Mosfellingur - 11.03.2022, Page 22

Mosfellingur - 11.03.2022, Page 22
 - www.mosfellingur.is22 Mikil aðsókn hefur verið á sýningu Steinunnar Marteinsdóttur, JÖKULL – JÖKULL, og nú fer hver að verða síðastur að njóta hennar. Ákveðið hefur verið að bæta við einum sýningardegi og verður lokadagur því laugardagurinn 13. mars. Þann dag er opið kl. 12-16. Næsti listamaður sem sýnir í Listasal Mosfellsbæjar er Haraldur Sigmundsson, myndlistarkennari í Krikaskóla. Hann mun sýna fjölbreytt verk og notast við sérstakan stíl sem hann hefur þróað og kallar þrívíddar-pointalisma. Sýningin nefnist Stingur í stúf og búast má við litríkri og kraftmikilli sýningu. Opnun verður föstudaginn 19. mars kl. 16-18. Síðasti sýningardagur er 16. apríl. Listasalur Mosfellsbæjar Myndlist í Mosó Innritun nemenda Listaskóli Mosfellsbæjar - tónlistardeild Innritun nemenda skólaárið 2021–2022 Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2021. Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. apríl. Nýir nemendur þurfa að sækja um skólavist í gegnum íbúagáttina á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, www.listmos.is Nýsm’ði Almennt viðhald SŽrsm’ði R‡ðgjšf Við sŽrh¾fum okkur ’ timburhœsum! SŽrsm’ðum einingar eftir teikningum Allt fr‡ 15fm garðhœsum ’ einbýli Hj‡lmar Guðmundsson Lšggildur hœsasm’ðameistari s:6959922 fhsverk@gmail.com SMIÐJA Laugardaginn 13. mars kl. 13-15:30 Í Bókasafni Mosfellsbæjar fyrir 7-12 ára börn Skema verður með Roblox smiðju í Bókasafninu þar sem þátttakendur skapa sína eigin leiki í forritunarumhverfinu Roblox Studio og fá þannig að kynnast grunnforritun á textaformi. Skráning fer fram með því að senda póst á evadogg@mos.is. 12 pláss í boði. Sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar Allir velkomnir! Í fyrstu sögustund ársins ætlum við að lesa saman bókina Stelpan sem sigldi kafbát niður í kjallara (og lenti í sápufólki og smáninjum) eftir Guðna Líndal. Náttfatapartý geta stundum endað með ósköpum — en fyrr má nú vera! Þegar rafmagnið fer af og hræðileg ófreskja brýst inn í húsið er það undir Þrúði og vinum hennar komið að finna hundinn Jóa, kveikja ljósin og bjarga kvöldinu. En það er hægara sagt en gert ... Öll velkomin! Þriðjudaginn 23. mars kl. 16:45

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.