Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 36
Um hvað
reiddust
goðin, þá
er hér
brann
hraunið, er
nú stönd-
um vér á?
Snorri goði
Eldgosið í Meradölum kyndir
vel undir þeirri gömlu spurn
ingu hvað hafi nú reitt goðin
til reiði og þá var algóður
Guð ekki langt undan þegar
Gunnar Þorsteinsson, löngum
kenndur við Krossinn, stillti
gosinu upp sem reiði Guðs
yfir stuðningi þjóðkirkjunnar
við hinsegin samfélagið.
thorgrimur@frettabladid.is
„Biskupsritari segir Jesú vera
homma og trans. Glerárkirkja er
hinsegin og nú gýs á Reykjanesi.
Eru menn hissa?“ spurði Gunnar
Þorsteinsson í Krossinum þegar
hann lagði fram, þvert á öll jarð
vísindi, sínar skýringar á upphafi
eldgossins í Meradölum í byrjun
ágúst.
Það er langt í frá nýjung að tengja
eldsumbrot á Íslandi við guðlega
reiði. Í Kristni sögu er frá því sagt
að þegar deilt var á Þingvöllum
um hvort Íslendingar skyldu taka
kristni hafi maður komið hlaupandi
og tilkynnt að jarðeldur væri kom
inn upp í Ölfusi. „Eigi er undur í að
goðin reiðist tölum slíkum,“ sögðu
þá heiðnir menn.
Mælti Snorri goði Þorgrímsson þá
hin fleygu orð: „Um hvað reiddust
goðin, þá er hér brann hraunið, er
nú stöndum vér á?“
En kristnir menn tóku upp þráð
inn frá heiðnum og túlkuðu eldgos
gjarnan sem reiði Guðs almáttugs.
Á 17. og 18. öld var oft talað um eld
Þúsund ára spurning um
guðlegar geðsveiflur vaknar
Guð almátt-
ugur á það til
að skipta skapi
og var heldur
reiður hjá
grínurunum í
Monty Python
þegar þeir
leituðu helga
gralsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SAMSETT
Gunnar Þorsteinsson fann sínar skýringar á eldgosinu í Meradölum í Gamla
testamentinu frekar en jarðfræðibókum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Pétur Eggerz lék síra Jón Steingríms-
son í einleiknum Eldklerknum en sá
var ekki í vandræðum með að rekja
eldsumbrot síns tíma til reiði Guðs.
benediktboas@frettabladid.is
Lögreglan á Suðurnesjum hefur
ákveðið að gera eins og Kvik
myndaeftirlit ríkisins og setja
gulan miða á eldgosið í Meradölum
sem er nú bannað börnum innan
12 ára. En af hverju að láta staðar
numið þar? Fyrst löggan er byrjuð
gæti hún vel brett upp ermar og
bannað hitt og þetta, eins og til
dæmis …
n Þriðju tegundina
Bragðarefur er með því
vinsælasta í ísbúðum landsins
og nú er lag fyrir lögregluna á
Suðurnesjum að kvelja börnin
aðeins með því að banna fleiri
en tvær nammitegundir í
bragðarefi þeirra.
n Sumarið
Sumarið sem aldrei kom verður
trúlega lag rigningarsumarsins
mikla árið 2022. Ætli lögreglan
á Suðurnesjum hafi ekki
talið réttast að halda aftur af
krökkum að leik með því að
banna sólina? Sem hafði reyndar
áhrif á fleiri en blessuð börnin.
n Kvöldsund
Börn ókunnugra eru óþolandi.
Frek og yfirleitt með læti.
Lögreglan á Suðurnesjum getur
loksins lægt öldurnar í laugunum
með banni við kvöldsundi barna
yngri en 12 ára. Þá verður loksins
hægt að slaka bara á í pottinum.
n Millilandaflug
Það er algjör óþarfi að börn
séu að fljúga til útlanda.
Keflavíkurflugvöllur er í umdæmi
Lögreglunnar á Suðurnesjum og
ætti auðvitað að banna börnum
sem ekki eru orðin 12 ára að
fljúga til útlanda. Nema kannski
á þriðjudögum.
n Krísuvíkurleið
Vá. Þarna er tækifæri til að banna
börnum að fara þessa leið.
n Bláa Lónið
Segir sig sjálft.
Fleira sem löggan ætti að banna börnum
Góðann daginn, eru nokkuð börn yngri en tólf ára í bílnum?
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hægri postulinn Rush Limbaugh
aðhyllist forna eldfjallafræði með
trúarlegu ívafi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
gos sem áminningu um yfirvofandi
dómsdag.
Hannes Finnsson lýsti Heklu
gosinu 1766 sem „reiði Guðs“ og Jón
Steingrímsson eldklerkur gaf í skyn
að íslenskir sveitungar hefðu fram
kallað gosið með syndum sínum,
„því að Drottinn, Guð þinn, er eyð
andi eldur, afbrýðisamur Guð“.
Íslendingar hafa raunar ekki
verið einir um að tengja íslensk eld
gos við reiði Guðs. Þegar Eyjafjalla
jökull gaus árið 2010 lögðu guð
spekingar víða um heim orð í belg
um það hverju Drottinn gremdist
svo mjög.
Presturinn John Hagee taldi Guð
vera að lýsa yfir óánægju sinni með
það að Bretar hefðu bannað aug
lýsingar ísraelskrar ferðaskrifstofu
sem sýndu hluta af hernámssvæð
inu í Palestínu.
Sérfræðingar rússnesku rétt
trúnaðarkirkjunnar töldu Guð
vera að refsa Íslendingum fyrir
stuðning þeirra við réttindi sam
kynhneigðra og umburðarlyndi
gagnvart „nýheiðnum“ hreyfingum.
H æ g r i s i n n a ð i b a n d a r í s k i
útvarpsþáttastjórnandinn Rush
Limbaugh komst að þeirri niður
stöðu að gosið í Eyjafjallajökli væri
mótmæli Guðs gegn samþykkt
Bandaríkjaþings á heilbrigðisfrum
varpi Baracks Obama.
Og enn er ósvarað þúsund ára
gamalli spurningu Snorra goða:
Hverju reiddust goðin svo mjög er
hraunið brann sem nú stöndum við
öll á? n
Björn
Þorfinnsson
ritstjóri DV
„Ég er byrjaður
á The Sandman!
Einn þáttur
búinn. Hef ekki
lesið neitt og skil
ekki neitt en er
samt til í þetta,“
segir Björn Þorfinnsson, ritstjóri
DV, sem hefur farið með himin-
skautum í umfjöllun um laun
landsmanna síðastliðna daga.
„Svo er ég að „slow-horfa“ á
The Vikings. Max einn, tvo þætti
í mánuði þegar ég man eftir því.
Mun láta spila síðustu tvo þættina
í jarðarförinni minni til að klára
þetta endalausa maraþon.“ n
Skilur ekkert í The Sandman
n Á skjánum
odduraevar@frettabladid.is
K o m a e i n n a r
stærstu sam fé
lags miðla stjörnu
Bret lands, Molly
Mae, til Ís lands
hefur vakið at
hygli þar í landi.
Breska götu blaðið
The Sun greinir
f r á f e r ð a l a g i
hennar en Molly
segist vera í „himna ríki kósígella.“
Eins og Frétta blaðið greindi frá
mætti stjarnan hingað til lands fyrr
í vikunni. Molly er þó án kærastans,
Tommy Fury sem hún kynntist í
raun veru leika þáttunum Love Is land
árið 2019. n
Molly Mae
vekur athygli
Molly Mae
16 Lífið 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR