Fréttablaðið - 24.08.2022, Qupperneq 20
En Hafró
þegir
þunnu
hljóði og
svarar ekki
gagnrýni.
Ekki veit
ég hvað
veldur
þessari
þögn
en það
hvarflar að
manni að
samband
sé milli
hennar og
þöggunar-
innar sem
ríkir í
kringum
stóru
sjávarút-
vegsfyrir-
tækin.
Þann 21. júlí sl. voru strandveiðar
stöðvaðar, 40 dögum fyrr en lög um
strand veiðar gera almennt ráð fyrir.
Með því var fjölda starfa, einkum á
landsbyggðinni og afkomu margra
smábátasjómanna stefnt í voða, auk
þess sem neytendamarkaður fyrir
ferskan fisk frá Íslandi var tíma-
bundið stórlaskaður. Þó sjávarút-
vegsráðherra og að einhverju leyti
Alþingi beri mesta ábyrgð á þessum
gjörningi er grunnur að þessari
ákvörðun lagður annars staðar.
Annars vegar með veiðiráðgjöf
Hafrannsókna stofnunar og hins
vegar í afstöðu og fram göngu Sam-
taka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS,
sem leynt og ljóst hafa frá upphafi
viljað strandveiðar feigar.
Óskiljanleg tölfræði
Í byrjun júlí sendi sjávarútvegsráð-
herra fyrirspurn til Hafró þar sem
stofnunin var spurð hvaða áhrif
1.000 tonna viðbótarveiði hjá færa-
bátum á strandveiðum hefði á þorsk-
stofninn við Ísland. Svar barst fljótt
og án rökstuðnings: Neikvæð áhrif!
Hafa verður í huga að 1.000 tonn eru
um 0,1% af áætluðum þorskstofni í
ár. Það þarf því ekki mikið til að ógna
viðkomu í þessum stofni!
Um miðjan júni kynnti stofn-
unin ráðgjöf sína fyrir næsta fisk-
veiðiár þar sem m.a. kom fram að
veiðistofn þorsks við Ísland væri
976.590 tonn. Hefur veiðistofninn
samkvæmt tölum Hafró fallið úr
1.364.745 tonnum 2019 eða um
390.000 tonn þrátt fyrir að síðan
hafi í einu og öllu verið veitt eftir
ráðgjöf hvers árs. Það er auðvitað
umhugs unarefni um ráðgjöfina en
ég ætla að gera aðra hlið á þessum
tölum að umræðuefni.
Hér er að mínu mati verið að fara
á furðulegan og raunar óskiljan-
legan hátt með tölur enda látið í
veðri vaka að nákvæmnin í stofn-
mælingunni liggi á 6. eða 7. staf töl-
unnar (1 tonn af milljón er 0.0001%).
Fróðlegt er að bera þessa nákvæmni
í stofnstærð þorsksins saman við
nákvæmni á mælingu á öðrum teg-
undum í dýraríki lands og sjávar.
Samkvæmt upplýsingum hjá Nátt-
úrufræðistofnun og Hafró eru spen-
dýr á landi og í sjó talin í þúsundum
eða tugþús undum og má þar nefna,
að hrefnur umhverfis landið eru
taldar vera á bilinu 15.000-40.000
og heildarfjöldi hvala við Ísland
er talinn vera 300-400 þúsund. Á
landi eru refir taldir vera um 7.000
og hreindýr um 6.000 svo dæmi séu
tekin um dýr sem ætti að vera til-
tölulega auðvelt að telja. Af fuglum
má svo bæta við, að straumendur
eru sagðar 3.000-5.000 og álku-
stofninn var talinn vera um 300.000
pör fyrir um 15 árum.
Eins og fram kemur í þessum
tölum eru frávik í þeim af stærðar-
gráðunni 100-1.000, jafnvel 10.000
sem er a.m.k. 100-falt frávik sem
Hafró fær á tonnafjölda í veiði-
stofni þorsks í meira en 750.000 fer-
kílómetra fiskveiðilögsögu Íslands.
Flestum ætti þó að vera ljóst að
auðveldara er að telja og/eða áætla
stærð stofna spendýra í sjó og á
landi og fugla á eða við landið en
fiska í sjónum. Öll þessi talnaleik-
fimi Hafró er því fyrst og fremst
blekkjandi, ekki síst fyrir almenn-
ing og fréttamenn því ekki trúi ég
því að reiknimeistarar stofnunar-
innar trúi sjálfir þessari ofur ná-
kvæmni.
Æpandi þögn
Fyrir nokkrum áratugum var líf-
leg umræða meðal fiskifræðinga,
sjávarlíffræðinga og margra ann-
arra náttúruvísindamanna um
rannsóknir á fiskistofnum og líf-
ríki hafsins. Smám saman lögðust
slík skoðanaskipti af og nú heyrir
til algerra undantekninga að opin-
ber umræða fari fram um málefnið
og alls ekki með þátttöku fræðinga
á Hafró. Á slík þögn sér trúlega ekki
hliðstæðu í vísindasam félaginu
hvorki í háskólum eða opinberum
rannsóknastofnunum innan lang-
f lestra vísindagreina. Nægir þar
að nefna greinar eins og læknis-
fræði, hagfræði, veðurfræði, eld-
gosafræði og margar greinar lofts-
lagsfræðanna að ekki sé talað um
fjölmargar greinar félagsvísinda og
stjórnmála. En Hafró þegir þunnu
hljóði og svarar ekki gagnrýni. Ekki
veit ég hvað veldur þessari þögn en
það hvarflar að manni að samband
sé milli hennar og þöggunarinnar
sem ríkir í kringum stóru sjávar-
útvegsfyrirtækin, bæði meðal
starfsmanna þeirra og jafnvel sam-
félaganna sem þau starfa í. Þar eru
hagsmunirnir trúlega of miklir til
að leyft sé að rugga nokkru sem
tengist fiskveiðikerfinu, enda getur
atvinnuöryggið og afkoman verið í
hættu.
Það segir líka sína sögu um
þögnina, að á kynningarfundi Haf-
rannsóknastofnunar 15. júní sl. um
ráðgjöf næsta árs, þar sem mættu
meira en 50 manns, þ.e. fréttamenn,
hagsmunaaðilar í sjávarútvegi og
sérfræðingar Hafró o. f l. komu
nánast engar spurningar fram að
lokinni kynningu um efnið. Aðeins
formaður Landssambands smá-
bátaeiganda tók til máls auk eins
fyrrverandi yfirmanns á Hafró sem
auðvitað vissi allt um efnið en sat
fundinn með hatt SFS á höfði sem
hann setti upp sl. vor. En annars var
þögnin æpandi á þessum fundi.
Að rannsaka og meta sjálfan sig
Allt frá því að togararallið hófst
1985 hefur það verið grunnstærð í
stofnmatinu á þorski ásamt reikni-
líkönum og svo og svo mörgum
óþekktum eða áætluðum for-
sendum. Þótt svona röll hafi tíðkast
víða erlendis var það Hafró sem
lagði grunn að því hér, t.d. með vali
á veiði stöðum, árstíma, notkun
veiðarfæra o.f l. Þrátt fyrir miklar
breytingar í umhverfi hafsins síðan
og verulega gagnrýni fiskimanna,
hefur þessu ekki verið að ráði
breytt. Þannig mótaði Hafró rann-
sókaaðferðirnar og hefur síðan ein
séð um gagnaöflun. Allir útreikn-
ingar og líkanaþróun er á ábyrgð
stofnunarinnar sem og endanlegt
stofnstærðarmat. Loks kveður
stofnunin upp dóma (kallað ráð-
gjöf) um leyfilegt veiðimagn hvers
árs á grundvelli aflareglu sem lík-
lega varð til á himnum og hefur því
hlotið guðlega blessun og smurn-
ingu með „sveiflujöfnunar áburði“.
Væri ekki ástæða til að kanna hvort
heppilegt sé og eðlilegt að einn
og sami aðilinn af li gagnanna,
búi til forsendur, þrói rannsókna-
aðferðirnar og annist útreikninga
og loki síðan hringnum með því að
legga dóm á eigið verk með ákvörð-
un á aflamagni næsta árs? Hliðstætt
fyrirkomulag var ekki talið ásættan-
legt í íslenska dómskerfinu fyrir um
30 árum og var því þá breytt.
Lokaorð
Eftir að hafa kynnst viðhorfi sjó-
manna og skipsstjórnarmanna
í allmörg ár gagnvart ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar tel ég
að breytinga sé þörf. Æ oftar er
stofnuninni í þessum hópi líkt við
fatalausa keisarann í einu frægasta
ævintýri H.C. Andersens. Þá er ljóst
að samkrull vísinda og stjórnmála-
legra ákvarðana er afar óheppilegt
fyrir rannsóknastofnun. Engum
dettur í hug að fela Veðurstofunni
stefnumótun og ákvarðanir um
aðgerðir í loftslagsmálum né segja
mönnum fyrir um varnir gegn eld-
gosum eða öðrum náttúruham-
förum, þótt hún komi að því að
leggja á þær áhættumat og miðla
spám og öðrum gögnum. Með
sama hætti og taka þurfti tillit til
margra þjóðfélagslegra þátta ann-
arra en sóttvarna í kóróna-faraldr-
inum þurfa f leiri atriði en áætluð
(ágiskuð?) stærð f iskistofna að
komast að þegar þessi mikilvæga
og sameiginlega auðlind þjóðar-
innar er nytjuð. ■
Furðuleg fiskveiðiráðgjöf
Magnús Jónsson
veðurfræðingur og
áhugamaður um
fiskveiðar
Það vill svo til að undirritaður býr í
grenndinni við Listaháskóla Íslands,
en þar var regnbogafáninn dreginn
að húni á Hinsegin daginn, 6. ágúst,
og blaktir þar enn.
Það er auðvitað í lagi, að gleðjast
með hinseginfólki og transfólki á
þeirra sérstaka degi, sýna baráttu
þeirra fyrir jafnrétti virðingarvott
og stuðning, eins og t.a.m. sjómönn-
um á Sjómannadaginn, en, núna,
eftir hálfs mánaðar blakt, fer þessi
f löggun regnabogafánans á Lista-
háskólanum að verða hálf ólystileg;
virka dálítið yfirkeyrð.
Listaháskólinn er auðvitað ríkis-
stofnun, þar sem ábyrg og yfirveguð
afstaða gagnvart öllum hópum þjóð-
félagsins verður að gilda, og ekki á að
koma til, að einn hópur sé sérstak-
lega tekinn út úr, fram fyrir aðra, og
honum hampað lengur og meir en
öllum öðrum.
Ýmsir aðrir aðilar, kirkjur, stofn-
anir og fyrirtæki, líka sveitarfélög,
virðast hafa sömu skoðun á því, að
yfir hinseginfólki og trans fólki verði
að gleðjast sérstaklega, og, að það
beri að styðja og hampa því séstak-
lega, með málverki regn bogafána á
stéttir, stíga og stræti og ómældri
flöggun regnbogafánans.
Í sérhverju þjóðfélagi eru fjölmarg-
ir hópar, sem Guð hefur skapað með
ólíkum hætti og af mismunandi gerð
– ekki er vitað til þess að neinn hafi
skapað sig sjálfur – og er það mikil-
vægt verkefni þeirra sem leiða og
stjórna, að reyna að finna jafnvægi
og jafnrétti milli allra þessara hópa
og forðast að taka þar einn fram yfir
annan.
Til að nefna nokkra hópa þjóð-
félagsins, sem einhverja sérstöðu
hafa, samanborið við þorra manna,
má byrja á örvhentum, sem munu
vera um 10% mannkyns.
Flest tæki og áhöld og ýmiss bún-
aður og farartæki eru hönnuð fyrir
hægrihenta, rétthenta, sem kallað er,
og veldur það örvhentum oft óþæg-
indum, ef ekki vandræðum, í þeirra
daglega lífi.
Ekki er samt vitað til að mikið sé
verið að berjast fyrir réttindum örv-
hentra, hvað þá að menn gleðjist
sérstaklega yfir þeim eða flaggi fyrir
þeim.
Annan hóp má nefna, sem er smá-
vaxið fólk, svo að ekki sé talað um
dverga, en þeirra staða í daglegu lífi
er auðvitað ennþá óþægilegri eða
erfiðari en örvhentra.
Það er nánast ekkert gert sér-
staklega fyrir þá, þeir neyðast til
að aðlaga sig og sætta sig við muni
og aðstæður sem eru hannaðar og
gerðar fyrir „venjulegt fólk“; fólk af
meðal stærðargráðu.
Þá má líka líta til þeirra sem eru
hávaxnir, kannske tveggja-metra-
menn, sem verða að sæta margvís-
legum óþægindum, órétti, þar sem
hvorki dyr, stólar, rúm, bílar eða
flugvélar eru sérstaklega hannaðar
fyrir þá.
Vill einhver gleðjast sérstak-
lega yfir tveggja-metra-mönnum?
Flagga? Mála stéttir? Skólameistarar,
sóknarprestar, oddvitar?
Svo mætti lengi tína til hópa,
sem eru öðruvísi af Guði gerðir en
almenningur, og hafa haft af því
óþægindi, jafnvel alvarlega vanlíð-
an, þjáningar, eins og hinsegin fólk
og trans fólk, án þess að hafa verið
taldir miklir gleðigjafar eða sérstak-
lega hátt skrifaðir.
Tökum fatlaða, þroskahefta, sjúkl-
inga, hörundsdökka, hjólastólafólk,
Pólverja, alkóhólista o.s.frv. Allt er
þetta fólk sem Guð hefur skapað eins
og það er, með sérstök gen og eðlisfar,
sem hefur leitt það inn á ákveðnar
brautir, misgæfulegar og -gleðilegar,
en skylda okkar allra er að reyna að
finna sanngjarna og réttmæta lausn,
jafnrétti, fyrir alla og forðast það að
taka einn hóp sérstaklega út úr, hér
hinseginfólk og trans fólk, sem mun
vera 3-5% upp í 10% af mannfólk-
inu, eftir því hvernig þetta er metið
og talið, og gleðjast sérstaklega yfir
honum; láta eins og þessi eini hópur
sé útvalinn gleðigjafahópur, sem
einn á skilið árlega skrúðgöngu og
pomp og prakt.
Talandi um skrúðgöngur hin-
seginfólks, þá spyr ég mig oft hvað
sumum þátttakendum þar gengur
eiginlega til með hömlulitlum kyn-
ferðislegum tilburðum, dansi, skaki
og rúnki, fáklæddir og strípaðir, eins
og að slík hegðun sé æðsta dyggð
góðra manna. Fyrir mér, oftast óvið-
eigandi og smekklaus fíflagangur.
Að mati margra fer bezt á því, hver
svo sem hópurinn kann að vera, að
menn haldi sínum kynferðismálum
fyrir sig og sinn eða sína. Haldi þeim
sem sínum einkamálum, sem lítið
erindi eiga á torg.
Ég þekki góða og gegna menn sem
eru hinsegin, á sama hátt og ég þekki
f lotta tveggja-metra-menn, lág-
vaxna, hörundsdökka og örvhenta,
enda allt fólk eins og við hin, og fynd-
ist mér gott ef við gætum umgengist
alla jafnt, sýnt öllum, ekki þá sízt
fötluðum, þroskaheftum, sjúkum
og þeim sem fastir eru í hjólastólum,
líka öllum þeim öðrum, sem eiga á
annan hátt undir högg að sækja í
lífinu, velvild, virðingu, sanngirni
og leitað jafnréttis og velferðar fyrir
alla. ■
Yfirkeyrð gleði – fólk eins og við hin
Ole Anton
Bieltvedt
samfélagsrýnir og
dýraverndunar-
sinni
16 Skoðun 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ