Fréttablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 4
Þeir þurfa bara að
borga sjálfir, en það
eru ekki allir sem geta
gert það.
Sigurður Ingi-
bergur Björns-
son, fram-
kvæmdastjóri
Klíníkurinnar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN
SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 590 2323
THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS
OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00
VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
FÓLKSBÍLA - HÚSBÍLA - VINNUBÍLA
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323
SMURÞJÓNUSTA
UMBOÐSAÐILI
benediktboas@frettabladid.is
FÓTBOLTI Komist íslenska kvenna-
landsliðið í fótbolta á heimsmeist-
aramótið gæti það tryggt KSÍ um
210 milljónir króna hið minnsta
standi FIFA við loforðið um að tvö-
falda verðlaunafé á mótinu.
Á HM 2019 fengu lið 750 þúsund
dollara, eða 106 milljónir króna,
fyrir að komast á mótið en FIFA
hefur stefnt að því að tvöfalda hið
minnsta verðlaunapottinn fyrir HM
á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu á næsta
ári. FIFA hefur hvorki gefið út upp-
hæð verðlaunafjárins né upphæðir
fyrir komandi HM.
Eftir mótið 2019 sagði forseti FIFA,
Gianni Infantino, að FIFA ætlaði sér
að tvöfalda verðlaunafé hið minnsta
og halda þróuninni áfram. Á HM
2015 var verðlaunaféð 15 milljónir
dollara en það var tvöfaldað fjórum
árum síðar. Samkvæmt svari KSÍ
hefur verið gefið út að það verði
umtalsverð hækkun fyrir HM 2023,
en upphæðin hefur þó ekki verið
staðfest.
Á HM 2015 og 2019 voru 24 lið, en
á HM 2023 fjölgar þeim í 32. Sigur-
vegararnir árið 2019 fengu í sinn
hlut fjórar milljónir dollara, rúman
hálfan milljarð króna, en lið sem féll
út í riðlakeppninni fékk 750 þúsund
dollara. Það veltur svo á því hversu
langt lið fer í keppninni hvað það
fær stóran hluta af kökunni, segir í
svari KSÍ.
Á fundi í júlí, sem hafði yfir-
skriftina Eitt ár í mót, sagði fram-
kvæmdastjóri FIFA, Fatma Samoura,
að stefnan væri að hafa verðlauna-
pottinn allt að 100 milljónum doll-
ara. „Við erum langt á eftir miðað við
verðlaunaféð sem við munum sjá
hjá körlunum í Katar en HM karla
hófst 1930 en HM kvenna árið 1991.
Þetta er níunda HM kvenna og við
erum að sjá mikla aukningu í fjár-
festingum í kvennaboltanum og það
er bara tímaspursmál hvenær þetta
verður jafnt,“ sagði hún. n
Hundruð milljóna fyrir að komast á heimsmeistaramótið
Þær Sveindís og Sara sögðust báðar
eftir leikinn gegn Hollandi ætla sér á
HM á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
lovisa@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Á þriðjudag var í
fyrsta sinn haldinn samstöðufundur
notenda vímuefna. Fundurinn var
skipulagður af Matthildarsam-
tökunum um skaðaminnkun en
fundinn leiddu þeir Arild Knutsen
og John Melhus frá The Association
for Humane Drug Policies í Noregi.
„Það myndaðist strax skipulag og
ákveðnar hugmyndir um hvað þarf
að ávarpa strax,“ segir Arild.
Hann segir marga ólíka einstakl-
inga innan hópsins en ef þeir standi
saman náist fram breytingar.
„Að okkar mati er mikilvægt að
hópurinn skipuleggi sig eins og aðrir
hagsmunahópar,“ segir Arild. n
Samstöðufundur
vímuefnanotenda
Framkvæmda-
stjóri segir að
heilbrigðiskerf-
ið eigi að snúast
um hagsmuni
sjúklingsins.
MYND/AÐSEND
benediktboas@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Hafnarfjarðarbær
ætlar að endurhanna skilti fyrir
akandi vegfarendur. Umhverfis- og
framkvæmdaráð bendir á að skiltin
sem fyrir eru gefi fátt til kynna og
séu illsjáanleg vegfarendum.
Séu ökumenn ekki kunnugir
sé lítið sem bendi til að þeir séu í
Hafnarfirði. Ráðið minnir á að bæj-
armerkið Vitinn verði í öndvegi. n
Stækka skilti og
minna á vitann
Ökumenn vita varla þeir séu að keyra
um Hafnarfjörð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Eftir að húsnæði Klíníkur-
innar var stækkað er hægt
að framkvæma 650 lið-
skiptaaðgerðir á ári. Áður réð
hún aðeins við 300. Fram-
kvæmdastjóri segir að það sé
ekki aðeins efnað fólk sem
komi til fyrirtækisins.
sigurjon@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Klíníkin í Ármúla
reiknar með að geta framkvæmt um
650 liðskiptaaðgerðir á ári, að sögn
Sigurðar Ingibergs Björnssonar,
framkvæmdastjóra Klíníkurinnar.
„Við erum að gíra okkur í að tvö-
falda hjá okkur af köstin, það er
kominn annar bæklunarlæknir
þannig að við getum farið að gera
svona 650 aðgerðir á ári,“ segir hann.
Áður hafði Klíníkin náð að fram-
kvæma um 300 liðskiptaaðgerðir
á ári, en með stækkun húsnæðis
mun nást að fjölga liðskiptaað-
gerðum enn frekar og jafnvel ráða
enn annan bæklunarlækni, að sögn
Sigurðar.
„Það er af nógu að taka, eftir því
sem við bætum fleiri læknum við,
þá koma fleiri í aðgerðir. Þeir þurfa
bara að borga sjálfir, en það eru
ekki allir sem geta gert það,“ segir
Sigurður. Hann vill meina að það
sé misskilningur í umræðunni að
einungis efnað fólk sæki til Klí-
níkurinnar. „Það er ekkert þannig
sem það er, þetta eru oft samskot
hjá vinum og svoleiðis. Þetta er
fólk í alvöru neyð sem kemst ekki
í aðgerð.“
Sigurður segir það eina sem Klín-
íkin geti gert sé að auka af kasta-
getuna en hver eigi að borga það sé
ákveðið af ríkinu. „Það er eitthvað
sem ríkið getur tekið að sér og verð-
ur eiginlega að leysa úr,“ segir hann.
Klíníkin tvöfaldar þann fjölda sem
hægt er að taka í liðskiptaaðgerðir
Biðlistavandi sé eitthvað sem
Klíníkin sé búin að tala um síðan
2017. „Markmiðið hlýtur að vera að
koma fólki í aðgerð sem fyrst,“ segir
Sigurður. „Þetta snýst ekki um að
við séum að fara að leysa einhvern
vanda hjá Landspítalanum, það
getur aldrei verið sjálfstætt mark-
mið.
Vandamálið er ekki að það séu
langir biðlistar á Landspítalanum,
heldur að það er fullt af fólki sem fær
ekki aðgerðir sem það þarf að kom-
ast í,“ segir Sigurður. Það sé verkefni
Klíníkurinnar að koma þessu fólki
í aðgerð.
Sigurður segir heilbrigðiskerfið
snúast um hagsmuni sjúklingsins.
„Við þurfum að reyna að einblína
aðeins á sjúklinginn og hvað hann
vantar, en ekki hvað tilteknar stofn-
anir þurfa til að leysa úr sínum
vandamálum.“
Fréttablaðið greindi í gær frá bið
Ragnars Hilmarssonar grunnskóla-
kennara eftir liðskiptaaðgerð. Hann
hitti lækni í febrúar í fyrra, þá var
honum sagt að biðtíminn væri eitt
ár en gæti þó orðið styttri. Eftir ár
hafi verið sagt að aðgerðin gæti fyrst
orðið í sumar eða haust. Ákveðið var
að skipt yrði um lið í vinstra hné á
Ragnari nú í október.
Við vinnslu fréttarinnar var
reynt að ná sambandi við Willum
Þór Þórsson heilbrigðisráðherra,
aðstoðarmann hans og upplýsinga-
fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins en
þau svöruðu hvorki skilaboðum né
símtölum. n
4 Fréttir 8. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ