþrepi.
Námið skiptist í almennar greinar,
heilbrigðisgreinar og nám í sér-
greinum sjúkraliðabrautar. Nám
í sérgreinum sjúkraliðabrautar
er bæði bóklegt og verklegt nám í
skóla og starfsnám á heilbrigðis-
stofnunum. Sjúkraliðanám tekur
að jafnaði þrjú ár eða sex annir.
Diplómanám á Akureyri
Selma hefur áhuga á frekari
menntun í Háskólanum á Akureyri
þegar hún lýkur núverandi námi.
HA býður upp á fagnám til dipl-
ómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða
í öldrunar- og heimahjúkrun. Þetta
er 60 ECTS-eininga fagnám fyrir
starfandi sjúkraliða á grunnstigi
háskólanáms til diplómaprófs á
mismunandi kjörsviðum. Náminu
er dreift á fjögur misseri eða tvö ár
og er því gert ráð fyrir að samhliða
náminu séu nemendur í sjúkraliða-
stöðum innan öldrunar- og heima-
hjúkrunar.
Námið hefur það markmið að
mennta sjúkraliða til leiðandi
starfa innan heilbrigðisþjónustu
með viðbótarnámi á grunnstigi
háskólanáms í mismunandi sér-
hæfingu. Megináherslur námsins
eru að auka klíníska færni, styrkja
fagmennsku sjúkraliða hvað varðar
samskipti, fræðslu- og stjórnunar-
hæfni og víkka starfsmöguleika
þeirra innan sem utan heilbrigðis-
kerfisins. n
Fór í sjúkraliðanám fyrir betri framtíð
Selma Ósk og systir hennar Harpa Marín. Selma er afar ánægð með að hafa
sest aftur á skólabekk. MYND/AÐSEND
Hjá okkur getur þú:
Lært nýtt og spennandi tungumál
Krufið málefni sögu og menningar í góðum félagsskap
Eflt stafræna hæfni
Lært að skrifa betri texta og miðlað honum
Fundið leiðir til að bæta eigin hamingju og heilbrigði ENDURMENNTUN.IS
Námskeiðsframboð Endurmenntunar er engu líkt. Kynnst nýjum og spennandi ferðakostum
Eflt fagþekkingu þína
Styrkt þig í samskiptum
Kynnst landi og þjóð á nýjan hátt
Öðlast betri skilning á gæðamálum
Og mikið meira til
Hvað ætlar
þú að gera
í haust?