Fréttablaðið - 08.09.2022, Qupperneq 10
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Þarna er
komin
dýnamíkin
sem dregur
vagninn í
þeim lýð-
ræðissam-
félögum
þar sem
almenn-
ingur
á hvað
greiðastan
aðgang að
áhrifum og
eiginlegum
völdum í
landinu.
Áskorunin
er ávallt sú
sama – að
við fáum
öll jöfn
tækifæri.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Það er áhyggjuefni að ítrekað sé farið á
hendur stjórnmálaöflum hér á landi
með alvarlegum hótunum og þaðan
af verri dólgshætti, en dæmi í þessa
veru eru að verða býsna algeng á
síðari tímum.
Nú síðast voru stofnanda Sósíalistaflokks
Íslands settir afarkostir, en annað tveggja léti
hann af yfirlýsingum sínum í ræðu og riti, ell-
egar hann mætti hafa verra af – og sá sem hafði
í þessum hótunum lét að því liggja að hann
vissi vel hvar fjölskylda sósíalistaforingjans
hefðist alla jafna við, og mátti túlka þau orð rit-
subbunnar að hún myndi allt eins láta til skarar
skríða einn daginn.
Áður hafa aðrir f lokkar landsins mátt sæta
álíka yfirgangi, þar á meðal með skotárásum
á höfuðstöðvar sínar og nægir þar að benda
á atvik tengd Samfylkingunni, Sjálfstæðis-
flokknum og Pírötum, en þá fyrst stóð fólki
kannski ekki á sama þegar skotárás var gerð
á einkabifreið borgarstjóra við heimili hans í
Þingholtunum.
Það ber að taka þessar hótanir alvarlega, að
ekki sé talað um aðgerðirnar þegar látið er til
skarar skríða. Í öllum tilvikum er um aðför að
einni meginstoð samfélagsins að ræða, lýð-
ræðinu, sem er þegar allt kemur til alls, einn
ríkasti þátturinn í sjálfsvitund þjóðarinnar og
hugmynd hennar um réttlæti og sanngirni.
Auðvitað geta menn verið ósáttir við lýðræðis-
lega framvindu, að ekki sé talað um niður-
stöður einstaka kosninga, en meginatriðið í
kröftugu og áhugaverðu lýðræðissamfélagi
er að þar geti fólk og f lokkar þeirra komið
ólíkum sjónarmiðum sínum á framfæri og
tekist á um það á málefnalegan hátt hvað
sé landi og þjóð fyrir bestu, heima fyrir og á
alþjóðavísu.
Og í því efni er ekki einungis knýjandi heldur
líka beinlínis nauðsynlegt að öll stjórnmála-
flóran fái notið sín í ábyrgum og uppbyggj-
andi málflutningi fyrir umbótum, ellegar
viðvarandi ástandi, kjósi menn svo.
Þarna er komin dýnamíkin sem dregur
vagninn í þeim lýðræðissamfélögum þar sem
almenningur á hvað greiðastan aðgang að
áhrifum og eiginlegum völdum í landinu.
Árásir og aðdróttanir um líkamsmeiðingar á
hendur ólíkum flokkum og foringjum þeirra
er yfirlýsing um að snúa af braut lýðræðis og
tjáningarfrelsis þar sem menn geta um frjálst
höfuð strokið í skoðanaskiptum sínum. Yfir-
gangur af þessu tagi er krafa um eina skoðun
– og enga aðra. Og tilraunir af því tagi eru á
ruslahaugi sögunnar. n
Skiptar skoðanir
Framtíðin er mætt – hlaðin reynslu og þekkingu fyrri
tíma sem varðar leið þjóðarinnar til að ná árangri
sem eitt atvinnusvæði. Forsenda heildstæðs atvinnu-
svæðis er framúrskarandi aðgengi að tæknilausnum
og innviðum svo landsbyggðirnar allar, íbúar lands-
ins, geti sótt sér menntun og atvinnu við hæfi óháð
staðsetningu og skapað okkur samkeppnisforskot í
alþjóðaþorpinu. Samfélagið í heild tapar á einsleitni
og lykillinn að velgengni eru nýjar skapandi nálganir.
Breidd í lýðbreytum á borð við aldur, kyn og upp-
runa er atvinnulífinu lífsnauðsynleg sem grunnstoð
grósku, nýsköpunar og sjálfbærni.
Það þarf þorp til að ala upp barn og í þessu þorpi
styðjum við hvert annað og lærum af hvert öðru.
Konur á Íslandi eru rétt tæplega helmingur virks
vinnuafls og 18,6% þeirra teljast innflytjendur. Fjöl-
breytileiki íbúa landsins er raunveruleiki og styrkur.
Það skiptir sköpum að konur og reyndar öll kyn hafi
jafnt aðgengi að fjármagni, ákvörðunartöku og valdi
í stofnunum og fyrirtækjum landsins, óháð atvinnu-
vegum. Áskorunin er ávallt sú sama – að við fáum öll
jöfn tækifæri.
Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin á Íslandi
og nauðsynlegar aðgerðir eins og jafnt fæðingarorlof,
jafnlaunavottun, niðurgreidd dagvistun og hlutfalls-
kvóti kynja hafa rutt brautina þar sem jafnréttið er
ekki meðfætt og sjálfvirkt heldur meðvituð og mark-
viss ákvörðun. Ísland er á fullri jafnréttisvegferð og
þrotlausar æfingar munu skila framúrskarandi niður-
stöðu. Af hverju?
Af því við lifum jú samfélagið sem við viljum vera.
Framtíðin er núna og framkvæmdin okkar. Hlúum að
barninu í okkur öllum, verum virkir þorpsbúar, fjár-
festum jafnt í öllum lýðbreytum og stundum linnu-
lausar æfingar í jafnrétti á degi hverjum með mark-
vissum mælanlegum aðgerðum. Ísland er skást í heimi
í jafnréttismálum og stefnir á afburðamennsku – eins
og á öðrum sviðum. Áfram Ísland! n
Fjárfestum í framtíðinni
og framkvæmum núna
Sigríður Hrund
Pétursdóttir
stjórnarfor-
maður FKA, Félags
kvenna í
atvinnulífinu
gar@frettabladid.is
Sjónvarp ársins
Leikur íslenska landsliðsins í
fótbolta við Holland í fyrrakvöld
hélt þjóðinni í heljargreipum.
Okkar konur áttu vægast sagt í
vök að verjast, sérstaklega í fyrri
hálfleik þar sem hvert krafta-
verkið á fætur öðru kom í veg
fyrir að Hollendingar kæmust
yfir og settu íslenska liðið í þá
stöðu að komast ekki beint á HM
heldur fara erfiða fjallabaksleið í
úrslitakeppnina. Svo hart var sótt
að okkar konum að það var ekki
fyrr en tvær mínútur voru eftir af
uppbótartímanum að maður fór
að hafa trú á því að liðið myndi
ná að hanga á jafnteflinu. Sú trú
entist í fimmtán sekúndur.
Karlar sem horfa á konur
Morguninn eftir leikinn var
leikurinn krufinn af knatt-
spyrnuspekingum á kaffistofum
landsins. Fór karlpeningurinn
þar mikinn og hafði skýringar
á reiðum höndum eins og alla
aðra daga. Leikur Íslendinga var
sagður hafa verið hörmulegur
og þjálfarinn fékk falleinkunn.
Snúið færi sem okkar lið fékk
var sagt hafa verið dauðafæri og
var á mannskapnum að skilja að
þar hefði meðaljóninn skorað
af öryggi. Fæstir hafa þó þessir
spekingar spilað leik þar sem
tuttugu þúsund manns gera að
þeim hróp og þátttökuseðill á
HM er undir og hundruð millj-
óna króna að auki. n
� 18. SEPTEMBER
� KL. 20.00
� ELDBORG
Náðu þér
í boðsmiða
á HARPA.IS
og TIX.IS
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2022 FIMMTUDAGUR