Fréttablaðið - 24.08.2022, Síða 21
Aukið öryggi og eftir-
lit á Norður-Atlants-
hafi skiptir máli fyrir
NATO. Þar hefur Ísland
hlutverki að gegna og
það blasir við að efla
Landhelgisgæsluna til
muna.
Mannleg tilvera
útheimtir orku, hvort
sem hún fer fram í
hellum eða háhýsum.
Orkan er notuð til þess
að búa til heimili, vegi,
skóla, lyf og lækninga-
tæki.
Stríðið í
Úkraínu
er háð án
banda-
rískra her-
manna, en
að miklu
leyti með
banda-
rískum
vopnum.
Bandaríkin eru meðal vinaþjóða
Íslendinga. Bandaríkin voru fyrsta
landið til að viðurkenna sjálfstæði
Íslands 17. júní 1944. Íslandi var
boðið á Bretton Woods ráðstefn
una sem haldin var í New Hamp
shire, Bandaríkjunum 1. til 22. júlí
1944. Bandaríkin voru í forystu
og á þessari ráðstefnu var lagður
grunnur að stofnun Alþjóðabank
ans og Alþjóðavarasjóðsins. Ísland
sendi fimm manna sendinefnd á
ráðstefnuna enda var hún mikil
væg og hafði mikið táknrænt gildi
fyrir Ísland. Fulltrúar Íslands komu
þarna fram fyrir hönd sjálfstæðs
ríkis, nýstofnaðs lýðveldis. Danir
gátu aðeins sent áheyrnarfull
trúa á Bretton Woods rástefnuna
enda var heimsstyrjöldinni síðari
ólokið. Ísland varð einnig stofn
aðili að NATO með því að undirrita
svokallaðan North Atlantic Treaty
í Washington 4. apríl 1949. Þann 5.
maí 1951 var svo undirritaður tví
hliða varnarsamningur við Banda
ríkin sem enn er í gildi. Með þessu
var Ísland búið að skipa sér í hóp
vestrænna ríkja. Segja má að NATO
aðild og tvíhliða varnarsamningur
við Bandaríkin hafi hjálpað við
lausn landhelgisdeilunnar, en
útfærsla landhelginnar var grund
vallaratriði til að tryggja efnahags
legt sjálfstæði Íslands. Þetta var á
tímum kalda stríðsins. Bandaríkin
þurftu aðstöðu á Íslandi og voru til
búin að aðstoða Ísland ef eftir því
var leitað. Varnarsamningurinn og
aðild að NATO olli hörðum deilum
á Íslandi. Samt má segja að náin
stjórnmálasamskipti við Banda
ríkin á tímum kalda stríðsins hafi
gefið Íslandi aukið vægi á alþjóða
vettvangi. Önnur lönd vissu að
Ísland átti nokkuð greiðan aðgang
að stjórnvöldum í Washington.
Kalda stríðinu lýkur – herinn fer
Eftir að Sovétríkin hrundu og kalda
stríðinu lauk minnkaði áhugi
Bandaríkjanna á Íslandi. Árið
2006 tilkynntu Bandaríkin að þau
myndu halda áfram að sinna vörn
um Íslands en án varanlegs herliðs
í landinu. Þessi ákvörðun var tekin
í óþökk íslenskra stjórnvalda sem
vildu bandaríska viðveru á Kefla
víkurf lugvelli og lögðu sérstaka
áherslu á varanlegar loftvarnir.
Varnarsamningurinn var enn í gildi
en stórveldi túlka samninga eftir
eigin höfði og á eigin forsendum.
Á tímum kalda stríðsins fóru hags
munir landanna saman. Það breytt
ist þegar Sovétríkin féllu.
Í aðdraganda efnahags og fjár
málakreppunnar sem skall á haust
ið 2008 höfðu bandarísk stjórnvöld
takmarkaðan áhuga á að aðstoða
Ísland. Seðlabanki Bandaríkjanna
gerði gjaldeyrisskiptasamninga við
Seðlabanka Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar en sleppti Íslandi. Þetta
olli sárindum hjá Íslenskum stjórn
völdum. Svo má deila um hvort slík
ur samningur hefði komið Íslandi
vel til lengri tíma litið, en fálæti
Bandaríkjanna í garð Íslands á
þessum tíma sagði sína sögu. Ísland
hafði ekki sömu vigt í Washington
og á tímum kalda stríðsins.
Staða Bandaríkjanna innan
lands og utan
Staða Bandaríkjanna í alþjóða
samskiptum í dag er flókin. Stríðið
í Úkraínu er háð án bandarískra
hermanna, en að miklu leyti með
bandarísk um vopnum. Hætti
Bandaríkin stuðningi við Úkraínu
verður staða landsins gagnvart
Rússlandi f ljótt vonlaus. Ósigur
Úkraínu yrði túlkaður sem ósigur
Bandaríkjanna. Bandaríkin eiga
líka í harðnandi deilum við Kína
vegna Taívan. Síðasta útspilið í því
máli var heimsókn forseta fulltrúa
deildar Bandaríkjaþings, Nancy
Pelosi, til Taívan, án þess að eiga
nokkurt formlegt erindi. Hörð við
brögð Kínverja voru fyrirsjáanleg.
Bætti þessi heimsókn samskipti
milli Bandaríkjanna og Kína? Var
Taívan betur sett í öryggismálum
eftir þessa heimsókn? Svarið við
báðum spurningunum er NEI.
Heimsóknin var bensín á þann
ófriðareld sem nú ríkir í alþjóða
samskiptum.
St aðan í innanr ík ismálu m
Bandaríkjanna er ekki síður flókin.
Kosning Donald Trump 2016 sýnir
að þjóðin er klofin. Mörgum Banda
ríkjamönnum finnst að þeir séu
vanræktir, hafi verið skildir eftir,
hafi tapað einhverju. Slagorð eins og
„Make America Great Again“ höfða
til þessa fólks. Einangrunarstefna
selst líka vel við svona aðstæður.
Trump hafnaði viðskiptasamn
ingum við Asíu og Evrópu. Þetta
átti að vera „America first policy.“
Trump sagði líka að NATO væri
úrelt stofnun. Verði Trump eða
annar forseti með svipaðar skoð
anir kjörinn í Bandaríkjunum árið
2024 vakna auðvitað spurningar um
hvort Evrópa og þar með Ísland geti
treyst á Bandaríkin í öryggismálum.
Óvissan í innanríkismálum Banda
ríkjanna getur haft afgerandi áhrif á
utanríkismál.
Hvað á Ísland að gera?
Almennt hafa samskipti Bandaríkj
anna og Íslands verið góð en það er
óvissa fram undan. Við vitum ekki
hvernig átök Bandaríkjanna við
Rússland og Kína munu enda. Það
felst áhætta í því fyrir smáþjóð að
taka afstöðu með einu stórveldi
gegn öðru. Staðan í Evrópu er erfið
í efnahags og öryggismálum. Ísland
þarf að huga betur að sínum örygg
ismálum og krafa NATO um aukin
framlög Íslands verður háværari.
Ísland á að forðast að taka þátt í
eyðumerkurhernaði í löndum eins
og Afganistan og Írak eða fjármagna
vopnaflutninga eins og gert hefur
verið. Í staðinn getum við boðið það
sem við kunnum og getum gert vel.
Aukið öryggi og eftirlit á Norður
Atlantshafi skiptir máli fyrir NATO.
Þar hefur Ísland hlutverki að gegna
og það blasir við að efla Landhelgis
gæsluna til muna og sú vinna hefur
þegar hafist með tveimur varðskip
um sem eru öflugri en áður hefur
þekkst. Auk þess þarf að vera öflug
sérsveit á Íslandi til að bregðast við
hugsanlegum hryðjuverkum.
Á Ísland að stofna eigin her?
Í fyrstu grein Varnarsamningsins
segir meðal annars: „Bandaríkin
munu fyrir hönd NorðurAtlants
hafsbandalagsins….gera ráðstaf
anir til varnar Íslandi...“ Stofnun
formlegs hers skipaðs Íslendingum
er hæpin. Taki Ísland að sér aukið
hlutverk varðandi öryggi og eftir
lit á NorðurAtlantshafi hlýtur að
vera hægt að semja við Bandaríkin
og NATO um varnarviðbúnað á
Íslandi sem auðvitað er síbreyti
legur og missýnilegur. Ísland þarf
að leggja áherslu á góð samskipti
við Bandaríkin í framtíðinni en um
leið forðast deilur við önnur stór
veldi eins Kína sem er mikilvægt í
viðskiptalegu tilliti fyrir Ísland og
alla Evrópu. Vegna Úkraínustríðsins
getur orðið langur tími þar til sam
skipti Rússlands við Evrópu verða
eðlileg á ný. ■
Bandaríkin og öryggi Íslands
Hilmar Þór
Hilmarsson
prófessor við
Háskólann á
Akureyri
Khao Sok þjóðgarðurinn í Taílandi
er mögulega sá staður sem kemst
næst því að vera paradís á jörðu.
Hann einkennist af þverhníptum,
háum kalksteinsfjöllum sem standa
upp úr kristaltæru, smaragðsgrænu
stöðuvatni. Í fjöllunum vex iða
grænn frumskógur, fullur af lífi.
Þrátt fyrir að vera ekki nema um
þrefalt stærri en Reykjavík er þjóð
garðurinn heimkynni gríðarlegs
fjölda dýrategunda, meira en 5%
þeirra sem þekktar eru á heims
vísu. Stöðuvatnið, lífríkið og lands
lagið hefur gríðarlegt aðdráttarafl
og fyrir vikið er Khao Sok vinsæll
ferðamannastaður. En það er nýlega
til komið.
Það er ótrúlegt til þess að hugsa
að stöðuvatnið, sem má segja að
sé þungamiðja þjóðgarðsins, er
manngert. Það heitir Cheow Larn og
þekur um fjórðung garðsins. Vatnið
er uppistöðulón Ratchaprapha stífl
unnar sem var tekin í gagnið 1987.
Framleiðslugetan er 240 megavött
af hreinni, endurnýjanlegri orku
sem slagar í uppsett af l Búrfells
virkjunar, 270 megavött. Þrátt fyrir
óspillta náttúru hafði Khao Sok ekki
það aðdráttarafl sem það nú hefur
eftir að stíflan var reist.
Lífið er orka og orka er lífið
Óreiða er náttúrulegt ástand
alheimsins. Manneskjan reynir að
aðlaga umhverfið að þörfum sínum
og þar með koma reiðu á það. Til
vera okkar er barátta gegn óreið
unni.Skjárinn sem þú ert að horfa
á núna er birtingarmynd þessa og
beinn afrakstur þess að manns
höndin hefur beislað náttúruöflin
til orkuframleiðslu og búið til úr
þeim eitthvað sem hjálpar okkur í
lífsbaráttunni. Skjárinn er í þeim
skilningi ónáttúrulegur og það
sama má segja um raf lagnirnar
í húsinu þínu, ljósaperurnar og
kaffivélina. Meira að segja potta
plönturnar þínar eru þar ekki af
náttúrulegum orsökum. Sennilega
vilt þú ekki án þessa vera.
Mannleg tilvera útheimtir orku,
hvort sem hún fer fram í hellum eða
háhýsum. Orkan er notuð til þess
að búa til heimili, vegi, skóla, lyf og
lækningatæki. Lífskjör og velferð
okkar allra eru, enn sem komið er,
í órjúfanlegu samhengi við orkuna
sem við beislum. Lífið er orka og
orka er lífið.
Lífið er ekki sársaukalaust
Baráttan við óreiðuna fer fram með
inngripum í náttúruna. Það fylgir
því samt alltaf fórnarkostnaður
að raska óspilltri náttúru. Það veit
sennilega enginn nákvæmlega hver
sá fórnarkostnaður var í Khao Sok
og þrátt fyrir mótvægis og björg
unaraðgerðir er ljóst að fjöldi dýra
af ólíkum tegundum lifði fram
kvæmdina ekki af enda breytti hún
vistkerfi stórs hluta þjóðgarðsins
verulega1.
Í þessu tilfelli var ávinningurinn
talinn meiri en fórnarkostnaðurinn.
Þrátt fyrir allt þrífst fjölbreytt líf
ríki áfram í Khao Sok. Svæðið tók
stakkaskiptum og er í dag gríðar
fallegt og laðar að sér fjölda gesta
árlega. Taílendingar búa nú einn
ig yfir hreinni, endurnýjanlegri
orku. Þessi orka er svo undirstaða
verðmætasköpunar, sem aftur er
órjúfanleg forsenda velferðar.
Það skal ósagt látið hvort virkj
unin í Khao Sok hefði getað orðið að
veruleika í íslensku laga og stofn
anaumhverfi. Sennilega ekki. Hvað
sem því líður má samt færa sann
færandi rök fyrir því að ákvörðun
um að reisa Ratchaprapha stífluna
hafi verið skynsamleg, þótt hún hafi
ekki verið sársaukalaus.
Náttúran er líka mikilvæg
Dæmið um Khao Sok þjóðgarðinn
á brýnt erindi við þau okkar sem
hafa bæði áhuga á velferð og nátt
úruvernd. Það eru líklega f lestir
Íslendingar sem falla þar undir.
Saga okkar, afkoma og lífsgæði eru
svo nátengd íslenskri náttúru að
það eru harla fáir sem skilja ekki
mikilvægi hennar. Að sama skapi
er sá vandfundinn sem segist ekki
vera umhugað um velferð. En það er
ekki síður mikilvægt að skilja hvað
velferð er og hvernig hún verður til.
Velferð okkar sem þjóðar byggir
ekki síst á gæfu okkar til þess að
virkja náttúruöf lin til orkufram
leiðslu. Það er jafnvægislist að gæta
að náttúrunni en beisla krafta
hennar á sama tíma, eins og dæmið
um Khao Sok sýnir okkur. Þetta er
vel hægt með skynsemi að leiðar
ljósi og við eigum aldrei að raska
óspilltri náttúru meira en þörf
krefur.
Við eigum alltaf að velja þá kosti
sem veita mestan ávinning með
minnstum fórnarkostnaði.Það er
líka mikilvægt að nýta orkuna skyn
samlega og að sama skapi eru ein
hverjir hlutar náttúrunnar sem við
viljum af góðum og gildum ástæð
um ekki undir neinum kringum
stæðum hrófla við.
Ekki gefast upp
En það er aldrei hægt að fallast á
að það megi ekki undir nokkrum
kringumstæðum hrófla við nein
um hluta náttúrunnar.Ef náttúran
á alltaf að njóta vafans þá er engin
mannleg velferð í boði og rangt að
halda öðru fram. Svo öfgakennd
afstaða getur ekkert annað leitt af
sér en versnandi lífskjör okkar allra
til langrar framtíðar.Þá neitum við
okkur og afkomendum okkar um
lífskjörin sem við þekkjum í dag.
Þeim mun hratt versna, nema ófyr
irséðar tækniframfarir séu handan
við hornið.
Vonandi bíður okkar bylting í
orkuframleiðslu, til dæmis með
kjarnasamruna. Það gæti breytt
dæminu verulega. Við getum hins
vegar ekki stefnt inn í framtíðina
upp á von og óvon um að það gerist
einhvern tímann á næstunni.
Eina leiðin til að fullnægja þessari
stefnu til hins ítrasta er að leggjast
niður, deyja og verða sjálf hluti af
óreiðunni. Við gerum það vissu
lega öll á endanum, en eigum við
ekki að reyna að vera til þar til að
því kemur? ■
Virkjum fallega
Jóhannes
Stefánsson
lögfræðingur Við
skiptaráðs
MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 2022 Skoðun 17FRÉTTABLAÐIÐ