Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2022, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 24.08.2022, Qupperneq 22
Merkisatburðir Á þessu ári er ég í fyrsta sinn stoltur af heimaland- inu mínu. Úkraína er ekki eins stórt eða sterkt land og Rússland, en það sagði nei við Rússa og sagði farðu burtu, Pútín. Íhor Stakh Ég man sérstaklega eftir tárum afa míns, Petro, sem var hermaður sem varði landið átján ára gamall árið 1944. Hann hafði beðið svo lengi eftir þess- um degi… hann fór að biðja til Guðs og gráta. Olena Jadallah Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskulegi bróðir okkar, mágur og frændi, Sigurjón Grétarsson Hátúni 10, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 18. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður G. Kærnested, Erna Grétarsdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, afi, langafi og langalangafi, Sveinn Jensson matreiðslumaður, áður til heimilis að Þykkvabæ 10, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. ágúst. Útförin fer fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks 4. hæðar Hrafnistu í Hafnarfirði. Jón Heiðar Sveinsson Sigrún Harpa Hauksdóttir Esther Selma Sveinsdóttir Lilja Sveinsdóttir Sveinbjörn Sveinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnbarn. Elsku mamma okkar, tengdamamma og amma, Dóra Hannesdóttir Didda, Gullsmára 9, lést mánudaginn 22. ágúst. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 26. ágúst klukkan 15. Guðrún Jónsdóttir Steingrímur Hauksson Freysteinn G. Jónsson Björg Kjartansdóttir Edda Ólína S. Jónsdóttir Kolbrún Jónsdóttir Ólafur Björnsson Sigríður Jónsdóttir Heimir Barðason og ömmubörn. Elskulegur frændi okkar, Steinþór Friðriksson Lönguhlíð 1b, Akureyri, lést af slysförum 10. ágúst síðastliðinn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug. Bernharð Haraldsson Hrafnhildur Óladóttir Linda Óladóttir og fjölskyldur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Árni Sigvaldason Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. ágúst 2022. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks líknardeildarinnar Kópavogi og líknarþjónustu HERU fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Þökkum auðsýnda samúð. Sigríður Tómasdóttir Ívar Árnason Hlíf Ingibjörg Árnadóttir Jörgensen Xaverine Árnason Bates, Claus Jörgensen, Júlíana Björt Ívarsdóttir, Freyja Celeste Ívarsdóttir Bates Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Margrét Kristín Sigurðardóttir lést á Landspítalanum þann 21. ágúst. Kristín Vala Ragnarsdóttir Halldór Páll Ragnarsson Jóhanna Hulda Jónsdóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórdís Kjartansdóttir Margrét Dóra Ragnarsdóttir Hjálmar Gíslason og barnabörn. 1944 Sveinn Björnsson, forseti Íslands, og Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, ræðast við í Hvíta húsinu í Washington – í opinberri heimsókn Sveins í Bandaríkjunum. 1957 Breski leikarinn Stephen Fry fæddur. 1968 Norræna húsið í Reykjavík er vígt. 1990 Armenía lýsir yfir sjálf- stæði frá Sovétríkj- unum. 1991 Úkraína lýsir yfir sjálf- stæði frá Sovétríkj- unum. 2006 Plútó telst ekki lengur til reikistjarna sól- kerfisins, samkvæmt samþykkt á þingi Alþjóðasambands stjarnfræðinga. 2008 Ísland vinnur silfur- verðlaun í handbolta á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Liðið er hálft ár frá upphafi inn­ rásar Rússa í Úkraínu, sem rekið hefur fjölda fólks á vergang og kostað ótal mannslíf. Í dag fagna Úkraínumenn þjóðhátíðardegi sínum og 31 árs sjálfstæðisafmæli landsins. thorgrimur@frettabladid.is Í dag, 24. ágúst, er liðið 31 ár síðan Úkra­ ína lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkj­ unum. Þennan áfanga ber upp á sama tíma og sex mánuðir eru liðnir frá upp­ hafi innrásar Rússa í Úkraínu, þar sem Rússar reyna að endurheimta hluta þess landsvæðis sem slapp undan stjórn Moskvu árið 1991. Olena Jadallah, hagfræðidoktor og fyrrum aðstoðarborgarstjóri í Írpín, var sjö ára gömul þegar Úkraína lýsti yfir sjálfstæði árið 1991 og var þá nýflutt með fjölskyldu sinni í nýtt hús í Bútsja. „Ég var svo spennt yfir því að fara í skól­ ann í fyrsta skipti, en foreldrar mínir voru spenntir yfir sjónvarpsfréttunum um sjálfstæðisyfirlýsinguna. Ég man sér­ staklega eftir tárum afa míns, Petro, sem var hermaður sem varði landið átján ára gamall árið 1944. Hann hafði beðið svo lengi eftir þessum degi… hann fór að biðja til Guðs og gráta.“ Olena segir þó að stundum finnist sér sem Úkraína hafi enn verið gamla úkraínska sovétlýðveldið allt fram að 24. febrúar 2022. „Við kunnum ekki að meta frelsið, sjálfstæðið og sterka efnahag­ inn sem við eignuðumst árið 1991. Við vorum ekki reiðubúin fyrir ný tækifæri og skyldur sem framtíðin bar í skauti sér, sérstaklega ekki stjórnmálaelítan. Við höfðum ekki sameiginlega framtíðar­ sýn fyrir Úkraínu og enga áætlun. Við skildum ekki hverjir voru vinir okkar og hverjir óvinir.“ Olena segir að innrásin hafi breytt öllu. „Við urðum samheldnari. Í dag erum við öll að berjast saman fyrir frelsi okkar, fyrir framtíðinni og fyrir nýju úkraínsku sjálfstæði. Og við munum án efa vinna stríðið gegn Rússlandi.“ Olena ætlar að hefja þjóðhátíðar­ daginn með því að hlusta á ávarp Volo­ dimirs Selenskí forseta og hringja í foreldra og fjölskyldu sína í Úkraínu. Hún gerir ráð fyrir að fagna deginum með löndum sínum og íslenskum og erlendum vinum, með fánanum, þjóð­ söngnum og hefðbundnum búningum eins og vysjyvanka. Olena er í sambandi við úkraínsk samfélög í öðrum löndum og þiggur bæði boð þeirra á þeirra við­ burði og hvetur þá til að kynnast gest­ risninni og náttúrufegurðinni á Íslandi. Sögðum fyrst nei við Moskvu Íhor Stakh, úkraínskur rannsóknar­ blaðamaður sem kom til Íslands árið 2020, telur þó ekki að Úkraína hafi í reynd orðið sjálfstætt ríki fyrr en um tuttugu árum eftir sjálfstæðisyfirlýsing­ una. Fyrstu forsetar landsins hafi allir verið auðsveipir stjórnvöldum í Kreml og hafi farið eftir fyrirmælum þeirra í f lestum málum. „Það var fyrst með appelsínugulu byltingunni sem Úkraína sagði nei við Moskvu,“ segir Íhor og vísar þar til fjöldamótmælanna árið 2004 þar sem tugþúsundir Úkraínumanna mót­ mæltu meintu kosningasvindli í forseta­ kosningum þar sem Viktor Janúkovits, handvalinn eftirmaður Leonids Kútsjma forseta, hafði verið lýstur sigurvegari. Mótmælin leiddu til þess að kosningarn­ ar voru ógiltar og frambjóðandi stjórn­ arandstöðunnar, Viktor Júst sjenko, var kjörinn forseti. „Við hættum að vera eins og hluti af Moskvu og þorðum að gera eins og við vildum,“ segir Íhor. „Janúkovits var eins og maður frá Moskvu. Kútsjma vildi gera Janúkovits að forseta og fólk sagði nei. Þetta var í fyrsta sinn sem Úkraína sagði nei við Pútín.“ Íhor segir að á æskuárum hans hafi menntun víða í Úkraínu verið einungis á rússnesku og að rússneska hafi verið aðaltungumálið í háskólum landsins. Þetta hafi farið að breytast eftir appel­ sínugulu byltinguna. Júsjtsjenko hafi hins vegar ekki verið sterkur forseti og hafi guggnað í mikilvægum málefnum þegar Rússar hótuðu að loka á gasflutn­ inga til Úkraínu. „Ef Júsjtsjenko hefði verið sterkur eins og Selenskí núna, hefði Úkraína kannski getað byrjað að vera í alvöru sjálfstæð fyrr.“ Íhor segist mögulega munu fagna þjóðhátíðardeginum með því að elda úkraínska þjóðarréttinn borsjstj fyrir vini sína sem ekki hafa smakkað hann áður. „Á þessu ári er ég í fyrsta sinn stoltur af heimalandinu mínu. Úkraína er ekki eins stórt eða sterkt land og Rúss­ land, en það sagði nei við Rússa og sagði farðu burtu, Pútín.“ Haldið verður upp á þjóðhátíðardag Úkraínu í Norræna húsinu frá klukkan þrjú í dag. Verður þar opin fánavinnslu­ stofa, boðið verður upp á úkraínska rétti og úkraínskir tónlistamenn munu stíga á svið. n Þjóðhátíðardagur og hálft ár frá innrás í Úkraínu Olena kom til Íslands í febrúar, stuttu eftir að innrásin hófst. Hún segist leggja áherslu á að segja börnum sínum söguna af sjálfstæðisbaráttu Úkraínu. MYND/AÐSEND TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.