Fréttablaðið - 08.09.2022, Side 8

Fréttablaðið - 08.09.2022, Side 8
H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hljóðritasjóður Auglýst er eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknum og lokaskýrslum skal skilað rafrænt. Hafi umsækjandi hlotið styrk áður þarf loka- eða áfangaskýrsla að hafa borist sjóðnum til að ný umsókn verði tekin til umfjöllunar. Framhaldsstyrkir eru ekki veittir til verkefna sem áður hafa hlotið styrk úr sjóðnum. Útgáfa má ekki hafa átt sér stað áður en umsókn um styrk berst Hljóðritasjóði. Umsóknargögn eru á rannis.is. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári í mars og september. Rannís, Borgartúni 30, sími 515 5838, hljodritasjodur@rannis.is. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist til útgáfu. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, 15. september 2022 magdalena@frettabladid.is Guðrún Gunnarsdóttir, deildar- stjóri heilbrigðisdeildar Fastus, segir að fyrirtækið geti þjónustað allar heilbrigðisstofnanir í landinu en fyrirtækið starfar mikið á heil- brigðissviði og sérhæfir sig í að flytja inn heilbrigðisvörur og selja til heilbrigðisstofnana. Fyrirtækið er einnig einn af stærri innf lytj- endum á vörum fyrir fyrirtæki sem selur hótelum og veitingahúsum stóreldhústæki. Stærsta deildin er heilbrigðis- deildin sem hefur vaxið með heil- brigðisgeiranum í landinu. „Þetta er frábært svið þar sem okkar félag hefur þróast með fram- þróun í lækningum. Við þurfum alltaf að vera á tánum gagnvart þróuninni og vera tilbúin að mæta breyttri eftirspurn,“ segir Guðrún og bendir á að mikill vöxtur sé fram undan í Fastus og fyrirtækið stefni að því að fjölga starfsfólki og auka við þjónustuna enn frekar. „Á næsta ári munum við f lytja í stærra húsnæði sem gerir okkur kleift að bæta við vöruúrvalið okkar. Við stefnum aftur á móti ekki á útrás að sinni og erum í stakk búin til að veita úrvalsþjónustu fyrir nýja spítalann sem nú rís.“ Fastus var stofnað árið 2006 og störfuðu þá þrettán manns hjá fyr- irtækinu en nú er fyrirtækið með 60 starfsmenn. Guðrún hefur komið að stofnun fjölmargra fyrirtækja, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, en hún hóf innflutning á heilbrigðisvörum árið 1992. „Á þeim tíma kom upp í hend- urnar á mér umboð fyrir lækninga- vörum og ég lagðist yfir allt sem tengdist rekstri heilbrigðisfyrir- tækja. En ég ákvað að prufa eitthvað nýtt árið 1996 og flutti til Virginíu í Bandaríkjunum og var þar í fimm og hálft ár. En kom þá heim aftur og hóf störf hjá A. Karlssyni.“ Í apríl 2006 urðu miklar breyt- ingar hjá A. Karlssyni og ákvað Guðrún að hætta og stofna Fastus ehf. ásamt félögum sínum. „Síðan þá hefur fyrirtækið vaxið mikið á hverju ári og við stofn- endurnir seldum svo fyrirtækið til ÍSAM og hafa nýir eigendur reynst félaginu mjög vel,“ segir Guðrún. ,,Við seldum félagið 2014 en ég fylgdi áfram með sem stjórnandi og hlakka til að mæta í vinnuna á hverjum degi.“ n Stefna að því að auka vöruframboð Þrjú íslensk nýsköpunar- fyrirtæki hafa aflað erlendra styrkja upp á ríflega tvo milljarða króna á síðustu vikum. Sérfræðingur sem hefur unnið með íslenskum frumkvöðlum um árabil segir Ísland eiga mikið inni þegar kemur að nýsköpun sem tengist loftslagsvandanum. Eitt vandasamasta verkefni nýsköp- unarfyrirtækja er að tryggja nægi- legt fjármagn til að þróa hugmyndir sínar áfram. Anna Margrét Guðjóns- dóttir, eigandi Evris, hefur aðstoð- að íslenska frumkvöðla við að fá erlenda styrki um árabil. Bara nú í sumar hefur Evris haft milligöngu um styrki upp á mörg hundruð milljónir króna fyrir íslensk nýsköp- unarverkefni á þróunarstigi. „Þessi þrjú verkefni sem fengu styrki í sumar, sem við áttum þátt í að afla, hafa tryggt sér samanlagt yfir 1,7 milljarða króna í styrki til áframhaldandi þróunar. Eitt þeirra fékk að auki vilyrði um hlutafé fyrir allt að milljarð frá Evrópska fjár- festingasjóðnum. Slíkir styrkir geta skipt sköpum fyrir framtíð þessara fyrirtækja.“ Til að af la slíkra styrkja þurfa fyrirtæki að fara í gegnum flókið umsóknarferli. Anna Margrét segir íslensk fyrirtæki misjafnlega í stakk búin til að fóta sig í þessu umhverfi. „Erlendir styrkir, og þá einkum evrópskir, eru mikilvægur stuðn- ingur við fyrirtæki í nýsköpun og geta skipt sköpum við að koma íslensku hugviti á alþjóðamarkaði. Verkefnin þrjú sem fengu styrki í sumar eru allt frá tækjum til lækn- inga til vindtúrbína. Svo er margt fleira í pípunum sem gaman verður að segja frá f ljótlega,“ segir Anna Margrét. „Við stofnuðum Evris fyrir tíu árum en árið 2016 varð ákveðinn vendipunktur í rekstri fyrirtækis- ins þegar við hófum samstarf við alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Inspiralia Group. Það samstarf hefur síðan skilað gríðarlegum fjár- munum og þekkingu inn í íslenskt nýsköpunarumhverfi.“ Í dag segir Anna Margrét það vera sitt hlutverk að finna fyrirtæki og hugmyndir sem henta. Vakta þró- unarsjóði, sóknaráætlanir lands- hluta og raunar allt það sem snertir umhverfi nýsköpunar hér á landi. „Við erum sífellt að reyna að átta okkur á því hvaða fyrirtæki eiga möguleika á að fá styrki. Hvaða hugmyndir eiga möguleika á að ná flugi og höfða til fjárfesta. Með því að vera hluti af þessu alþjóðlega neti Inspiralia höfum við aðgang að ákveðinni fagþekkingu og gáttum inn á mikilvæga erlenda markaði.“ Anna Margrét segir Ísland enn eiga mikið inni þegar kemur að lausnum og verkefnum sem tengj- ast loftslagsvandanum. „Ég myndi vilja sjá Íslendinga setja enn meiri fókus á verkefni sem miða að því að draga úr losun. Þetta er svo stórt alþjóðlegt verkefni og það sem stjórnvöld um allan heim eru að setja á oddinn. Við Íslendingar höfum alla burði til að leggja okkar lóð á þessar vogarskálar og hugsa stórt.“Bestu fyrirtækin og bestu hugmyndirnar eiga um þessar mundir betri möguleika en áður á að sækja um alla þessa alþjóðlegu styrki sem bjóðast að mati Önnu Margrétar. n Ísland á mikið inni þegar kemur að nýsköpun Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmda­ stjóri Evris, segir eftir miklu að slægjast í erlendu styrkja­ umhverfi sem tengist lofts­ lagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Guðrún Gunn­ arsdóttir, deildarstjóri heilbrigðis­ deildar Fastus, segir að fyrir­ tækið stefni að því að flytja í stærra húsnæði. MYND/AÐSEND Ég myndi vilja sjá Íslendinga setja enn meiri fókus á verkefni sem miða að því að draga úr losun. Anna Margrét Guðjónsdóttir, stofnandi Evris 8 Fréttir 8. september 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.