Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 28
Hvað er um að vera í næstu viku? n Netfyrirbærið n Uppskriftin Stundum mæta eigendur með hundana sína og þá hafa þeir lagst við hliðina á mér í miðri hugleiðslu. Klassíska súkkulaðikakan með smjörkremi á alltaf við. Hún hentar í afmæli fyrir alla aldurshópa, í eftir- rétt í matarboði eða bara sem gleði- gjafi í hversdeginum. Hún er nokkuð einföld í framkvæmd og alltaf góð. Súkkulaðibotnarnir 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar súrmjólk 1 bolli matarolía 5-6 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar Blandið hráefnunum saman, skiptið deiginu í tvö form og bakið við 180°C í 23 mínútur. Gott er að stinga með prjóni í kökuna og fylgjast vel með fram- vindunni, þar sem ofnar eru mis- munandi. Athugið að setja ekki kremið á kökuna fyrr en botnarnir hafa kólnað! Smjörkrem 370 g flórsykur 220 g smjör 4 msk. kakó 2 msk. rjómi 2 tsk. vanilludropar 1 msk. kalt kaffi Þeytið hráefnin í smjörkremið saman og berið á kalda botnana. Njótið vel! Klassísk kaka sem gaman er að baka Komið úr skúrnum! Bryggjan Brugghús, Grandagarði kl. 14.00-23.00 Hvað? Komið úr skúrnum! Bílskúrs- hljómsveitir landsins koma út úr bílskúrum og troða upp fyrir gesti og gangandi í Bruggsalnum á Bryggjunni. Rokksveitin Rock Paper Sisters lokar kvöldinu með stórsöngvarann Eyþór Inga í fararbroddi og rokkar fram að f lugeldasýningunni. Fyrir hvern? Rokkþyrstir og svangir ættu að leggja leið sína á Bryggjuna, þar sem má nálgast rokk, popp, pönk og blús í bland. Staðurinn selur mat og drykk meðan á skemmtun stendur. Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað einstakt útsýni yfir glæsilega f lugeldasýningu Menningar- nætur í lok tónleika. Er hægt að biðja um meira? Það kostar ekki krónu inn á bílskúrsbandaballið, og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fjör á Fiskislóð Fiskislóð 24 kl. 14.00-22.00 Bjórland, Öldur, Urð og Osta- búðin standa fyrir sælkeraveislu og skemmtidagskrá á Grand- anum. Hvað? Einstakt tækifæri fyrir svanga malla og tónþyrst eyru til að drekka í sig menningu í ein- stöku umhverfi. Andy Svart- hol, Lister, Teitur Magnússon, Cell7 og Drungi leika fyrir gesti. Handverksbjór og mjöður f læðir niður kverkar gesta og fram eru reidd gæsalæri, f iskisúpa og langlokur. Unaður! Fyrir hvern? Aðgengi að svæðinu er með besta móti og gott fyrir þá sem koma akandi í miðborgina að leggja bílnum á Grandanum, byrja og enda daginn þar. Gott aðgengi er fyrir hjólastólanot- endur. Veitingasalan hefst klukkan 12.00 og tónleikadag- skrá tveimur tímum seinna. n Margar stjörnur hafa skotist upp á himin frá því að Idol stjörnu- leit birtist fyrst á skjáum lands- manna árið 2003 en fimmta serían hefur göngu sína á Stöð 2 í haust eftir þrettán ára hlé. Heil kynslóð af ungum a f þrey inga rþy r st u m áhorfendum hefur fæðst á þessum tíma, sem man ekki eftir idol-æðinu sem greip um sig meðal Íslendinga í upphaf i aldarinnar. Kynnarnir sem hjálpuðu dómnefnd- inni að leita að skærustu stjörnum Íslands á sínum tíma voru Simmi og Jói en þeir voru á þeim tíma vin- sælustu skemmtikraftarnir meðal ungmenna, þökk sé þætti þeirra 70 mínútur. Kynnirinn að þessu sinni verður Arnar Gauti Arnarson, þekktur sem Lil Curly, sem er ein þekktasta TikTok-stjarna Íslands með um 1,3 milljónir fylgjenda. Valið er til marks um breytta tíma og kemur ekki á óvart. Ljósvakamiðlar þekkja það ef laust betur en margir að stjörnur í dag verða ekki til á Popp Tíví heldur á miðlum eins og TikTok. n Stjarna frá TikTok — ekki Popp Tíví 22. ágúst mánudagur Bæjarhátíð Suðurnesjabær 22.-28. ágúst Ljósaganga, litahlaup grunn- skólanema, pottakvöld karla og kvenna í sundlaugum Suður- nesjabæjar, harmónikuball og hnallþórukeppni í Miðgarði eru meðal þess sem dúkkar upp á dagskrá bæjarhátíðar í Suður- nesjabæ þetta árið. Þá verður partíbingó, sagnakvöld, dorg- veiðikeppni, flugeldasýning, bílabíó og ball í samkomuhús- inu í Sandgerði. Upplýsingar um hátíðina má finna á vef Suður- nesjabæjar. Hinsegin myndlist Bókasafn Hafnarfjarðar kl 9.00 Sölusamsýning hinsegin lista- manna stendur yfir í Glerrým- inu, galleríi bókasafns Hafnar- fjarðar til 31. ágúst. Sýningunni er ætlað að auka sýnileika hinsegin listafólks þvert á miðla og viðfangsefni. 23. ágúst þriðjudagur Karólína vefari Árbæjarsafn kl. 10.00 Sýning stendur yfir í Árbæjar- safni um Karólínu Guðmunds- dóttur, fædda 1897, sem lærði vefnað í Kaupmannahöfn og rak um áratugaskeið vefstofu við Ásvallagötu í Reykjavík. Þar óf hún húsgagnaáklæði og glugga- tjöld fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. 24. ágúst miðvikudagur Flamingo Wednesday Pablo discobar Stórsöngvarinn Seth Sharp bregður sér í hlutverk plötu- snúðs og heldur uppi stuðinu á Pablo Discobar á miðviku- dögum í allt sumar. Diskóbarinn lofar kokteilum og stuði á dans- gólfinu. Jökull Helgi Sigurðsson – sýning Listamenn Gallerí kl. 09.00 Fyrsta einkasýning Jökuls Helga Sigurðssonar opnar á Menn- ingarnótt og stendur opin til 4. september. Verkin eru frá síðustu þremur árum. 25. ágúst fimmtudagur Spilaborðið Bókasafn Seltjarnarness kl. 10.00 Alla fimmtudaga er boðið upp á spil og púsl fyrir allan aldur á Bókasafni Seltjarnarness. Allir eru velkomnir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis. Sporbaugur Listasafn Reykjanesbæjar kl. 12.00 Gabríela Friðriksdóttir og Björn Roth, eru bæði vel þekkt fyrir ævintýralegan myndheim þó með ólíkum hætti sé. Ein kyn- slóð listamanna skilur þau að en á sama tíma tilheyra verk þeirra sömu fjölskyldu. Bæði eru þau þekkt fyrir súrrealíska túlkun á heiminum, ásamt pönkuðu viðhorfi til heimsins. Sýningin er gerð sérstaklega fyrir rými Listasafns Reykjanesbæjar. Thelma Björk Jónsdóttir jógakenn- ari hefur kennt frá því að hún var í jóganámi árið 2014. Hún á þrjá stráka en áhugi hennar kviknaði eftir að hún fór í meðgöngujóga og ákvað hún að kafa dýpra eftir það. Hún leiðir hugleiðslu á Óðinstorgi í dag klukkan 10. Um er að ræða sam- starfsverkefni við Reykjavíkurborg en í dag er síðasta hugleiðslan sem hún leiðir úti í sumar. Thelma hefur leitt vikulega hug- leiðslu með Systrasamlaginu í rúm fjögur ár. Hún segir fólk á öllum aldri hafa mætt í tímana; börn, full- orðið fólk, meira að segja hunda. „Þetta er klárlega fyrir alla,“ segir hún og bætir við. „Stundum mæta eigendur með hundana sína og þá hafa þeir lagst við hliðina á mér í miðri hugleiðslu.“ Fólk er hvatt til að mæta með börnin. „Börnum gengur ótrúlega vel að hugleiða, þau eru í raun algjörir snil l inga r,“ út sk ý r ir Thelma aðspurð um hvernig börnum gangi að sitja kyrr í hugleiðslu. Thelma hefur kennt börnum jóga í Hjallastefnunni í Reykjavík, allt frá eins árs börnum í ungbarnadeildum upp í tólf ára. „Þau eru svo fljót að læra möntrur og söngva. Þetta kveikir á svo mörg- um skynfærum.“ Oft er það eldra fólkið sem hefur ákveðið fyrir fram að það geti ekki hugleitt. „Það hittir oft á vegg en börn eiga auðveldara með að hugleiða. Ég held að tengingarnar séu styttri hjá þeim.“ Hún segir hugleiðslu einfalda í grunninn. Hún snúist um að þjálfa hugann í að vera til staðar. Sumir eigi erfitt með að sitja í þögninni en Thelma reynir þá leiða fólk með því að tala í gegnum hugleiðsluna og syngja með hópnum. „Þetta er bara æfing. Ég tek ekki sjálfa mig of hátíðlega í þessu. Þetta má vera gaman og fyndið.“ n Hugleiðsla má vera skemmtileg og fyndin Thelma Björk segir börn fljót að læra möntrur og söngva. Þau séu í raun snillingar í hugleiðslu. Nína Richter ninarichter @frettabladid.is Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.