Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 20
Það sem mér fannst standa upp úr var hvað nemendur fengu góðan tíma í að æfa aðferðir og tækni. Eva Mattadóttir Ingibergur Þorkelsson er skólastjóri Dáleiðslu- skóla Íslands og höfundur bókarinnar Hugræn endur- forritun. Ingibergur segir um framtíð geð- lækninga: „Á sama tíma og lækna- vísindin hafa tekið stórstígum framförum á undanförnum ára- tugum verður ekki hið saman sagt um geðlækningar. Geðlæknar víða um heim hafa litið öfundaraugum til kollega sinna í öðrum greinum læknisfræðinnar sem lækna fólk og senda það út í lífið á meðan þau sem eru að fást við kvíða, þung- lyndi og önnur andleg veikindi eru oft á lyfjum ár eftir ár sem deyfa einkennin án þess að lækna. Orsök flestra þessara veikinda eru áföll sem ekki hefur tekist að vinna úr. Afleiðingar þeirra eru geymdar í undirvitundinni og valda meðal annars kvíða og þung- lyndi. Vinna með einkennin og lyf við þeim skila ekki árangri þar sem nauðsynlegt er að fjarlægja rótina úr undirvitundinni. Undir- vitundina er ekki hægt að nálgast með samtalsmeðferðum.“ Hugvíkkandi og ofskynjunarefni „Nú líta margir til hugvíkkandi og ofskynjunarefna sem bannað var að rannsaka fyrir mörgum áratug- um en eru að knýja dyra á ný. Sum svæði í Bandaríkjunum hafa á ný leyft rannsóknir og í Bretlandi og Sviss og ef til vill víðar hafa fengist leyfi til takmarkaðra rannsókna. Á Netflix eru að minnsta kosti tveir þættir eða þáttaraðir um þessar rannsóknir og efnin sjálf. Hugvíkkunar og ofskynjunar- efnin hafa þá náttúru að opna aðgang að undirvitundinni, sem við höfum annars fá tækifæri til að heimsækja. Með stórum skömmt- um er fólki dembt inn í aðstæður þeirra áfalla sem eru orsök kvíðans eða þunglyndisins. Allar varninar sem byggðar voru upp til að hefta aðgang að þessum erfiðu tilfinn- ingu falla. Sumir læknast af kvíða og þung- lyndi við þessa reynslu, aðrir fá tímabundna lausn eða enga eins og sýnt er á Netflix. Með takmörk- uðum rannsóknum hefur einnig verið sýnt fram á að með því að taka litla skammta daglega megi bæta líðan margra. Milljarðamæringar heimsins eru margir tilbúnir með fjárfest- ingarnar í þessum nýja iðnaði og kröfur voru uppi um að leyfa efnin aftur í nágrenni við fund Alþjóða- efnahagsráðsins í Davos í Sviss í maí og margt gert til að vekja athygli á málstaðnum.“ Mun betri meðferð til Ingibergur heldur áfram: „Það er nú þegar til önnur og betri með- ferð til að ná árangri í meðferð fjölmargra andlegra sjúkdóma, þar með talið kvíða og þunglyndis. Hugræn endurforritun: Sú meðferð nýtir meðfædda eigin- leika til eigin lækningar og á mun sársaukaminni hátt en að demba fólki inn í upplifun áfallanna. Meðferð sem kunnáttufólk leiðir skilar ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Venjulega eru þrjú skipti, hvert 2-3 klukkutímar, nóg til að gjörbreyta lífi fólks til hins betra. Meðferðarþegar geta kosið að upplifa ekki tilfinningarnar sem fylgdu áföllunum á meðan þær eru leystar upp og stjórna meðferðinni sjálfir með aðstoð dáleiðandans. Í Hugrænni endurforritun er notuð dáleiðsla til að nálgast undirvitundina og okkar innri lækningamátt og ná sambandi við innri styrk meðferðarþegans. Ég samdi Hugræna endurforritun eftir að hafa unnið með aðrar meðferðir, svo sem Ego State Therapy, Subliminal Therapy og Trauma Therapy. Ég tók það sem virkaði best úr öllum þessum meðferðum og bætti við þekkingu úr nýjustu tauga- fræðirannsóknum. Ég gaf út kennslubókina haustið 2020. Ég hef síðan útskrifað tugi klínískra dáleiðenda og mörg þeirra starfa í dag við dáleiðslumeðferð og hugræna endurforritun og hafa stofnað Félag klínískra dáleiðenda, www.dáleiðslufélagið. is. Ég er afar stoltur af þessum dáleiðendum. Þau eru að ná frá- bærum árangri og sanna þar með að þetta eru ekki bara hæfileikar eins manns, eins og sumir héldu, heldur er hægt að læra fagið á nokkrum mánuðum að því marki að geta unnið afar árangursríkar meðferðir.“ n Framtíð geðlækninga á Íslandi Ingibergur Þorkelsson er skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands. MYnd/ÁSTA KRISTJÁnSdÓTTIR Eva María Mattadóttir hefur mörg járn í eldinum. Hún er markþjálfi, þjálfari hjá Dale Carnegie og sér um hlað- varpið Normið með Sylvíu Briem Friðjónsdóttur, svo eitthvað sé nefnt. Eva var spurð um reynslu sína af Dáleiðsluskóla Íslands og Hug- rænni endurforritun. Hún sagði: „Ég hafði lengi haft áhuga á undirvitundinni og því sem henni tengist. Ég fór því í Dáleiðsluskóla Íslands. Ég er búin að ljúka grunn- náminu og stefni á að ljúka náminu á næsta ári með því að taka fram- haldsnámið í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun. Grunnnámið kom mér skemmti- lega á óvart. Það sem mér fannst standa upp úr var hvað nemendur fengu góðan tíma í að æfa aðferðir og tækni. Að mínu mati er æfingin eitt það mikilvægasta sem nám inniheldur, og í Dáleiðsluskóla Íslands fær maður gott og faglegt rými til að æfa sig. Það er nefnilega alveg krefjandi þegar á hólminn er komið að læra að koma mann- eskju í djúpt slökunarástand og dáleiðslu. Fyrst fann ég fyrir smá stressi eins og eðlilegt er, en kennararnir og kennsluefnið hélt virkilega vel utan um hópinn.“ Hreinsaði stíflur og flækjur „Ég fór svo í meðferðartíma í Hug- rænni endurforritun hjá Sigur- björgu Kristjánsdóttur, klínískum dáleiðanda frá Dáleiðsluskóla Íslands. Ég treysti henni strax fullkomlega og komst í djúpt dáleiðsluástand þar sem Sigur- björg hjálpaði mér að hreinsa til alls konar stíflur og flækjur í undirvitundinni sem ég hafði ekki hugmynd um að væru að trufla daglegt líf. Ávinningurinn af meðferðinni var stórkostlegur! Núna nokkrum mánuðum seinna er ég enn að melta það sem átti sér stað í tímanum. Ég á bókaðan annan tíma hjá Sigurbjörgu og hlakka mikið til, svo stórkost- legur var ávinningurinn úr fyrsta tímanum.“ Dáleiðsla og Hugræn endurfor- ritun er ólík öðrum leiðum sem Eva hefur prófað í sjálfsvinnu sinni, en klárlega leið sem hún mun halda áfram að nýta sér. „Ég horfi mikið á heimildaþætti og les rannsóknir sem sýna að hugurinn er öflugri en við héldum og það er eitthvað alveg einstakt við það að geta sest í stól, náð fullkominni slökun og hreinsað burt allt það sem hefur haldið aftur af manni í lífinu. Ég er ákveðin í að fara sjálf í framhaldsnámið, einfald- lega vegna þess að ég hef fundið ávinninginn sjálf og séð annað fólk uppskera frábært líf í kjölfar með- ferðarinnar.“ n Ávinningurinn af meðferðinni var stórkostlegur Eva Mattadóttir er markþjálfi, þjálfari hjá Dale Carnegie og sér um hlaðvarps- þáttinn Normið ásamt Sylvíu Briem Friðjóns- dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERnIR Það er nú þegar til önnur og betri meðferð til að ná árangri í meðferð fjölmargra andlegra sjúkdóma, þar með talið kvíða og þunglyndis. Ingibergur Þorkelsson 6 kynningarblað 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURskólar og nÁmskeið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.