Mosfellingur - 11.03.2022, Qupperneq 36

Mosfellingur - 11.03.2022, Qupperneq 36
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Í eldhúsinu Magnað þetta líf Jæja ... nú er maður komin á þann aldur að maður er farinn að fylgjast með fjölskyldum. Mér finnst mjög gaman að fylgjast með einstaklingum stíga skrefin út í lífið. Ég hef verið að hlusta á hlaðvarp síðan síðasta sumar sem heitir Fjölskyldan ehf. en þar spjalla Margrét Pála og Móey Pála saman. Mér finnst svo fallegt að fylgjast með öllu ferlinu, ferlinu að verða foreldri, heyra þær spjalla um uppeldi, þroska og fjölskyldur. Þær fá síðan fleiri meðlimi fjölskyldunnar til þess að koma og spjalla með sér sem er mjög skemmtilegt að hlusta á. Þær ná að gera uppeldið, þroskann og fjölskyld- urnar að svo fallegu fyrirbæri. Börn eru einmitt svo frábær. Það er svo magnað þetta líf. Að vinna með börnum og unglingum er blessun, að fylgjast með þroska þeirra og fá að vera hluti af honum gefur mér mjög mikið. Það er gaman að sjá að þau eru jafn ólík og þau eru mörg en hafa samt þann eiginleika að samþykkja hvert annað sem er eiginleiki sem auðvelt er að spilla. Samfélagslega mótunin sem við verðum fyrir á unglingsárum og framan af er svo mikill þáttur í þroska okkar, allar staðalímyndirnar sem „við verðum að uppfylla“. Því er svo mikilvægt að við gerum þessa mótun jákvæða og tökum börn til fyrirmyndar. Mér finnst við sem samfélag samt vera að sporna við þessari neikvæðu mótun, það er svo mikil vakning í málum eins og varðandi líkamsímynd, heilsu, staðalímyndir kynjanna og þess háttar. En þessir áhrifapunktar hafa áhrif á svo mörgum sviðum og snerta til að mynda fjölskyldur meira en maður kannski áttar sig á, það byrjar um leið og maginn fer að teygjast. Skilgreiningar barna á ýmsum hlutum eru svo frábærar, útskýringarnar fjölbreyttar en svo einfaldar og þau gera erfiðustu hluti svo ótrúlega einfalda að ég held að við ættum að hlusta oftar á þau, leyfa þeim að tala og hafa áhrif. Ragnar Þór og Nína Björk skora á Freyju og Tómas Þór að deila næstu uppskrift Nína Björk Valdimarsdóttir og Ragnar Þór Þrastarson deila með okkur uppskrift að vinsælum rétti á þeirra heimili og mjög hentugur til þess að búa til mikið magn og eiga í frysti. Hann er þægilegur því öllu er hrúgað í einn pott, látið malla og hægt að „dassa“ kryddin og innihaldsefnin til eftir hentugleika. Hráefni: • 700 gr nautahakk • 1-2 laukar • 1-2 paprikur • 4 gulrætur • 1 hvítlauksgeiri • 2 dósir af niðursoðnum tómötum • 1 dós af tómatpúrru • 1 dós nýrnabaunir • 1 nautakraftur • 2 tsk laukduft • 2 tsk paprikuduft • 2 tsk chili duft • 1 tsk oregano • Hnífsoddur cumin • Salt & pipar (eftir smekk). Aðferð: Grænmeti skorið í svipað stórar einingar. Hita olíu í potti og steikja hakkið, salta og pipra eftir smekk. Grænmeti sett út í ásamt niðursoðnum tómötum (smá auka vatn einnig). Krydd sett út í og látið malla við lágan hita sem lengst, því lengur því betra, en að minnsta kosti 40 mínútur. Þegar ca 15 mínútur eru eftir af eldunartíma eru nýrnabaunir skolaðar í sigti og settar út í. Rétturinn bragðbættur eftir smekk með kryddi. Æðislegt að bera fram með teskeið af sýrðum rjóma, rifnum cheddar og góðu hvítlauksbrauði.  Verðiykkuraðgóðu. emma íren Chili Con Carne hjá nÍnu og ragnari Dvalinn Snær Egilsson Aspelund fæddist á Landspítalanum 9. desember 2020. Hann fæddist 14 merkur og 51 cm. Foreldrar eru Brynja Hlíf Hjaltadóttir og Egill Ari Gunnarsson Aspelund - Heyrst hefur...36 Unnur Ösp Benjamínsdóttir. Fædd 18 merkur, 4.550 gr og 53 cm - fædd á Akranesi. Foreldrar: Stefanía Svavarsdóttir og Benjamín Náttmörð- ur Árnason. Systkini: Örlygur Ómi Benjamínsson 2 ára, fæddur 18.12.18. Jökull Máni er fæddur 10. desember 2020 og var 16,5 merkur, fæddur á Akranesi. Foreldrar: Steinunn Svavarsdóttir og Tómas Einar Torres, einn bróðir sem heitir Ágúst Máni. heyrst hefur... ...að Geiri í Kjötbúðinni sé búinn að tryggja sér pláss við hlið Nettó í Sunnukrikanum og muni opna þar útibú frá Kjötbúðinni í vor. ...að gömlu félagarnir úr Gildrunni séu að fara hljóðrita nýtt lag en hljómsveitin hefur verið starfrækt síðustu árin. ...að Steindi og Sigrún séu að færa sig úr Víðiteignum upp í Krikahverfi. ...að hlutfallslega hafi selst flestar nýbyggingar í Mosfellsbæ á síðasta ári á landinu öllu. ...að bílasalan ÍsBand sé búin að sækja um lóð í Sunnukrika fyrir höfuð- stöðvar fyrirtækisins. ...að silfurlitaður krummi hafi sést spóka sig í Mosfellsbæ að undan- förnu. ...að Hafdís Huld hafi átt mest seldu plötu síðasta árs, Vögguvísur. ...að heilsugæslan sé að flytja í Sunnukrika og muni opna á nýjum stað í lok mánaðarins. ...að Atli Guðlaugs skólastjóri Listaskólans sé búinn að segja starfi sínu lausu frá og með 31. júlí. ...að Hreindís Ylva og Hulda Hólmkels séu nú skráðar í sambúð á Facebook. ...að handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirs sé genginn til liðs við franska liðið Nancy. ...að Karen á snyrtistofunni og stjörnu- fasteignasalinn Hannes Steindórs- son séu glænýtt par. ...að Steindi Jr. hafi sent Hönnu Sím á milli húsa með klósettrúllu í símahrekk með Loga í síðasta þætti. ...að körfuknattleiksþjálfarinn umdeildi Brynjar Karl sé búinn að stofna liðið Aþenu í samstarfi við ungmennafélagið á Kjalarnesi og fari þar fram stífar æfingar. ...að það sé komið nýtt gólf á golfskálann. ...að Jón Þór Eyjólfs hafi orðið fimmtugur í vikunni. ...að Mosfellingurinn Una Hildardóttir sækist eftir forystusæti VG í Kragan- um fyrir Alþingiskosningarnar. ...að bæði karla- og kvennalið Aftur- eldingar í blaki séu komin í Final Four sem fram fer um helgina. ...að mikið fjölskyldu-páskabingó verði haldið á Barion sunnudaginn 21. mars þar sem rafhlaupahjól og páskaegg verði á meðal vinninga. ...að hugmyndasöfnun sé farin af stað fyrir lýðræðisverkefnið Okkar Mosó 2021. ...að Viktor og Elísa Kristín eigi von á sínu fyrsta barni í sumar. ...að næsta haust verði Lágafellsskóli aftur fyrir krakka í 1. og 2. bekk. ...að gítarleikarinn snjalli Símon H. Ívarsson hafi orðið sjötugur í vikunni. ...að næsti Mosfellingur komi út fimmtudaginn 1. apríl. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.