Fréttablaðið - 24.08.2022, Page 30

Fréttablaðið - 24.08.2022, Page 30
Ég er nýfarin að hugsa um ástina ekki sem tilfinningu, heldur frekar eins og veru. Markéta Irglova AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 *Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. NÝTT &SPENNANDI Kynningarafsláttur af völdum vörum ASPEN Hornsófi 2h2 í Kentucky koníak áklæði. Hægri eða vinstri. 248x248x84 cm. 359.990 kr. NYBRO 2,5 sæta sófi. Zelda grátt áklæði. 170 x 96 x 84 cm. Nú 229.990 kr. 249.990 kr. NORDAL GARO Kampavínsglas. 2.190 kr. Kokteilaglas. 2.490 kr. Vinglas. 2.290 kr. RIVERDALE LUNE Lune vasi smoke. 25 cm. 12.990 kr. 35 cm. 17.990 kr. CHRISTO Borðstofuborð. Hvítolíuborin eik. Ø120 cm. Nú 119.990 kr. 139.990 kr. odduraevar@frettabladid.is Raftvíeykið í Ultraflex, þær Katrín Helga Andrésdóttir og Kari Jahnsen, betur þekktar sem Special-K og Farao hafa gefið út nýtt lag og myndband. Lagið ber heitið „Under the Spell.“ Þær stöllur segja lagið óð til þess að brjóta af sér hlekki sjálfsvor- kunnar með því að setja á banger og dansa fyrir framan spegilinn og hella þannig rauðvíni yfir þig alla. Lagið er seiðandi rafsmíð í ætt við gömul lög sveitarinnar og er lagið að finna á nýrri plötu sveitarinnar, Infinite Wellness, sem kemur út í október. Á plötunni blandar sveitin saman alls konar tónlistarstefnum, svo sem eins og diskó, R&B, synth poppi frá níunda áratugnum, ítalskri kvik- myndatónlist frá þeim áttunda, eurodance tónlist, djassi og klass- ískri músík. Sveitin er ekki síður þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í frumleg tónlistarmyndbönd sín, en Jóhanna Rakel leikstýrir myndbandinu við lagið. Jóhanna fer jafnframt með hlutverk dularfulla partýljónsins „Yvonne Winona“ í myndbandinu, sem er sjálfstætt framhald af tón- listarmyndbandi sveitarinnar við „Never Forget my Baby.“ Þær stöllur eru eitt af nýstár- legustu böndum landsins en frum- raun sveitarinnar, Visions of Ultra- flex, kom út árið 2020 og uppskar einróma lof og hlaut bæði Kraums- verðlaunin og Íslensku tónlistar- verðlaunin, sem plata ársins í flokki raftónlistar, auk fjölda alþjóðlegra tilnefninga. n Undir töfrum Ultraflex Nýjasta lag Ultraflex er hlaðið álaga- göldrum. MYND/AÐSEND Tónlistarkonan Markéta Irglova fagnar nú útgáfu plötunnar „Lila“ en þetta er hennar þriðja plata í fullri lengd. Plötuna vann hún ásamt eiginmanni sínum Sturlu Mío Þórissyni. ragnarjon@frettabladid.is Tónlistarkonan Markéta Irglova fagnar nú útgáfu á þriðju breiðskífu sinni sem hefur hlotið nafnið „Lila“. Markétu kannast flestir Íslendingar við eftir þátttöku hennar í söngva- keppninni fyrr á þessu ári, en hún f lutti lagið „Mögulegt“ eða „Pos- sible“ sem samið var af henni sjálfri. Einnig skráði Markéta sig í sögubækurnar árið 2008 þegar lag hennar „Falling Slowly“, sem hún samdi ásamt Glen Hansard, hlaut Óskarsverðalaun sem besta frum- samda lagið. Hún var þá einungis nítján ára gömul og varð þar með yngsti handhafi verðlaunanna frá upphafi. Ástin sem yrkisefni Markéta segir að lögin á plötunni séu fyrst og fremst innblásin af ástinni en hún segir að hún upp- lifi ástina á sérstakan hátt. „Ég er nýfarin að hugsa um ástina ekki sem tilfinningu heldur frekar eins og veru,“ segir Markéta, sem segir það eitt að upplifa ástina á róman- tískan hátt eða í gegnum fjölskyldu, „en annað er að upplifa ástina sem kraft í heiminum,” segir Markéta. Heimilið sem hljóðver Hún og eiginmaður hennar, Sturla Míó Þórisson, unnu saman að plöt- unni sem tekin var upp í Master- work Sound hljóðverinu sem þau sjálf byggðu. „Maðurinn minn sá aðallega um smíðina á meðan ég sá um innan- hússhönnun þess,“ segir Markéta og heldur áfram: „Ég er mjög góð í að fara í búðir og finna fallega hluti á meðan hann er betri í að byggja hlutina,“ segir hún og hlær. „Við byggðum hljóðverið með þá hug- sjón að hafa það heimilislegt, en þannig lítur stór partur af stúdíóinu út eins og heimili,“ en Markéta og Sturla búa beint fyrir neðan hljóð- verið. Lífið sem leikur Nafn plötunnar „Lila“ kemur úr ind- versku, en Markéta segir að allar þrjár plötur hennar beri fjögurra stafa nafn úr mismunandi tungu- málum. „Fyrsta nafnið var á pers- nesku, svo var það íslenska og svo indverska tungumálið,“ en orðið Lila hafi margvíslega merkingu í indversku. „Það fyrsta sem það stendur fyrir er leikur, á sama hátt og lífið er leikur,“ segir Markéta, en orðið standi einnig fyrir gáskafullar tilviljanir sem Indverjar kalla „Lila“ augnablik. Þar sem hlutirnir fara ekki alveg eins og maður ætlaði en koma þó vel út á endanum. „Á endanum verður þetta allt eins og hlutirnir hafi verið skipu- lagðir af einhverjum, því allt smellur saman á fallegan hátt,“ segir Mar- kéta. „Annað sem ég tók eftir er að nafnið stendur fyrir fjólubláan lit á mörgum tungumálum. Litur plötunnar er fjólublár, en litur fyrstu plötunnar var rauður á meðan sú sem kom síðast var blá,“ segir hún. „Svo er Lila einnig notað sem kvenkynsnafn og á plötunni eru svo margar sögur af konum að ganga í gegnum lífið og upplifa ástina. Þannig fannst mér þetta passa við á svo margan hátt,“ segir hún. n Ástin er kraftur, heimilið er hljóðver og lífið er leikur Fjölmargir tónlistarmenn komu að gerð plötunnar, en hún var tekin upp á heimili Markétu og Sturlu. Átta ár eru liðin frá síðustu plötu Markétu en sú plata nefndist MUNA. 26 Lífið 24. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.