Fréttablaðið - 24.08.2022, Side 28
Netflix-þættirnir Sandman
renna þessi dægrin í stríðum
straumi til íslenskra áhorf-
enda. Neil Gaiman sérfræð-
ingurinn Óli Gneisti segir að
útilokað hefði verið að gera
hefðbundna sjónvarpsþætti
úr marglaga frumtexta höf-
undarins en er ánægður með
útkomuna.
toti@frettabladid.is
„Ég tók mig til og endurlas þær
sögur sem þættirnir byggja á og hef
verið að hugsa töluvert um þetta,“
segir Óli Gneisti Sóleyjarson, þjóð-
fræðingur með meiru, um Sand-
man-þættina, sem eru með því vin-
sælasta sem streymir frá Netflix um
þessar mundir.
„Þegar þú ert að horfa á Sandman
þá ertu að horfa á það sem Neil Gai-
man vill sýna. Hann þarf vissulega
að sannfæra peningamennina um
að gefa grænt ljós en við vitum að
hann er ekki að fara gera eitthvað
sem hann er sjálfur ósáttur við,“
heldur Óli áfram og ekki komið að
tómum kofunum hjá honum þegar
Sandman og höfundarverk Gai-
mans yfirleitt eru annars vegar.
Óáhugaverð umræða
„Það er sjaldgæft að teiknimynda-
söguhöfundar fái tækifæri til að
gera sjálfir sjónvarpsþætti eftir
sögunum sínum,“ segir Óli, sem
fyrir níu árum gerði þátt um Neil
Gaiman og Sandman í útvarps-
þáttaröðinni Talblöðrunni á RÚV.
„Fyrst fékk Neil Gaiman að búa
til þætti eftir bókinni Good Omens,
sem hann skrifaði með Terry Pratc-
hett. Þeir þættir voru frekar ódýrir
þannig að BBC tók áhættuna og
velgengni þáttanna varð til þess að
hann gat sannfært Warner um að
leyfa sér að búa til Sandman.“
Óli víkur síðan að umræðunni
um þættina sem honum þykir
óáhugaverð. „Það eru þúsundir
Sandman sýnir það
sem Gaiman vill
„Það vill svo vel til að ég á Absolute útgáfuna af Sandman sem er voðalega myndræn,” segir Neil Gaiman sérfræð-
ingurinn Óli Gneisti, sem endurlas doðrantana og mætti Sandman á Netflix þannig vel undirbúinn. MYND/AÐSEND
gaura sem hafa aldrei lesið teikni-
myndasögurnar að halda því fram
að það sé verið að setja inn hinsegin
persónur til að friðþægja einhverja.“
Áhugaverðar breytingar
Óli bendir hins vegar á að Sand-
man, eða Draumur eins og
hann er kallaður, haf i
alltaf átt systk in af
óræðu kyni. „Þarna
voru lesbíur og
ef t ir minnileg
dragdrottn-
ing. Það er
bara Neil Gai-
man að vera
Neil Gaiman.
Sömuleiðis er verið að kvarta yfir
því að persónugerving Dauðans
skuli vera sýnd sem svört kona
þótt það hafi alltaf verið skýrt
að þessar persónur séu ekki einu
sinni mennskar og hafi breytilegar
birtingarmyndir eftir samhengi.
Draumur sjálfur kemur fram sem
köttur í þáttunum og teiknimynda-
sögunum. Það sem skiptir máli er að
þessir leikarar eru frábærir,“ segir
Óli.
„Mér þykja breytingarnar á sög-
unni sjálfri áhugaverðari og því
miður en minna talað um þær. Það
er rétt að muna að Gaiman þurfti
að skila af sér mánaðarlegri sögu
75 sinnum. Hann vissi hvert hann
var að fara en mig grunar að þegar á
leið hafi hann séð eftir ákvörðunum
sem hann tók upphaflega í tíma-
þröng. Þannig að þegar ég horfi ég
breytingarnar sé ég hvernig Gaiman
er að treysta grunninn fyrir áfram-
haldið.“
Batman og Jókerinn
Óli bendir jafnframt á að það séu
ekki allir meðvitaðir um að Sand-
man gerist upphaf lega í mynda-
söguheimi DC þar sem Superman
og Batman voru fyrir á f leti og
bendir á að sjálfur Jókerinn hafi
upphaflega átt að vera í einni Sand-
man-sögunni.
„Það varð ekkert úr því þar sem
DC ákvað að Jókerinn ætti að vera
upptekinn við eitthvað annað. Í
þáttunum er nær algjörlega búið
að fjarlægja Sandman úr samhengi
þessa stóra heims þannig að það er
kannski eins gott að Jókerinn lét
aldrei sjá sig,“ segir Óli og víkur að
ákveðnum eðlisþáttum Sandman
myndasagnanna.
Aldrei hefðbundinn
„Sandman getur aldrei verið hefð-
bundinn sjónvarpsþáttur enda eru
þar margar sögur þar sem Draumur
er aðeins aukapersóna eða sést bara
ekki yfirhöfuð. Þar sem Gaiman
þurfti að skila inn sögum mánaðar-
lega var alltaf hætta á ritstíf lu en
með því að gera Draum að konungi
sagnalistarinnar var alltaf færi á
að skrifa um eitthvað allt annað ef
það sagði okkur eitthvað um sögur.
Sögur, miklu frekar en draumar,
eru þráðurinn sem liggur í gegnum
Sandman.“
Óli leggur einnig áherslu á að
myndasagan sé marglaga. „Ef þú lest
Sandman bara einu sinni þá ertu að
missa af miklu. Í hvert skipti sem
ég les hann uppgötva ég eitthvað
nýtt, hvort sem það eru vísanir eða
duldar merkingar.“
Stóra breytingin frá myndasög-
unum til sjónvarpsþáttanna liggi
svo í tóni sögunnar og hvernig per-
sónunum er sýndur meiri skiln-
ingur í þáttunum. „Þær eru gallaðar
verur í grimmum heimi. Þarna er
Gaiman sjálfur búinn að þroskast og
mýkjast og mér þykir það að mörgu
leyti betra, sem þýðir kannski að
ég sé að mýkjast.“ n
Gaiman áritaði American Gods fyrir Óla í Stokkhólmi 2014. MYND/AÐSEND
Draumurinn dreifir sandi úr lófa sínum í myndasöguramma.
Dauðinn hefur tekið nokkrum
breytingum frá bók yfir í sjónvarp.
Tom Sturridge leikur
Drauminn, Sandmann-
inn sjálfan, í þáttunum.
odduraevar@frettabladid.is
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
fréttakona
„Það helltist
yfir mig svo-
lítil sorg þegar
fréttir bárust af
andláti Oliviu
Newton-John á
dögunum. Eins
einkennilegt og það er að syrgja
manneskju sem maður hefur
aldrei hitt, þá hefur hún fylgt
hverri kynslóð á fætur annarri
og tekist að sameina þær með
sinni tæru og einlægu rödd,“ segir
fréttakonan Sunna Karen Sigur-
þórsdóttir, þegar forvitnast er
um hvað hún er helst að horfa á
þessa dagana.
„Svo ekki sé minnst á Grease. Ég
get ekki ímyndað mér að annað
mannsbarn hafi verið áhuga-
samara um söngleikinn en ég
og þegar ég skellti myndinni í
tækið nú nýverið leið mér eins
og ég væri að endurupplifa
barnæskuna. Besta mynd fyrr og
síðar, segi það og skrifa. Takk fyrir
okkur, Olivia!
Næsta áhorf á eftir Grease
voru Netflix-þættir um hina
goðsagnakenndu Woodstock-
hátíð, þá síðari. Oft er talað um
að Íslendingar séu þeir einu sem
notast við frasann „þetta reddast“
en svo virðist sem stjórnendur
Woodstock hafi ekki verið með-
vitaðir um þetta þegar þeir hófu
þá vegferð að endurtaka hátíðina
árið 1999.
Og án þess að ljóstra of miklu
upp er óhætt að segja að stjórn-
endur Viðeyjarhátíðarinnar 1984
hafi fengið uppreist æru eftir því
sem þessari frásögn vatt fram.
Að vísu er „þetta reddast“ frasinn
afstæður og sú staðreynd að „að-
eins“ þrír hafi látið lífið á hátíðinni
er bara talsvert „redd“ í mínum
bókum.
Íkveikja, niðurrif, vatnsleysi, rusl
og hiti í bland við eiturlyfjaneyslu,
gerir það að verkum að ung kona
úr Reykjavík hefur enga löngun í
að heimsækja slíka hátíð á næst-
unni. Hún mælir engu að síður ein-
dregið með áhorfi á þættina.“ n
Klístrað æskuminningaleiftur og Woodstock-bömmerinn
Sunna Karen endurupplifði æsku-
árin með aðstoð Oliviu heitinnar
Newton-John og Johns Travolta
þegar hún kíkti á Grease um daginn.
n Á skjánum
24 Lífið 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR