Mosfellingur - 24.02.2022, Síða 10

Mosfellingur - 24.02.2022, Síða 10
Skátar í uppbyggingu við Hafravatn Skátasamband Reykjavíkur og skátafélagið Mosverjar undirrituðu á dögunum samning um samstarf um uppbyggingu á útivistarsvæði skáta við Hafravatn sem hefur verið í umsjón skáta í Reykjavík síðan 1938 þegar Kvenskátafélag Reykja- víkur fékk landið á leigu og nýtti um áratugaskeið. Skátasamband Reykjavíkur fékk svo landið til leigu árið 1997 fyrst til 25 ára en árið 2020 var lóðarsamningurinn framlengd- ur til ársins 2045. Fyrirhugað er að setja upp salernisaðstöðu, geymslu og grillskýli svo skátahópar geti komið á svæðið og gist á tjaldsvæð- inu og fengið lágmarksþjónustu. Á landinu er gert ráð fyrir allt að átta flokkaskálum sem á eftir að hanna og verður það hlutverk Hafravatnsráðs að ákveða útlit og hönnun á skálunum. Á myndinni má sjá Dagbjörtu Brynjarsdóttur félagsforingja Mosverja og Helga Þór Guðmundsson formann SSR. - Fréttir úr bæjarlífinu10 Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Laus störf í Mosfellsbæ Rúmlega þúsund greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins • Jana náði öðru sæti Ásgeir Sveinsson nýr odd- viti Sjálfstæðisflokksins Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 5. febrúar. 17 frambjóð- endur gáfu kost á sér og greiddu alls 1.044 manns atkvæði. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ásgeir Sveinsson for- maður bæjarráðs fékk afgerandi kosningu í 1. sæti eða um 70% atkvæða. „Ég hlakka til að halda áfram að gera Mosfellsbæ að enn betra samfélagi með því kraftmikla og hæfileikaríka fólki sem mun mynda samheldinn og sterkan lista flokksins í kosningunum í vor. Endanlegur listi var samþykktur af full- trúaráði flokksins en Kolbrún Þorsteins- dóttir (4) og Kristín Ýr (11) þáðu ekki þau sæti sem þær lentu í og mun Helga Jóhann- esdóttir varabæjarfulltrúi skipa 4. sætið. 1. Ásgeir Sveinsson 2. Jana Katrín Knútsdóttir 3. Rúnar Bragi Guðlaugsson 4. Helga Jóhannesdóttir 5. Hjörtur Örn Arnarson 6. Arna Hagalínsdóttir 7. Hilmar Stefánsson 8. Brynja Hlíf Hjaltadóttir 9. Helga Möller 10. Ragnar Bjarni Zoëga 11. Davíð Örn Guðnason Framboðslisti sjálFstæðisFlokksins 12. Júlíana Guðmundsdóttir 13. Gunnar Pétur Haraldsson 14. Kári Sigurðsson 15. Þóra Björg Ingimundardóttir 16. Franklin Ernir Kristjánsson 17. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 18. Alfa Regína Jóhannsdóttir 19. Davíð Ólafsson 20. Elín María Jónsdóttir 21. Ari Hermann Oddsson 22. Bjarney Einarsdóttir Sterkur og fjölbreyttur listi fyrir kosningar „Ég er mjög þakklátur fyrir það sterka umboð sem ég fékk til þess að leiða listann,“ segir Ásgeir Sveinsson. Það voru 17 manns sem tóku þátt í prófkjörinu og 15 af þeim munu taka sæti á listanum okkar sem er mjög ánægjulegt. Listinn er fjölbreyttur í þekkingu, reynslu og aldri, mjög öflugir nýliðar sem bætast í hópinn okkar sem er mjög jákvætt. Það var mjög mikill áhugi á prófkjörinu og það gefur okkur mik- inn kraft og bjartsýni inn í baráttuna fyrir kosningarnar 14. maí. Meirihlutasamstarf D- og V-lista hefur gengið ákaflega vel á þessu kjörtímabili, við höfum náð að uppfylla allflest okkar markmið sem komu fram í málefnasamningi flokkana. Fram undan hjá okkur er málefnavinna og við munum eins og áður leitast eftir samtali við íbúa um hugmyndir inn í þá vinnu. Jana Katrín Knútsdóttir, hjúkrunar- og viðskiptafræðingur hafnaði í 2. sæti í prófkjörinu með 380 atkvæði. Jana er fædd og uppalin í Mosfellsbæ og segist afar þakklát fyrir stuðninginn. ,,Ég veit að verkefnið er verðugt og ég hlakka til að vinna með þeim fjölbreytta og sterka hópi sem prýðir listann. Ég er sann- færð um að saman getum við gert góða hluti í þágu bæjarbúa,“ segir Jana Katrín. Saman getum við gert góða hluti í þágu bæjarbúa Störfin sem um ræðir eru: • Yfirflokksstjóri í Vinnuskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 23 ára á árinu) • Flokksstjóri í Vinnuskóla Mosfellsbæjar (lágmarksaldur 20 ára á árinu) • Aðstoðarflokksstjóri í Vinnuskóla (18-20 ára) • Flokksstjóri í Þjónustustöð / garðyrkjudeild (lágmarksaldur 20 ára árinu) • Reynsla af garðyrkju kostur • Almenn störf í Þjónustustöð / garðyrkjudeild (lágmarksaldur 17 ára á árinu) • Þjónustustörf og sundlaugargæsla íþróttamiðstöðvum Varmá og Lágafelli (lágmarksaldur 18 ára á árinu) • Yfirumsjón með stuðningi í sumarstarfi fyrir fötluð börn og ungmenni (lágmarksaldur 23 ára á árinu) • Aðstoð við fötluð börn og ungmenni (lágmarksaldur 18 ára á árinu) hjá Mosfellsbæ Vinsamlegast athugið að ekki verður tekið við umsóknum sem að berast eftir 13. mars. Þeir sem sækja um en fá ekki starf í fyrstu umferð fara sjálfkrafa á biðlista eftir sumarstarfi. Nánari upplýsingar er að finna á ráðningarvef Mosfellsbæjar (www.mos.is/storf). Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknar- frestUr er tiL 13. mars mosfeLLsbær aUgLýsir LaUs sUmarstörf tiL Umsóknar UMsókNARFRestUR eR tiL 13. MARs 2022 Nánari upplýsingar um störfin er að finna á ráðningarvef Mosfellsbæjar. Sótt er um störfin á ráðningarvef Mosfellsbæjar. Þeir ganga fyrir um sumarstörf sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ. Opnað verður fyrir umsóknir fimmtudaginn 24. febrúar 2022 Covid-kastalinn á Blákjarna í býgerð Börn og starfsfólk á Bláakjarna voru í kastalagerð þegar Ómíkron skall á Reykjakot. „Framkvæmdir töfðust vegna sóttkvíar og einangrunar en við sjáum fram á betri tíma,“ segir Þórunn Ósk Þórarinsdóttir leik- skólastjóri. Starfið í leikskólanum fer vonandi að komast í eðlilegra horf með hækkandi sól. Hluti listans í Kjarna: Efri röð: Rúnar Bragi, Helga, Ragnheiður, Ásgeir, Jana og Elín María. Neðri röð: Hjörtur, Bjarney, Hilmar og Brynja Hlíf.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.