Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 16
Ég held að þetta verði tímabilið þar sem þeir (Valsmenn) lenda í miklum vandræðum. Logi Geirsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður 16 Íþróttir 8. september 2022 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2022 FIMMTUDAGUR Það er blásið til hátíðar hjá íslensku handboltaáhugafólki í dag en Olís-deild karla fer af stað á ný. Valsmenn þykja lík- legir til afreka en Logi Geirs- son er ekki sannfærður. Fram undan gætu verið snúnir mánuðir þar sem reyna muni á breidd leikmannahóps meistaranna. aron@frettabladid.is HANDBOLTI Logi Geirsson, fyrrver- andi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, telur að Valsmenn, sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum karlamegin í handboltanum, gætu átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. Tímabilið í Olís-deild karla fer formlega af stað í dag og Logi segir mörg lið geta blandað sér í bar- áttuna um deildarmeistaratitilinn. „Frá því að ég sökkti mér að fullu í þetta fyrir um tveimur til þremur vikum og fylgdist náið með undirbúningi liðanna hefur mikið breyst. Á þessum skamma tíma,“ segir Logi við Fréttablaðið. „Á dögunum voru Haukar að fá risa styrkingu í Andra Má Rúnars- syni og það sem hefur gengið á undanfarna daga hefur fengið mig til að breyta spá minni fyrir deildarkeppnina. Við skulum hafa það í huga að ég spái þessu eftir því hverjir mér þykir líklegastir til að enda sem deildarmeistarar. Svo Spáir krefjandi vetri fyrir Íslandsmeistarana Snorri Steinn Guðjónsson hefur náð frábærum árangri sem þjálfari Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR tekur úrslitakeppnin við sem er allt annar handleggur.“ Logi dregur þá ályktun af stöð- unni núna að Haukar endi í fyrsta sæti, FH í öðru, Valur í þriðja og ÍBV í fjórða sæti. „Valur er á leið í Evrópukeppni og þeirra breidd er ekkert eitthvað rosaleg. Ég veit að þeir hafa verið að raða inn titlum undanfarið og ég hef hrifist af handboltanum sem liðið spilar en ég held að þetta verði tíma- bilið sem þeir lenda í miklum vand- ræðum vegna þess að það eru svo mörg rosalega sterk lið í kringum þá.“ Sú breyting verður á komandi tímabili Vals að liðið tekur þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og með því koma meiri ferðalög, f leiri leikir. Logi þekkir slíka stöðu vel eftir tíma sinn sem atvinnumaður og segir þátttöku í Evrópukeppni hafa áhrif. „Þetta hefur yfirleitt alltaf áhrif og getur tekið taktinn úr liðunum og þau misstíga sig oftar. Við vitum að meira álag getur stuðlað að meiri meiðslum. Ef Valsmenn halda þetta út, ná að halda þeim dampi sem þeir hafa verið á undanfarin ár, þá væri það kraftaverk. Ég er ekkert að grínast með það. Geta þeir keyrt á þessum mannskap í gegnum Evrópu- keppnina og Olís-deildina, sem er feiki sterk, og rúllað yfir hana? Þeir voru rétt á undan Haukum undir lok deildarkeppninnar á síðasta tímabili og FH-ingar voru á toppn- um þegar það voru fjórar til fimm umferðir eftir.“ n Nánar á frettabladid.is POP UP KEX HOSTEL HEFUR OPNAÐ MERKJAMARKAÐURINN STENDUR YFIR 8.-11. SEPTEMBER 11:00-18:00 SKÚLAGATA 28 *ásamt fleiri merkjum - MERKI FYRIR MINNA - MERKJAMARKAÐUR allt að 60% AFSLÁTTUR herrar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.