Fréttablaðið - 19.08.2022, Side 38
Mér finnst
hún bara
geðveik,
sko.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@
frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar
Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK
OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Madonna í
miklum ham á
uppáhaldstíma-
bili Daníels sem
kennt er við
Blonde Ambi-
tion.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
18 Lífið 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
frettabladid.is
Þú finnur allar nýjustu fréttir
dagsins á frettabladid.is.
Innlendar og erlendar fréttir,
léttar fréttir, íþróttafréttir,
viðskiptafréttir, skoðanapistla,
spottið og auðvitað blað
dagsins ásamt eldri blöðum.
Hvað er
að frétta? Poppgyðjan Madonna átti
afmæli á þriðjudaginn og
rúmir þrír áratugir eru síðan
hún tryllti lýðinn með opin-
skáu heimildarmyndinni
Truth og Dare. Tveir eldheitir
aðdáendur hennar gripu þessi
tvö löggildu tilefni til þess að
halda föstudagspartísýningu
á myndinni í Bíó Paradís.
toti@frettabladid.is
Poppgoðsögnin Madonna fagnaði
64 ára afmæli sínu á þriðjudaginn
og um þessar mundir eru 31 ár síðan
hún gerði allt vitlaust með hinni
bersöglu heimildarmynd Madonna:
Truth or Dare.
Þessi tvöföldu tímamót gáfu eld-
heitu aðdáendunum Sigurbjörgu
Andreu Sæmundsdóttur og Daníel
Halldóri Guðmundssyni rakið til-
efni til þess að láta loksins verða af
því að hylla átrúnaðargoðið og bíó-
myndina með sannkallaðri föstu-
dagspartísýningu í anda gyðjunnar.
„Myndin á 30 ára afmæli, eða
reyndar 31 árs afmæli en Covid
stoppaði allt og svona,“ segir Daníel
um kvikmyndina sem einnig er
þekkt sem In Bed With Madonna
og var frumsýnd 1991.
„Og okkur langaði að gera eitt-
hvað sniðugt í sambandi við þetta
og heiðra Madonnu í leiðinni. Við
erum bæði miklir aðdáendur og
höfum lengi talað um þetta en aldr-
ei gert neitt í þessu.“
Daníel bætir við að þeim hafi þótt
upplagt að kýla loksins á sýninguna
núna og heldur sig við að tala um 30
ára afmæli í skjóli þess að heims-
faraldurinn setti lífið á pásu í fyrra.
„Við höfðum bara samband við
Bíó Paradís með þessa hugmynd og
þau tóku svo vel í þetta og þetta er
að verða að raunveruleika.“
Lengi lifi drottningin!
Óhætt er að tala um dans- og
söngvaveislu því þau Sigurbjörg
hafa lagt sig fram um
að andi heilagrar Mad-
onnu muni svífa yf ir
kvikmyndahúsinu við
Hverfisgötuna. Drag-
drottningarnar Faye
Knús og Queen Kora
munu keyra gleðina
í gang og taka á móti
bíógestum með því
að syngja tvö lög með
Madonnu.
Edgar verður síðan
„með geggjað Burles-
que Madonnu-atriði“
áður en sýningin hefst
og sjálf Andrea Jóns-
dóttir mun standa
plötusnúðavaktina og
að sjálfsögðu aðeins
spila Madonnu lög.
Þá eru öll hvött til þess
að mæta uppáklædd að
hætti Madonnu en verð-
laun verða veitt fyrir besta
búninginn.
Uppí hjá Madonnu
Í Truth or Dare er Madonnu
fylgt eftir á tónleikaferða-
lagi árið 1990 þar sem kvik-
myndatökuvélin og þar
með áhorfendur urðu
vitni að ýmsu safaríku
að tjaldabaki.
Daníel telur ekki
ólíklegt að sjálfur
haf i hann séð
myndina um þús-
und sinnum. „Já, ég hef séð
Fagnað með Madonnu í
sannleikanum og kontór
Daníel dýrkar Madonnu og er iðinn við að kaupa muni tengda henni á eBay
og þá sérstaklega frá Blond Ambition-tímabilinu. MYND/JÚLÍUS SIGURJÓNSSON
Aðdáendurnir fagna 30 ára afmæli
Truth or Dare. Ári á eftir áætlun.
hana dálítið oft. Truth
or Dare er alveg geggj-
uð,“ segir hann og
lætur f ljóta með að
hann hafi að sama
skapi horft ansi oft
á kvikmyndasöng-
leik inn Ev itu og
Desperately Seeking
Susan sem sé í svo-
litlu uppáhaldi.
Dýrkar hana
„Bara alltaf, frá því ég man eftir
mér,“ svarar Daníel þegar spurt er
hvenær Madonna hafi náð slíkum
heljartökum á honum og bætir til
áhersluauka við að hann „dýrki
hana.“ „Mér finnst hún bara geð-
veik, sko. Ég veit ekki hvernig ég á
að orða það betur.“
Aðspurður segir Daníel plötuna
Confessions on a Dance Floor frá
2005 vera í allra mestu uppáhaldi
og að hann hafi séð hana nokkrum
sinnum á tónleikum. Síðast 2015 í
Barcelona á The Rebel Heart Tour
og hún sé alltaf jafn frábær á sviði.
Madonnupartíið byrjar með
skemmtiatriðunum í Bíó Paradís
klukkan 20 í kvöld en bíósýningin
hefst klukkustund síðar. n