Fréttablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 36
En ég er ekki viss um
að minn Hr. Rokk sé
nú jafn töff og Rúnar
Júlíusson enda verður
aldrei neinn nokkurn
tímann jafn töff og
hann.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@
frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar
Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK
OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Tónlistarmaðurinn Eyþór
Ingi Gunnlaugsson leikur
Hr. Rokk í íslensku dans- og
söngvamyndinni Abbababb!
Þar fetar hann í fótspor ekki
minni spámanna en Rúna Júl.
og Sigurjóns Kjartanssonar
og segist jafn kvíðinn og hann
er spenntur fyrir því að sjá
sjálfan sig í hlutverkinu.
toti@frettabladid.is
Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi
Gunnlaugsson er spennur og kvíð-
inn í senn fyrir frumsýningu bíó-
myndarinnar Abbababb! í næstu
viku en þar leikur hann Hr. Rokk
og fetar þannig í fótspor Rúnars
Júlíussonar og Sigurjóns Kjartans-
sonar þótt hann fái um leið tæki-
færi til þess að nálgast persónuna
úr nýrri átt.
„Það var bara brilljant að Nanna
skyldi treysta mér fyrir hlutverk-
inu,“ segir Eyþór um leikstjórann
Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem
veðjaði á hann í myndinni sem er sú
fyrsta sem hún gerir í fullri lengd.
„Þett a er u
svo eng in
smá fótspor
að fara í.
Rúnar Júlíusson lánaði náttúrlega
Hr. Rokk rödd sína á upprunalegu
plötunni og eftir að platan kom út
var gerður söngleikur þar sem Sigur-
jón Kjartansson var Hr. Rokk, sem er
nú líka mjög töff.“
Gamalt vín á nýjum belgjum
Dr. Gunni gerði barnaplötuna Abba-
babb! í hálfgerðu bríaríi fyrir 25
árum við svo miklar vinsældir að
áratug síðar sló söngleikurinn sem
var byggður á henni hressilega í
gegn og hlaut Grímuverðlaunin 2007
sem besta barnasýningin. Þá fylgdi
bókin Abbababb! í kjölfarið og nú
lifnar sagan aftur við í bíómynd.
„Nanna byggir síðan þessa bíó-
mynd lauslega á söngleiknum,
þannig að þetta er kannski ekki
alveg sama sagan,“ segir Eyþór. „En
þetta byggir svona á þessu og lögin
af disknum eru þarna og svoleiðis.“
Eyþór segir grunnhugmyndina
þannig vera svipaða en allur pakk-
inn sé þó tekinn nýjum tökum.
Í skugga aðaltöffarans
„Þannig að Hr. Rokk í þessari
útfærslu allavegana er eiginlega
pínu svona uppgjafarokkari. Hann
er kennari og já, bara dálítið sér-
stakur karakter. Litríkur persónu-
leiki.
En ég er ekki viss um að minn
Hr. Rokk sé nú jafn töff og Rúnar
Júlíusson enda verður aldrei neinn
nokkurn tímann jafn töff og hann,“
segir Eyþór og hlær þegar hann
tekur undir að það sé þó ekkert til
að skammast sín fyrir að vera eftir-
bátur Rúna Júl. í almennu töffi.
Þá bætir hann, aðspurður, við að
það hafi verið virkilega skemmti-
legt að nálgast uppfærðan Hr. Rokk
á sínum forsendum. „Jú, það var
alveg ótrúlega gaman og ég er eigin-
lega jafn kvíðinn og ég er spenntur
að sjá þetta á tjaldinu,“ segir Eyþór
ekki síst með mátulega lúðalegt
yfirbragð þessa Hr. Rokk. „Ég held
ég hafi aldrei litið verr út en á þessu
augnabliki í lífinu.“
Draumur rætist
Eyþór segir stemninguna við tök-
urnar hafa verið virkilega skemmti-
lega og sparar ekki hrósið þegar
talið berst að ungum mótleikurum
hans en eðli málsins samkvæmt
eru krakkar í f lestum aðalhlut-
verkunum.
„Þetta var mjög gaman og krakk-
arnir alveg frábærir. Ótrúlega fag-
mannleg og flott og stóðu sig í raun-
inni bara mikið betur en ég. Held ég.
Ég dáðist alveg að þeim og það var
bara gaman að fá að gera þetta og
leika sér í bíó.“
Þótt Eyþór hafi komið víða við í
skemmtanabransanum þá er Abba-
babb! fyrsta alvöru bíómyndin hans
og hann segir að þarna hafi í raun
enn einn bernskudraumurinn verið
að rætast.
„Þetta er eitthvað sem maður
lét sig dreyma um þegar maður
var krakki. Ég var sko alltaf með
vídeó kamerur að gera stuttmyndir
og svona í gamla daga. Þannig að
kannski má alveg líta á þetta þann-
ig að þarna sé ég búinn að tikka í eitt
draumaboxið. Að fá að gera alvöru
bíómynd.“ n
Gaman að vera Hr. Rokk
Eyþór Ingi telur víst að hann hafi aldrei litið jafn illa út og í bráðskemmtilegu hlutverki Hr. Rokk. MYND/SKJÁSKOT
toti@frettabladid.is
Teiknigrínarinn og kvikmynda-
nördinn Hugleikur Dagsson dustar
rykið af hlaðvarpshljóðnemanum
í tengslum við Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðina í Reykjavík með
RIFF-kastinu þar sem hann mun
kafa ofan í ólíka kima kvikmynda-
gerðar og ræðir við sérfræðinga úr
ýmsum áttum.
Hátíðin er nú haldin í 19. sinn og
að þessu sinni í Háskólabíói þar sem
hún mun standa yfir frá 29. septem-
ber til 9. október. RIFF-kast þætt-
irnir verða sex og sá fyrsti kemur
út í dag og síðan vikulega þar til
hátíðinni lýkur.
Elísabet Ronaldsdóttir er fyrsti
gestur Hulla og mun útskýra kvik-
myndaklippingu sem felur annað
og meira í sér en bara að skera og
líma. Ása Helga Hjörleifsdóttir,
leikstjóri Svars við bréfi Helgu,
verður í öðrum þætti en síðan tekur
Hulli á móti Lovísu Láru Halldórs-
dóttur, stofnanda einu íslensku
h r yl l i ng smy nd a hát íða r i n na r,
Páli Óskari Hjálmtýssyni, anima-
tion-undrabarninu Gísla Darra og
Andreu Björk Andrésdóttur sem
hefur lifað það af að horfa á allar
íslenskar kvikmyndir sem gerðar
hafa verið.
Þættirnir verða aðgengilegir á
öllum helstu hlaðvarpsveitum. n
Hulli tekur sex köst í röð
Hugleikur
Dagsson
Rúni Júl. var
hinn uppruna-
legi Hr. Rokk.
28 Lífið 8. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA
Fjölbreytt fréttaumfjöllun í opinni dagskrá
fyrir fólkið í landinu. Úrvalslið fjölmiðlafólks
fer yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að
fá til sín góða gesti til að ræða helstu mál
líðandi stundar.
Þátturinn er sýndur á Hringbraut og
frettabladid.is