Fréttablaðið - 24.08.2022, Síða 2

Fréttablaðið - 24.08.2022, Síða 2
Sýndu sprengda skriðdreka Í gær var svokallaður fánadagur Úkraínu og í dag er þjóðhátíðardagurinn. Hátíðahöldin taka hins vegar mið af innrás Rússa og eru viðburðir auglýstir með mjög stuttum fyrirvara. Í miðborg Kænugarðs, á Kresjatík stræti, hafa stjórnvöld raðað ónýtum og yfirgefnum rússneskum skriðdrekum og öðrum hergögnum sem Úkraínuher hefur komist yfir. Framgangur Rússa hefur verið mjög hægur og hafa þeir ítrekað þurft að hörfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY bth@frettabladid.is AKUREYRI Nánast engin bið er eftir leikskólaplássi á Akureyri, á sama tíma og mikil vandræði eru á höf­ uðborgarsvæðinu, langir biðlistar, mótmæli og bráðaaðgerðir. Einu börnin á biðlista fyrir norð­ an eru börn foreldra sem nýlega hafa flutt eða eru að flytja til Akur­ eyrar. „Það er nýbúið að opna nýjan og stóran leikskóla, Klappir, og hann svaraði mikilli þörf; svo erum við að vinna að því að taka inn 12 mánaða börn.  Við erum líka með allnokkra dagforeldra," segir Ást­ hildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Athygli vekur hve ástandið er gott, miðað við að nýlega aðf lutt leikskólabörn eru f leiri en þau sem hafa f lust í burtu. Bæjarstjóri segir mikið lán  í þessu samhengi að Akureyri glími ekki við manneklu. „Við eigum ekki við mönnunar­ vanda að stríða og erum með hátt hlut fall fagmenntaðra star fs­ manna." n Nóg af leikskólakennurum á Akureyri og nánast enginn biðlisti til staðar Ásthildur Sturlu- dóttir, bæjar- stjóri á Akureyri. Þau María Fanndal og Birgir Gíslason unnu sína aldurs­ flokka í Alcatraz Sharkfest Swim, þar sem synt er frá fangelsinu alræmda til lands í San Francisco. Þrátt fyrir hálf ógnvekjandi nafn þá sáu þau enga hákarla, en náðu að skoða fangelsið daginn fyrir keppni. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta var algjörlega meiriháttar. Stórkostlegt sund í alla staði,“ segir María Fanndal Birkis­ dóttir, en hún og Birgir Gíslason syntu frá Alcatraz eyju til lands í svokölluðu Alcatraz Sharkfest Swim. Trúlega þekkja f lestir Alca­ traz fangelsið, en það er eitt frægasta fangelsi í sögunni og var dvalar­ staður Al Capone eftir að hann var handtekinn. María og Birgir unnu bæði sína aldursf lokka en þau syntu ekki í blautbúningi. „Það var skemmtilegur bónus,“ segir Birgir. Hann segir að þau hafi verið mætt mjög snemma morguns á keppnis­ dag og keppendum, sem voru um 800 talsins, var smalað í tvær ferjur sem sigldu að eyjunni þar sem hopp­ að var út í um 16 gráðu heitan sjó­ inn. „Svo flautaði skipið og þá rauk maður af stað. Sumir voru þarna til að keppa en aðrir að synda í róleg­ heitum og njóta þess að taka þátt.“ Sú yngsta sem tók þátt var um 12 ára aldurinn en elsti keppandinn var rétt að skríða í sjötugt. Birgir segir að sjórinn við San Francisco hafi verið töluvert heitari en þau eiga að venj­ ast. „Við syndum hér á Íslandi í 12­13 gráðum en hann var um 16 gráður og það munar mikið um hverja gráðu. Það eru fleiri Íslendingar búnir að synda þetta í gegnum tíðina en þetta var í fyrsta sinn hjá okkur.“ María segir að straumarnir hafi verið sterkari en hún þekkir við Íslandsstrendur. „Sundið sjálft er tímasett þannig að straumarnir eru sem minnstir, en þetta var alveg töluverð áskorun því maður nær ekki að klára sundið áður en byrjar að flæða aftur út úr flóanum og því eins gott að vera sterkur sundmaður til að ná því.“ Þetta var í 29 skipti sem sundið fer fram og þrátt fyrir hrikalegt nafn sáu þau enga hákarla á leiðinni. Þeir halda sig neðar í sjónum þar sem ferskvatn rennur í f lóann og vilja ekkert narta í sundgarpana sem synda hjá. Þau María og Birgir nýttu tímann fyrir sundið og fóru í skoðunarferð um fangelsið. „Það kom manni á óvart hvað allt var stórt en hvað klefarnir voru litlir. Það var ansi nöturlegt að koma þarna,“ segir Birgir. María segir að það hafi verið ótrúlegt að upplifa staðinn. „Maður fær alla söguna og að skoða staðinn var magnað.“ n Syntu í land frá Alcatraz Birgir og María í aðdraganda sundsins. Birgir var 43 mínútur sléttar að synda en María var á tímanum 46 mínútur og 13 sekúndur. MYND/AÐSEND Að sjálfsögðu kíktu þau Birgir og María í skoðunarferð um fangelsið alræmda. MYND/AÐSEND N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is AYJA - K129 3ja sæta, 2ja sæta og stóll. Margir litir af áklæði eða leðri. Komið og skoðið úrvalið kristinnhaukur@frettabladid.is HAFNARFJÖRÐUR Fulltrúi Fram­ sóknarf lokksins í fjölskylduráði Hafnarfjarðar kaus með Sam­ fylkingu, til að samþykkja hækkun tímagjalds fyrir NPA­samninga fyrir fatlað fólk, eins og NPA mið­ stöðin hefur farið fram á. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem situr með Framsókn í meirihluta, sat hjá, en áheyrnarfulltrúi Viðreisnar studdi einnig tillöguna. Með samþykktinni mun tíma­ gjald samninga í Hafnarfirði taka mið af kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA­notenda. Öll önnur sveitarfélög á höfuðborgar­ svæðinu hafa tekið upp þann taxta. Heildarfjöldi samninga í Hafnar­ firði eru 19 og samþykktin er aftur­ virk til síðustu áramóta. Áætlað er að kostnaðarauki sveitarfélagsins vegna þessa séu um 45 milljónir króna. n Meirihlutinn ekki sammála um NPA Hafnarfjörður hefur samþykkt hækkun NPA-samninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 Fréttir 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.