Fréttablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 32
Skáldskapur tekur
mann í burtu frá
raun veruleikanum en í
ástandinu eins og það
er í dag er hættulegt að
vera tekinn í burtu frá
raunveruleikanum.
Í dag, þegar ég les
Dymbilvöku aftur eftir
langan tíma, skynja ég
enn á ný hvað þetta er
stórmagnað ljóð.
tsh@frettabladid.is
Sérstök hátíð tileinkuð Tove Jans-
son fer fram í Norðurljósum, Hörpu,
næstkomandi laugardag þar sem
fræðimenn, rithöfundar og listafólk
varpa ljósi á ævi og starf höfundar
hinna dáðu Múmínbóka.
Gerður Kristný, skipuleggjandi
hátíðarinnar, segir að dagskráin
fjalli um allar helstu hliðar ævi og
höfundarverks Tove Jansson.
„Hún var ljóðskáld, leikskáld, list-
málari, teiknari og teiknimynda-
söguhöfundur. Hún nam myndlist
í Helsinki, Stokkhólmi og París og
var starfandi myndlistarkona löngu
áður en hún fór að semja Múmín-
bækurnar en það var á tímum
seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir
Gerður.
Á meðal gesta hátíðarinnar eru
Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Kjart-
ansson, Hilmar Hildar Magnúsar-
son, Þórdís Gísladóttir, Ármann Jak-
obsson, Andri Snær Magnason og
Sophia Jansson, bróðurdóttir Tove.
Að sögn Gerðar kom hugmyndin
upp þegar Sophia, sem er stjórnar-
formaður Moomin Characters sem
annast höfundarrétt á verkum
frænku hennar, kom á Bókmennta-
hátíð í Reykjavík í fyrra ásamt eigin-
manni sínum Roleff Krakstrom, for-
stjóra fyrirtækisins, en slíkar hátíðir
hafa áður verið haldnar í Helsinki
og Stokkhólmi.
Þótt Tove Jansson sé þekktust
fyrir ævintýrin í Múmíndal liggja
eftir hana mun fleiri sögur. Hún var
komin á sextugsaldur þegar hún hóf
að semja bækur fyrir fullorðna, sem
nutu mikilla vinsælda.
„Tove var 54 ára þegar hún skrif-
aði fyrstu fullorðinsbókina og sú
síðasta kom út þegar hún var á
níræðisaldri. Starfseljan var ofboðs-
leg og hugmyndaauðgin sömu-
leiðis! Hún virðist alltaf hafa verið á
útkikkinu eftir hugmyndum,“ segir
Gerður.
Að sögn Gerðar var Tove samt
eilítið smeyk í upphafi við að skrifa
fullorðinsbækur, enda þekktust
fyrir Múmínbækurnar. „Hún segir í
sendibréfi til sænska útgáfustjórans
síns að það megi „finna kaldan gust
næða um fætur sér þegar maður
stígur út fyrir Múmíndalinn“.“
Á Tove-hátíðinni má búast við
fjölbreyttum umræðum um trú og
tilgang lífsins, útópíu, umhverfis-
mál, og hinseginleika Tove Jansson
en hún átti sömu eiginkonuna í 45
ár, grafíklistakonuna Tuulikki Pie-
tilä.
„Þær komu saman hingað til
lands sumarið 1972 þegar leikrit
eftir Tove, Leikhúsálfarnir, var sýnt
á Listahátíð. Þá fóru þær meðal ann-
ars í siglingu með Árna Johnsen um
Vestmannaeyjar en hann var þá
blaðamaður á Morgunblaðinu og
fannst auðvitað mikilvægt að sýna
þeim það fallegasta sem landið
hefur að geyma,“ segir Gerður. „Um-
ræða um hinseginmál var vitaskuld
ekki jafn opinská fyrir fimmtíu
árum eins og nú og í umfjöllun eins
dagblaðanna um heimsókn Tove
var eiginkona hennar Tuulikki
kölluð „ferðafélagi“ hennar.“
Tove Jansson-hátíðin fer fram í
Norðurljósum, Hörpu, á laugardag
á milli klukkan 11 og 19. Miðasala
fer fram á Tix.is. n
Sköpunarkraftur Tove Jansson
Gerður Kristný ásamt Hemúlnum í
Múmíndal árið 2020. MYND/AÐSEND
Hlín
Agnarsdóttir,
rithöfundur og
sviðslistamaður,
segir lesendum
Fréttablaðsins
frá ljóðinu
sem breytti lífi
hennar.
„Listin sem breytti lífi mínu var
örugglega Dymbilvaka, ljóða-
bálkur eftir Hannes Sigfússon sem
ég las fyrst þegar ég var 18 ára
og hafði mikil áhrif á mig. Ljóðið
birtist í frægri bók frá 1954 sem
hét Ljóð ungra skálda, bók sem
varð hálfgerð biblía ungra ljóð-
skálda af minni kynslóð.
Í henni stigu atómskáldin fram
eins og íslensku módernist-
arnir í ljóðagerð voru kallaðir.
Atómskáldin gerðu mikinn usla í
bókmenntalífinu á sínum tíma og
ekki furða að eldri skáld og bók-
menntamenn spyrðu í angist sinni
yfir ósköpunum: Hvers vegna láta
börnin svona?
Dymbilvaka hefst á þessum
orðum:
Ég sem fæ ekki sofið ...
Bleikum lit
bundin er dögun hver og
dökkum kili.
Draugsleg er skíman blind og
bak við allt
blóðlausir skuggar flökta á
gráu þili.
Ljóðabálkurinn skiptist niður í
fjóra kafla sem allir eru stútfullir
af dulúð og djúpvitrum skáldskap.
Orðkynngin er mikil og undirtónn-
inn þungur í mislöngum erindum
sem minna helst á öldugang. Á
sínum tíma botnaði ég lítið sem
ekkert í Dymbilvöku, ég bara
skynjaði einhver ósköp sem voru
bæði hugbreytandi og hugvíkk-
andi en þannig virkar einmitt öll
alvöru list á manneskjuna. Í dag,
þegar ég les Dymbilvöku aftur
eftir langan tíma, skynja ég enn á
ný hvað þetta er stórmagnað ljóð.
Ungt fólk í dag gæti gæti búið til
annað listaverk upp úr því, per-
formans, músíkgjörning, dans-
leikhús.“ n
n Ljóðið sem
breytti lífi mínu
Andrej Kúrkov, einn þekkt-
asti rithöfundur Úkraínu,
hefur ferðast víða um heim
til að vekja athygli á stríðinu
í heimalandinu. Hann kom
til Íslands til að taka á móti
Alþjóðlegum bókmennta-
verðlaunum Halldórs Lax-
ness.
tsh@frettabladid.is
Úkraínski rithöfundurinn Andrej
Kúrkov er handhafi Alþjóðlegra
bókmenntaverðlauna Halldórs Lax-
ness 2022. Kúrkov er einn þekktasti
rithöfundur Úkraínu, nýjasta bók
hans ber titilinn Diary of an Invas-
ion og er, eins og titillinn gefur til
kynna, samansafn dagbókarfærslna
frá stríðinu. Þegar Rússar réðust inn
í Úkraínu þann 24. febrúar voru
Kúrkov og eiginkona hans Elizabeth
stödd á heimili sínu í Kænugarði.
„Kvöldið áður, eins og ég lýsi í
bók minni, eldaði ég hefðbundna
úkraínska borscht-súpu fyrir vini
mína. Á meðal þeirra sem ég bauð
í mat voru brasilíski sendiherrann
og nokkrir blaðamenn, aðallega frá
Bretlandi, sem ég hef þekkt árum
saman. Við vorum að grínast með
það að þetta væri síðasta borscht-
súpan í Kænugarði,“ segir Kúrkov.
Á meðal blaðamannanna sem
snæddu heima hjá Kúrkov voru
Luke Harding frá The Guardian,
Tim Judah frá The Economist og
Lily Hyde, sjálfstætt starfandi blaða-
maður búsettur í Úkraínu. Hann
segir að við lok kvölds hafi allir
skipst á símanúmerum til öryggis.
„Klukkan f imm um morgun
vaknaði ég við sprengingar fyrir
utan gluggann minn. Þær voru ekki
alveg við húsið okkar en nokkra
kílómetra í burtu. Ég var í sjokki og
stökk að glugganum þar sem ég stóð
í næstum klukkutíma að horfa út á
tóma götuna. Rétt fyrir klukkan sex
sá ég nágrannakonu mína fara út að
labba með hundana sína og síðan
heyrði ég tvær sprengingar í viðbót.“
Heldur ástandinu á lofti
Kúrkov og eiginkona hans Elizabeth
fóru fljótt að íhuga næstu skref. Þau
voru um kyrrt í Kænugarði í nokkra
daga en mikill fólksflótti var þá úr
höfuðborginni og bílaraðirnar
teygðu sig tugi kílómetra í vestur-
átt. Þau ákváðu að lokum að stefna í
átt til Lvív þar sem börn þeirra voru.
Eftir nokkrar vikur á vergangi ákvað
fjölskyldan að snúa aftur til Kænu-
garðs en Kúrkov hélt áfram ferðalagi
sínu og hefur undanfarna mánuði
ferðast víða um heim til að vekja
athygli á ástandinu í heimalandinu.
„Ég var í Bandaríkjunum og nán-
ast alls staðar í Evrópu. Þegar við
fljúgum héðan frá Íslandi keyrum
við til Norður-Frakklands. Þaðan
förum við til Frankfurt, Leipzig og
Berlínar, þar sem ég er með við-
burði og viðtöl, síðan til Hamborgar,
Lundúna, Noregs, Svíþjóðar, Portú-
gal og Hollands. Í byrjun október
keyri ég konuna mína til Úkraínu og
svo mun ég halda aftur til Evrópu.“
Finnur þú til mikillar ábyrgðar
vegna stríðsins?
„Ég held að allir sem er annt um
Úkraínu ættu að geta sitt besta til að
halda ástandinu á lofti í fjölmiðlum.
Í upphafi stríðsins var mjög mikil-
vægt að útskýra fyrir fólki hvað væri
að gerast, hverjar væru forsendur
Pútíns fyrir að stofna til stríðs. Ég
man ekki hversu marga fyrirlestra
ég hélt, ábyggilega hundruð, um
ástandið. Ég hef líka birt fimmtíu,
sextíu greinar í mismunandi fjöl-
miðlum í Evrópu og Bandaríkjun-
um. En ég er ekki einn, fjölmargir
úkraínskir rithöfundar eru að gera
allt sem þeir geta.“
Hættur að skrifa skáldskap
Kúrkov segir að f lestir úkraínskir
skáldsagnahöfundar, þar á meðal
hann sjálfur, hafi hætt að skrifa
skáldsögur í stríðinu. Spurður um
af hverju það stafi segir hann:
„Af því að raunveruleikinn er
miklu dramatískari. Maður verður
að vera afslappaður til að skrifa
skáldsögu. Á hverjum morgni sem
þú vinnur í skáldsögu ferðu úr dag-
legu lífi inn í ímyndað líf og kemur
síðan aftur. Í dag er daglegt líf ekki
lengur venjulegt.“
Er pláss fyrir listir og skáldskap á
stríðstímum?
„Ég held að það sé pláss en þú
getur ekki skrifað skáldskap um
það sem er að gerast án þess að vita
hvernig sagan endar. Kannski geta
einhverjir gert það en ekki ég. Ég
held að fólk sé ekki mikið að lesa
skáldskap í stríðinu. Skáldskapur
tekur mann í burtu frá raunveru-
leikanum en í ástandinu eins og það
er í dag er hættulegt að vera tekinn í
burtu frá raunveruleikanum.“
Rússar verði að hörfa
Kúrkov hefur áður skrifað um stríð
Rússa í Úkraínu. Skáldsagan Grey
Bees frá 2018 fjallar um átökin
í Donbass í Austur-Úkraínu frá
sjónarhorni miðaldra býf lugna-
bónda. Kúrkov segist upphaflega
ekki hafa haft í hyggju að skrifa um
þessa viðburði en hugmyndin að
bókinni kviknaði þegar hann hitti
úkraínska flóttamenn frá Donbass.
„Ef ég hefði ekki hitt þetta fólk þá
hefði ég ekki skrifað þessa sögu. Ég
get ekki spáð fyrir um hvernig stríð-
ið muni enda en ég veit hvernig ég
vil sjálfur að það endi,“ segir hann.
Hvernig viltu að stríðið endi?
„Í sannleika sagt vil ég að Rúss-
land falli. Ég veit að svo lengi sem
Pútín er á lífi þá mun stríðið aldr-
ei enda. Fólk mun halda áfram að
deyja og Úkraína mun halda áfram
að verða eyðilögð á degi hverjum. Ég
vil að Rússar fari til baka, frelsi her-
tekin úkraínsk svæði og leyfi Úkra-
ínumönnum að lifa eins og þeir
vilja lifa. Hugarfar Úkraínumanna
og Rússa er gjörólíkt. Fyrir Úkraínu-
mönnum er frelsi mikilvægara en
peningar og stöðugleiki. En fyrir
Rússum eru peningar og stöðug-
leiki mikilvægari en frelsi. Þeir eru
hjarðþjóð en við erum einstaklings-
miðuð þjóð, anarkistar. Við ættum
að vera eins langt frá hvor öðrum og
mögulegt er.“ n
Nánar á frettabladid.is
Ég vil að Rússland falli
Andrej Kúrkov
hætti að skrifa
skáldskap þegar
Rússar réðust
inn í Úkraínu og
byrjaði að skrifa
dagbókarfærsl-
ur og greinar um
ástandið.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
24 Menning 8. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2022 FIMMTUDAGUR