Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.08.2022, Blaðsíða 10
Ef fyrirtæki ætla ein- faldlega að vera starf- andi áfram þá verða þau að gefa þessum málaflokki aukinn gaum. Á síðasta ári veitti Hús- næðis- og mannvirkj- astofnun 297 kaup- endum hlutdeildarlán. mannvirkjastofnunan. ggunnars@frettabladid.is Eigið fé þeirra verkalýðsfélaga sem eru með lausa samninga á næstu mánuðum hleypur á milljörðum króna. Sérstakur vinnudeilusjóður VR stendur í tæpum 5,7 milljörðum samkvæmt ársreikningum síðasta árs. Sambærilegur sjóður Eflingar stendur í rúmum 3 milljörðum auk þess sem sjóðir annarra félaga eru álíka digrir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðshreyfinguna standa vel að vígi komi til langvar- andi verkfalla í vetur. Þó beri að hafa í huga að upphæðir í vinnudeilu- sjóðum segi ekki alveg alla söguna. „Við hjá VR höfum heimildir til að færa fjármagn úr öðrum sjóðum yfir í vinnudeilusjóð komi til verkfalla. Staðan er því jafnvel enn sterkari en eiginfjárstaðan gefur til kynna.“ Hann segir mikilvægt að setja fjármunina í samhengi við stærð félaganna. „Þetta eru miklir fjármunir, það er alveg rétt, en við þurfum samt að hafa í huga að VR er stórt og fjöl- mennt félag. Ef til allsherjarverkfalls kæmi þá yrði sjóðurinn nokkuð fljótur að tæmast. Það er alveg ljóst. Sennilega myndi það gerast á fáum vikum." Ragnar segist samt ekki hafa áhyggjur af því þar sem hann eigi ekki von á allsherjaraðgerðum í komandi kjaraviðræðum. „Allsherjarverkföll heyra að miklu leyti sögunni til. Að mínu viti er árangursríkara að horfa til ákveðinna starfsgreina og starfs- stétta frekar en heildarinnar, þegar kemur að langvarandi vinnudeil- um eða verkföllum. Geta vinnu- deilusjóðs VR til að standa að baki verkföllum einstakra greina er sterk, það er engin launung, segir Ragnar Ómögulegt sé þó að segja til um hvernig viðræðurnar koma til með að þróast. „Yfirlýsingar okkar viðsemjenda benda ekki beinlínis til þess að það ríki mikill skilningur á stöðu okkar félagsmanna, en við vonumst auð- vitað til að ná saman og landa samningum áður en til verkfalla kemur. Það er stóra markmiðið." Hann segir ekki mikla hefð fyrir verkföllum innan VR. „Alla vega ekki síðustu 30 ár eða svo. Ég man eftir einu verkfalli sem stóð í sólarhring. Þar með er það upptalið. Það skýrir að mörgu leyti sterka stöðu vinnudeilusjóðsins,“ segir Ragnar. Fyrsti samningafundur VR og SA fór fram í höfuðstöðvum VR í gær. Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að fundurinn hafi fremur snúist um form en inni- hald. „Við erum rétt að byrja að skipu- leggja okkur. Ég geri ekki ráð fyrir að tíðinda sé að vænta af sjálfum viðræðunum fyrr en í fyrsta lagi í október,“ segir Halldór Benjamín. n Digrir sjóðir til reiðu komi til verkfalla Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, hittust á fyrsta fundi félaganna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Geta VR til að standa að baki verkföllum einstakra greina er sterk. Ragnar Þór Ingólfsson Sífellt fleiri fyrirtæki vinna nú að því að innleiða sjálfbærni í sinni starfsemi. Stofnandi fyr- irtækisins BravoEarth segir að stjórnendur verði að huga að því hvernig megi innleiða sjálfbærni með markvissum hætti. Sjálfbærni snúist alls ekki um að einungis skrifa fallega texta. magdalena@frettabladid.is Vilborg Einarsdóttir, stofnandi BravoEarth, segir að fyrirtæki eigi ekki annarra kosta völ en að inn- leiða sjálf bærni í sinni starfsemi. „Ef fyrirtæki ætla einfaldlega að vera starfandi áfram þá verða þau að gefa þessum málaflokki aukinn gaum. Það er framtíðin sem skiptir máli og við þurfum að færa okkur í meiri mæli í átt að sjálf bærni,“ segir Vilborg og bætir við að sú vinna hafi ýmsa kosti í för með sér. „Fjármagnið er farið að greina fyrirtæki út frá því hvar þau standa varðandi þessa þætti og viðskipta- vinir líka. Síðan er bara tíma- spursmál hvenær lagasetning mun skylda öll fyrirtæki til að birta upp- lýsingar um sjálf bærni.“ Fyrirtækið BravoEarth sem Vil- borg stofnaði fyrir um þremur árum vinnur að því að þróa sjálf- bærnikerfi til að hjálpa og einfalda fyrirtækjum að innleiða UFS-staðla en UFS stendur fyrir umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti. „Með þessum hugbúnaði erum við í rauninni bara að koma með verkfæri sem leiðbeinir fyrirtækj- unum í þessu ferli. Að innleiða sjálf bærnistefnu skiptir miklu máli fyrir samkeppnishæfni þannig að fyrirtæki ættu klárlega að huga að þessum hlutum.“ Vilborg vann lengi vel að stofnun og uppbyggingu Mentor ehf. sem ef laust margir þekkja sem skóla- umsjónarkerfið mentor.is. Vilborg segir það hafa verið rökrétt fram- hald að færa sig inn í sjálf bærni- heiminn. „Mér fannst þessi málaf lokkur einfaldlega svo áhugaverður. Við þurfum öll að hjálpast að við að fara í þennan nýja veruleika og ég vil nýta þá þekkingu sem ég öðlaðist við að byggja upp Mentor til þess að leggja mitt af mörkum til sjálf bærnimála.“ Vilborg bætir við að oft og tíðum fari meiri tími og orka hjá stjórn- endum í að finna út hvað þurfi að gera í þessum málaf lokki frekar en ferlið sjálft. Hún segir að stjórn- endur fyrirtækja séu mjög jákvæðir gagnvart BravoEarth hugbúnað- inum og að fyrirtækið hafi fengið góðar viðtökur. „Ég hef verið í miklu samstarfi við þróunarfyrirtæki við uppbygg- ingu hugbúnaðarins. Það hefur gengið mjög vel hjá fyrirtækjunum sem við erum að vinna með að inn- leiða UFS staðla, auk þess að við aðstoðum þau við að greina lofts- lagstengda áhættu og tækifæri. Um þessar mundir erum við að koma með tilbúna lausn á markaðinn sem byggir á þessari reynslu. Það eru spennandi tímar fram undan en þetta hefur tekið tíma.“ Aðspurð hvort hún hafi reynslu af því að innleiða sjálf bærni segir Vilborg að það skipti mestu máli að vera góð í að tileinka sér nýja hluti. „Þetta snýst bara um að maður þarf að hella sér í verkefnið og hafa brennandi áhuga. Minn bakrunnur er meistaragráða í stjórnun og stefnumótun með sérstaka áherslu á breytinga- og gæðastjórnun. Síðan tók ég kúrsa í sjálf bærni í diplómanámi þannig að þessi mál eru ekki alveg framandi fyrir mér.“ Vilborg bætir við að innleiðing sjálf bærni snúist ekki um að skrifa bara fallega texta heldur þurfi að endurskoða hvernig ákvarðanir eru teknar. „Við þurfum að færa okkur í meiri mæli inn í sjálf bærnilausnir. Í grunninn hef ég í mínum störfum verið að einfalda fólki lífið. Bæði í menntakerfinu og nú í sjálf bærn- inni.“ n Fyrirtækin eigi ekki annarra kosta völ heldur en að innleiða sjálfbærni Vilborg Einarsdottir, stofnandi BravoEarth, vann lengi að stofnun og uppbyggingu Mentor. Hún segir að sú reynsla muni nýtast vel við að byggja upp fyrirtæki á sviði sjálfbærni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ggunnars@frettabladid.is Við undirbúning laganna um hlutdeildarlán var áformað að veita sex til sjö hundruð slík lán árlega. Heildarverðmætið var áætlað um fjórir milljarðar króna. Rey ndin er að mu n fær r i kaupendur nýta sér úrræðið en gert var ráð fyrir. Á síðasta ári veitti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 297 kaupendum hlutdeildarlán fyrir samtals tvo og hálfan milljarð. Það sem af er þessu ári hafa 97 slík lán verið veitt og vilyrði gefið fyrir öðrum 127 lánum. Hlutdeildarlánin voru f yrst kynnt árið 2019 sem hluti af átaki stjórnvalda á húsnæðismarkaði. Þei m va r æt lað að hjá lpa kaupendum undir ák veðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. Guðrún Soffía Guðmundsdóttir, tey misstjór i einst ak lingslána HMS, segir stöðuna mjög krefjandi á fasteignamarkaði og færri íbúðir falli undir skilyrði hlutdeildarlána en gert var ráð fyrir í upphafi. „Að okkar mati er þetta mjög jákvætt og gott úrræði fyrir þá sem þurfa á því að halda. En vandinn er að fá fleiri til að byggja eignir sem henta. Við erum að reyna hvað við getum til að fjölga slíkum íbúðum,“ segir Guðrún Soffía. n Helmingi færri hlutdeildarlán en gert var ráð fyrir Færri íbúðir uppfylla skilyrði hlutdeildarlána en búist var við. 10 Fréttir 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.