Fréttablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 1
Tæknifræðingur kveðst tapa 15-20 milljónum vegna nýrra lífeyrissjóðslaga. Hagfræð- ingur segir skattalega meðferð í séreignarstefnunni óboðlega. bth@frettabladid.is LÍFEYRISSJÓÐIR Fjöldi Íslendinga fær högg um næstu áramót er ný lög frá Alþingi um lífeyrissjóði skerða greiðslur frá Tryggingastofnun. Hálfsjötugur tæknifræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum, sem hefur greitt í séreignarsjóð frá níunda áratug síðustu aldar, segir nýju löggjöfina munu skerða áætl- aðar tekjur hans um 15-20 milljónir á 15 árum. Frádráttur frá almanna- tryggingum éti upp lífeyri sem hann hefði ella fengið frá Trygginga- stofnun. Hann gagnrýnir hve þessar skerðingar komi aftan að mönnum og kynning hafi verið lítil. Tæknifræðingurinn segist hafa hugleitt að segja upp starfi sínu vegna laganna og fara þegar á eftir- laun. Fleiri sérfræðingar, svo sem læknar, hafi stofnað til séreignar með sama hætti og hann. Ef þeir hætta störfum vegna skerðinganna fylgi því af leiðingar. Kveðst hann ætla að taka út séreignarsjóð þótt það kosti milljónir í hátekjuskatt. Sigríður Ómarsdóttir, skrifstofu- stjóri Almenna lífeyrissjóðsins, staðfestir að sjóðurinn hafi undan- farið fengið töluvert af fyrirspurn- um frá sjóðfélögum sem margir eigi séreign sem ekki varð til af viðbót- ariðgjaldi. Sjóðurinn hefur boðað til upplýsingafundar í lok mánaðar. „Þessar skerðingar hjá Trygg- ingastofnun eru úr öllu hófi,“ segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur og doktor í lífeyrissjóðsmálum. Með lagafrumvarpinu verður lög- fest að lágmarksiðgjald til lífeyris- sjóðs verður minnst 15,5 prósent af iðgjaldsstofni í stað 12 prósenta nú. Með því eru lögfest samnings- ákvæði milli aðila vinnumarkaðar. Í greinargerð segir að áhersla sé á samræmt réttindakerfi á vinnu- markaði og sjálf bært lífeyriskerfi. Því þurfi hver kynslóð að standa undir eigin lífeyrisréttindum. Starfshópur lagði til að aldurstengd ávinnsla réttinda yrði meginreglan í og lífeyrisaldur yrði samræmdur. n Þessar skerðingar hjá Tryggingastofnun eru úr öllu hófi. Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur 2 0 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 8 . S E P T E M B E R 2 0 2 2 Vill að Rússland falli Spenna og kvíði hjá Hr. Rokk Menning ➤ 24 Lífið ➤ 28 ... hjá okkur í d a gH já b ónda í gær ... markaður Bænda um helgina! á Heilsu- & lífsstílsdögum Nettó Sigraðu innkaupin á 1.-11. sept. Ofurtilboð og app- tilboð alla dagana 50% afsláttur Allt að Tapa tugmilljónum á nýrri skerðingu Nemendur í Melaskóla hófu átakið Göngum í skólann í gær ásamt þeim Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Krakkarnir í þriðja bekk gengu um hverfið til að hefja átakið, sem á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HEILBRIGÐISMÁL Klíníkin í Ármúla reiknar með því að geta rúmlega tvöfaldað fjölda liðaskiptaaðgerða sem hún gerir á hverju ári. Sam- kvæmt viðtali Fréttablaðsins við framkvæmdastjóra Klíníkurinnar mun fjöldinn fara úr um 300 á ári upp í 650. Sagði hann að aukningin gæti orðið enn meiri með stækkun húsnæðisins. SJÁ SÍÐU 4 Tvöfaldar fjölda liðskiptaaðgerða Sigurður Ingi- bergur Björns- son, fram- kvæmdastjóri Klíníkurinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.