Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 18

Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 18
4 kynningarblað 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURskólar og námskeið Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi og gæðum í menntun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Nordplus er fyrir leik- grunn og framhaldsskóla, háskóla, stofnanir á sviði fullorðinsfræðslu, starfsþjálfunar og óformlegrar menntunar, aðila sem starfa að kennslu og miðlun norrænna tungumála o.fl. Nánar á www.nordplusonline.org Umsóknarfrestur fyrir undirbúningsheimsóknir er 3. október 2022 Næsti umsóknarfrestur fyrir verkefni er 1. febrúar 2023 Myndlistar- og tónlistar- maðurinn Steinunn Harðar- dóttir, betur þekkt undir nafninu dj. flugvél og geim- skip, segist elska námskeið og hefur sjálf sótt fjölda þeirra. Lífsmottó hennar er að fylgja ávallt leiðinni sem forvitnin leiðir mann. jme@frettabladid.is „Ég elska námskeið. Ég hef nokkrum sinnum farið á námskeið til þess að læra eitthvað sem mig langar til að geta gert,“ segir Stein­ unn glaðlega. „Ég bý til tónlist og myndlist, og núna upp á síðkastið hef ég verið að búa til tölvuleiki. Það er nýtt fyrir mér og það veit enginn hvar það mun enda.“ Fyrir ekki svo löngu ákvað Steinunn að skella sér á námskeið í tölvuleikjagerð í Tækniskólanum. Hugmyndina fékk hún eftir að hafa farið á listsýningu hjá lista­ manni sem nýtti tölvuleikjatækni í listsköpun sinni. „Ég man að mér fannst þetta svo skemmtilegt og ég gat ekki hætt að hlæja. Þetta var tölvuleikur og listaverk, hljóð og alls konar.“ Ástæðuna fyrir því að Steinunn hafði svona mikinn áhuga á tölvu­ leikjum má rekja aftur til æsku hennar. „Þegar ég var lítil þá áttum við ekki leikjatölvu eins og svo margir. Ég og systir mín bjuggum því til okkar eigin úr stórum pappakassa. Við teiknuðum kar­ aktera fyrir leikina og önnur okkar var inni í kassanum að stjórna á meðan hin var fyrir utan. Það var hægt að færa kallana eftir brautum sem við skárum í kassann. Sá sem var inni í kassanum hreyfði líka teiknaða hnífa sem kallinn þurfti að forðast. Þetta var jafn góð leikja­ tölva og við gátum búið til þá, og síðan þá hefur mig alltaf langað til þess að búa til tölvuleiki.“ Ekki segja það; gerðu það bara! „Mér hafði þó aldrei dottið í hug að ég gæti gert tölvuleiki sjálf. Það væri bara eitthvað sem aðrir gerðu.“ Þegar Steinunn trúði Sig­ tryggi Baldurssyni tónlistarmanni fyrir upplifun sinni á listsýning­ unni, stakk hann upp á því að hún færi út í tölvuleikjagerð sjálf. „„Ekki segja það; gerðu það bara!“ sagði hann. Ég ákvað því að fara á kvöldnámskeið í Tækniskólanum í tölvuleikjagerð. Þarna var ég stödd á námskeið­ inu og sá hóp af ungu fólki labba fram hjá skólastofunni inn í annað herbergi á bak við á meðan nám­ skeiðið var. Ég kíkti inn í herbergið og þar var fullt af tölvum og allir að gera tölvuleiki. Ég spurði hvað væri um að vera þarna og þá sagði einhver: „Nú, þetta er skólinn!“ og ég sagði: „Ha? Tölvuleikjaskóli?“ Þá er sérstakt nám í Tækniskólanum sem heitir Stafræn hönnun og þar er hægt að fá grunn í alls konar, eins og tölvuleikjum, tækni­ brellum fyrir bíómyndir og mörgu fleiru.“ Tónleikar í tölvuleik „Núna er ég í þessu námi og er að búa til leik með Jon Arthur Aarr­ able vini mínum í Noregi og ég er meira að segja byrjuð að vinna hjá leikjafyrirtæki hér heima sem heitir Arctic Theory og er sprota­ fyrirtæki,“ segir Steinunn. „Fólk spyr mig stundum hvort ég sé frekar myndlistarmaður eða tónlistarmaður, en staðreyndin er sú að ég bý bara eitthvað til. Tölvu­ leikur getur sameinað svo vel allt sem ég bý til. Þetta heitir leikur, en það er í raun bara hugtak yfir eitthvað sem maður gerir í tölvu. Í tölvuleiknum okkar Arthurs hef ég til dæmis prófað að halda tónleika. Tæknin sem við erum að nota, með hjálp kennaranna í Tækni­ skólanum, gerir okkur kleift að halda tónleika fyrir áhorfendur. Ég spila og syng og Gígja vinkona mín dansar. Okkur er varpað í beinni útsendingu á svið fyrir framan áhorfendur ásamt tölvuleiknum sem bregst við því sem við gerum. Það er því eins og við Gígja séum í tölvuleiknum, hún birtist til dæmis sem geimvera með þúsund augu sem gerir sömu danshreyf­ ingar og hún. Svo geta aðrir tengst tölvuleiknum í gegnum Twitch, tekið þátt og dansað sem geim­ verur í leiknum. Allir fá eitt dans­ spor á mann. Þetta er á byrjunar­ stigi eins og er og við höfum haldið tvenna tónleika. En okkur langar að vinna með þetta áfram.“ Ekki fylgja ástríðunni Steinunn segir að námskeiðið hafi verið upphafspunkturinn á einhverju nýju sem hún gerir núna í lífinu. „Þetta er eitthvað sem hefur tekið yfir hjá mér. Fólk hefur stundum ráðlagt öðrum að finna sína ástríðu í lífinu og fylgja henni. Ég er ekki sammála því. Ég held að maður eigi alltaf að fylgja því sem maður er forvitinn um. Mín ástríða var fyrst myndlist, en þegar ég var að læra myndlist þá var ég forvitin um tónlist og ákvað að prófa að búa til tónlist. Eftir námið var ég ekkert að vinna við myndlist í mörg ár heldur mest með tónlist. Ef ég hefði hlustað á þetta ráð þá væri ég enn bara að gera tónlist. En af því ég var forvitin og spennt fyrir tölvuleikjum þá er ég núna að vinna við það. Stundum þarf bara tvö eða fjögur kvöld á einhverju kvöldnámskeiði til þess að breyta lífi manns. Það er líka mikilvægt að vita að það tekur tíma að læra eitthvað. Maður er sjaldan góður í einhverju fyrst en ef maður heldur áfram þá getur maður gert ótrú­ legustu hluti með tímanum,“ segir Steinunn. n lífið tók nýja stefnu eftir námskeið í tölvuleikjagerð Steinunn er klárlega ein af þeim sem læra svo lengi sem þeir lifa og er hvergi bangin þegar lífið tekur nýja stefnu. Fréttablaðið/anton brink Stundum þarf bara tvö eða fjögur kvöld á einhverju kvöld- námskeiði til þess að breyta lífi manns. Steinunn Harðardóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.