Fréttablaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FIMMTUDAGUR 8. september 2022
Jason vissi fyrir fram að framlag
hans vekti umtal. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
jme@frettabladid.is
Segja má að listaheimurinn hafi
farið á hliðina þegar listaverk,
skapað með notkun gervigreindar,
hlaut fyrstu verðlaun í Colorado
State Fair myndlistarkeppninni í
f lokki stafrænnar listar.
Verðlaunin, sem námu um
42.000 krónum, runnu til Jason
Allen sem knúði gervigreindina
Midjourney til þess að skapa verk
sem hann kallar Théâtre D’opéra
Spatial, með einni setningu. Á
meðan nýttu aðrir listamenn í
f lokknum sér tölvuforrit á borð
við Photoshop eða Illustrator
við sköpun sinna verka. Allen
sviðsetur undarlega en forvitni-
lega fjarlæga framtíð í verki sínu
þar sem mannverur glápa upp-
numdar út um risastórt hringlaga
op á útsýni sem minnir á sögusvið
Dune eftir Frank Herbert.
Tilvistarkreppa
Ekki voru margir hinna listamann-
anna sáttir við sigurvegarann.
Allen sjálfur segir um sigurinn: „Ég
held að listasamfélagið sé á leið í
tilvistarkreppu … Stór ástæða fyrir
því er … truflandi tækni opinnar
gervigreindar.“ Allen óttast sjálfur
að gervigreind muni hafa áhrif á
skapandi störf í framtíðinni.
Eric Holloway er á öðru máli.
Hann segir að gervigreindin sé
þjálfuð með notkun listaverka
sem séu nú þegar til, og því sé hún
líkleg til þess að framleiða myndir
sem samsvara list sem nú þegar er
talin góð. Hins vegar risti samsvör-
unin ekki mjög djúpt. n
Gervigreind
hreppir verðlaun
Lovísa Tómasdóttir fann sína hillu þegar hún fór að hanna og sauma sviðsfatnað fyrir dragdrottningar og búrlesk-dansara. Hún elskar glamúrinn, pallíett-
urnar og glimmerið sem fylgir starfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eins og hrafninn sem sækir í glingur
Lovísa Tómasdóttir klæðskerameistari elskar glamúr og glimmer. Hún hannar og saumar
búninga fyrir sviðlistafólk eins og dragdrottningar og búrlesk-dansara. Verkefnin eru oft
krefjandi enda skipta búningarnir miklu máli í sýningum kúnnanna. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is