Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.08.2022, Qupperneq 4
Það þarf að hafa í huga að ef einhver sem haldinn er geðrænum kvilla fremur glæp, er erfitt að fullyrða að ástæða glæpsins sé geð- rænn kvilli. Grímur Atlason framkvæmda- stjóri Geðhjálpar benediktboas@frettabladid.is FASTEIGNIR Fyrstu merki um kólnun á fasteignamarkaði eru farin að birt- ast. Á höfuðborgarsvæðinu fór fram- boð íbúða minnkandi út júlí þvert á væntingar, en í ágúst hefur það hins vegar aukist hratt eða úr 700 í 905 á aðeins 20 dögum. Þetta segir í mán- aðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Segir að kaupsamningar hafi ekki verið færri síðan í apríl 2015 miðað við sex mánaða meðaltal. Þótt íbúð- um sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki fækkað mjög, þá hafi orðið tals- verð fækkun á íbúðum sem seljast 5 prósentum eða meira yfir ásettu verði. Íbúðir seljist þannig síður mikið yfir ásettu verði. ■ Kólnun hafin á fasteignamarkaði gar@frettabladid.is IÐNAÐUR Matvælastofnun segir aðeins hægt að notast við afurðar- heitið „íslenskur lax“ um lax sem veiddur sé með stöng eða neti. Heitið megi ekki nota um eldislax. Þetta kemur fram í umfjöllun matvælaráðuneytisins um kæru frá ónefndu fyrirtæki sem sætti sig ekki við ákvörðun Matvælastofn- unar um synja ósk þess um vernd fyrir afurðarheitið „íslenskur lax“. Matvælastofnun boðaði í júní í fyrra  að umsókninni yrði hafn- að. Sagðist fyrirtækið þá  vilja fá af hentar umsagnir annarra aðila sem stofnunin hefði aflað og krafð- ist þess til vara að afurðarlýsingin næði einnig til eldislax af íslenskum stofni og að verndin myndi bæði vísa til landsvæðis og uppruna. Þá taldi fyrirtækið að Matvælastofnun hefði ekki sinnt skyldu sinni til að rannsaka málið með því að af la umsagna. Matvælastofnun sagðist ekki hafa þurft að af la umsagna þar sem umsókn fyrirtækisins hafi verið ófullnægjandi. Matvælaráðu- neytið segir að hafi svo verið hafi átt að gefa fyrirtækinu tækifæri til lagfæringa áður en umsóknin var afgreidd. Síðan hafi átt að  senda hana til umsagnar Einkaleyfastofu og Samtaka atvinnulífsins eins og lög mæli fyrir um. Þess vegna sé ákvörðunin felld úr gildi og Mat- vælastofnun gert að taka málið fyrir að nýju. ■ Eldislax má ekki heita íslenskur lax segir Matvælastofnun Eldislax í sjókví. MYND/ERLENDUR GÍSLASON gar@frettabladid.is ORKUMÁL Breki Logason, sam- skiptastjóri Orku náttúrunnar, segir fyrirtækið ekki vilja tjá sig um ásakanir sem Hulda Guðmunds- dóttir, bóndi á Fitjum í Skorradal, setti fram í Fréttablaðinu í gær. Hulda sagði Orku náttúrunnar bæði hafa farið með rangt mál og komið óheiðarlega fram, í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Andakílsárvirkjun, þar sem til stendur að grafa upp úr inntakslóni og hækka og endurgera stíflur. ■ ON vill ekki tjá sig um ásakanir HJARTA OG ÆÐAKERFI ARCTIC HEALTH AHI.IS OMEGA-3 COLLAGEN HREIN ÍSLENSK FÆÐUBÓT Í POKUM FYRIR LÁGMARKS KOLEFNISSPOR Breki Logason, samskiptastjóri ON. gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Fækka á akreinum á Háaleitisbraut ofan Bústaðavegar úr fjórum í tvær og leggja af tvær beygjuakreinar. Framkvæmdir vegna þessa hefjast í september. Umferð verður tímabundið beint um Áland ofan Borgarspítala og Fossvogsveg neðan spítalans. „Rökin fyrir því að þrengja Háa- leitisbrautina eru nokkur,“ segir í svari frá Reykjavíkurborg til Frétta- blaðsins. „Ekki er metin þörf á því að hafa 2+2 akreinar á þessum vegi með tilliti til umferðarmagns sem um þennan veg fer,“ segir í svarinu. Akvegurinn verður því með einni akrein í hvora átt. „Þar sem loka á framhjáhlaupi í gatnamótum við Bústaðaveg verður Háaleitisbraut einnig þrengd um eina akrein til norðurs, að öðru leyti verður áfram sami akreinafjöldi og nú í aðdraganda gatnamótanna.“ Háaleitisbraut þrengd og beygjuakreinar lagðar niður Öryggisatriði sé að huga að gangandi og hjólandi vegfarendum sem þessar aðgerðir snúist um, ekki verði átt við akreinafjölda á Bústaðavegi. „Nema að lögð verða niður tvö framhjáhlaup í gatnamótunum, líkt og gert var á gatnamótum Grensás- vegar og Bústaðavegar.“ Beygjuakreinarnar – eða fram- hjáhlaupin – sem hverfa, eru ann- ars vegar frá Háaleitisbraut vestur Bústaðaveg þegar komið er niður Háaleitisbraut og hins vegar frá Háa- leitisbraut austur Bústaðaveg þegar ekið er frá Borgarspítalanum. ■ Sálrænir erfiðleikar hrjá ger- endur í mörgum manndráps- málum undanfarið. Geðhjálp segir um of byggt á lyfjum sem úrræði. bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Í norrænni skýrslu um banvænt of beldi síðustu áratugi kemur fram að geðræn vandamál séu nokkuð tíð í manndrápsmálum hér á landi. Meðal nýlegra mála eru íkveikjan á Bræðraborgarstíg sem olli bana þriggja, Barðavogsmálið svokallaða þar sem maður var myrtur með bar- efli og Blönduóssmálið nú. 17 prósent manndrápa á Íslandi enda, samkvæmt skýrslunni, í ósakhæfi vegna geðkvilla sem er í samanburði við hin Norðurlöndin hátt hlutfall. Langf lest morð hér á landi eru samk væmt skýrslunni framin í Reykjavík. Harmleikurinn á Blönduósi um síðustu helgi er því ekki dæmigert tilvik, enda oft hald- ið fram að öryggi íbúa sé meira úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Til eru svokallaðir heitir reitir sam- kvæmt skýrslunni, þar sem mann- dráp eru oftast framin, tiltekin hverfi í Reykjavík eru til marks um það. Algengast er að gerendur í morð- málum undanfarinna ára séu karlar, oftast á vinnualdri en án atvinnu. Gerendur eru oft undir áhrifum efna eða lyfja. Óvíst er hvort skot- maðurinn á Blönduósi var á lyfjum eða undir áhrifum efna. Beðið er niðurstöðu úr krufningarskýrslu. Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Geðhjálpar, segir að umfang geðheilbrigðismála sé um 25 pró- sent af heilbrigðiskerfinu en fjár- magn til málaflokksins sé aðeins 4,6-4,7 prósent, samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar og gagna OECD. Telur Grímur að aukið fjár- magn til málaflokksins gæti fækkað alvarlegum glæpum? „Það þarf að hafa í huga að ef einhver sem haldinn er geðrænum kvilla fremur glæp, er erfitt að full- yrða að ástæða glæpsins sé geðrænn kvilli,“ svarar Grímur. Hann bendir á að fólk sem búi við geðrænar áskoranir sé oft einn- ig jaðarsett, í fátæktargildu, búi illa. „Þetta eru utanaðkomandi þættir sem vega þungt.“ Grímur segir að margs konar of beldisverk eigi sér stað í stjórn- leysi, stundum vegna geðrofs eftir fíkniefnaneyslu eða ofurölvun. „Við heyrum af þessum málum allar helgar,“ segir Grímur og varar við stimplun. Grímur segir þó morgunljóst að geðmálin séu vanfjármagnaður málaflokkur svo áratugum skipti. Annar vandi sé  að geðmeðferð á Íslandi byggi um of á lyfjagjöf en ekki samtalsmeðferð  eða öðrum úrræðum. Margrét Valdimarsdóttir, dósent í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri, varar einnig við stimplun. Hún bendir á að margt fólk stríði við geðrænan vanda án þess að beita ofbeldi. Fréttablaðið náði tali af Líneik Önnu Sævarsdóttur, formanni vel- ferðarnefndar, en heilbrigðismál heyra undir nefndina. Líneik sagð- ist vegna annríkis og fundahalda austur á landi ekki hafa tíma til að svara spurningum blaðsins um geð- vernd og ofbeldi. ■ Sautján prósent enda í ósakhæfi Meðal manndrápsmála undanfarið þar sem grunur leikur á geðveilu eru íkveikjan á Bræðraborgarstíg sem olli bana þriggja, Barðavogsmálið þar sem maður var myrtur með barefli og Blönduóssmálið nú. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Líneik Anna Sævarsdóttir formaður vel- ferðarnefndar Bústaðavegur H áa le iti sb ra ut x x x x Gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar 4 Fréttir 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.