Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 26

Fréttablaðið - 08.09.2022, Síða 26
Ástkær faðir okkar, afi og langafi, Jón Eggert Hvanndal Álfaskeiði 123, Hafnarfirði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. ágúst 2022. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 14. september, kl. 13.00. Dóra Hvanndal Björg Hvanndal R. Achinelli barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, Aðalbjörg J. Hólmsteinsdóttir hússtjórnarkennari, Háaleitisbraut 26, lést á Skjóli þann 29. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Raufarhafnar- kirkju, laugardaginn 10. september, kl. 14. Sérstakar þakkir færum við þeim, sem önnuðust hana síðustu ár hennar, fyrir hlýhug og góða umönnun. Arndís S. Hólmsteinsdóttir Karl Jónsson Gunnar Þór Hólmsteinsson Baldur Hólmsteinsson Sigrún Guðnadóttir Edda Kjartansdóttir systkinabörn og aðrir aðstandendur. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hildur Jónsdóttir Byggðavegi 89, Akureyri, sem lést laugardaginn 6. ágúst sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. september kl. 13.00. Góðar þakkir sendum við þeim sem hafa annast hana og sýnt henni og okkur kærleik og hlýju í veikindum hennar. Synir, tengdadætur og fjölskyldur. Sjálfvirkar hreiðurmyndavélar náðu frábærum myndum við vað- fuglarannsókn á Suðurlandi. arnartomas@frettabladid.is Í vor hófst rannsóknarverkefni við Rann- sóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi þar sem afföll af hreiðrum vaðfugla voru könnuð. Um sextíu hreiðurmyndavélar með hreyfiskynjurum voru nýttar til að fylgjast með hreiðrunum sem náðu frá- bærum myndum af hreiðurræningjum og öðrum gestum. „Í doktorsnáminu mínu var ég að skoða þéttleika vaðfugla í kringum mis- munandi gerðir af landnýtingu á borð við skógrækt, raflínur, hús og vegi,“ segir Aldís Erna Pálsdóttir, verkefnisstjóri rannsóknarinnar. „Við komumst að því að þessir fuglar voru nánast alltaf í lægri þéttleika nálægt þessum hlutum.“ Í kjölfarið var sótt um styrk fyrir annað verkefni til að athuga hvort hreiðrum fuglanna vegnaði verr í nágrenni við þessa hluti og veitti Rannís styrk til þriggja ára verkefnis. „Við keyptum sextíu myndavélar með hreyfiskynjurum sem eru settar við hreiðrin til að fylgjast með þeim,“ útskýr- ir Aldís Erna. „Ein kenningin er sú að dýr eins og hrafnar og refir nýti sér hluti eins og hús eða skóga til að nálgast hreiðrin.“ Rápað með tilgangi Við undirbúninginn fundust alls þrjú hundruð hreiður og var myndavélum stillt upp við sextíu þeirra til að fylgjast með eggjunum og hvernig þeim vegnaði. En hvernig fer maður að því að finna þessi hreiður? Rápar maður bara um þangað til maður rekst á þau? „Það er svolítið þannig. Þegar maður keyrir malarslóða þá sér maður fuglana oft hoppa upp þegar maður keyrir nærri svo það er auðveldast að finna þá þannig,“ segir Aldís Erna. „Sumar teg- undir fela hreiðrin sín í háu grasi og þá þræddum við grasflötinn með reipi en þá flugu fuglarnir upp þegar þeir fengu það í hausinn.“ Niðurstöðurnar leiddu í ljós að egg í sextíu prósentum hreiðranna hefðu klakist. „Ég held að það sé ágætt miðað við mörg lönd. En af þeim fjörutíu prósent- um sem eru étin þá eru einhverjir fuglar sem reyna aftur svo þeir geta stundum verpt aftur ef það er ekki orðið of seint.“ Kjörin tilraunadýr Til þess að koma myndavélunum fyrir þurfti oft að fá leyfi frá landeigendum sem Aldís segir hafa verið mjög sam- vinnuþýða. „Ég held að við höfum aldrei fengið nei nema þegar það voru hestar á svæðinu sem gátu skemmt myndavélarnar,“ segir hún. „Mín tilfinning fyrir þessu er sú að það hafi allir áhuga á þessu og oft leiddi þetta út í langar samræður þar sem fólk vildi vita hvort við hefðum séð refi, hvaða fugla við hefðum séð og svo fram- vegis. Fólki er mjög annt um fuglana og vill vita meira um þetta.“ Bjóstu við að myndirnar kæmu svona vel út? „Alls ekki. Ég var ekki einu sinni viss um að þetta myndi virka almenni- lega,“ segir Aldís Erna sem fann kjörin tilraunadýr til að prufukeyra vélarnar. „Ég prófaði að stilla upp myndavélunum heima hjá mér til að athuga í hvaða fjar- lægð börnin væru í fókus. Þau hlupu auð- vitað fram hjá þeim svona tíu þúsund sinnum á hverjum degi svo ég mældi að kjörin vegalengd væri um það bil tveir og hálfur metri sem reyndist vera full- komið.“ Hægt er að fylgjast með framvindu verkefnisins á Facebook-síðu Rann- sóknaseturs Háskóla Íslands á Suður- landi. n Hreiðurræningjar staðnir að verki með falinni myndavél Svartklæddur glæpon gripinn glóðvolgur með góssið í gogginum. MYNDIR/AÐSENDAR Gestirnir voru ekki allir á eftir eggjunum. MYND/AÐSEND Rebbi kemur auga á vélina. MYND/AÐSEND Aldís Erna Pálsdóttir, fuglafræðingur 1208 Víðinesbardagi er háður. Þar eigast við fylgismenn Guðmundar Arasonar biskups og ættir Ásbirninga og Svínfellinga. 1565 Mölturiddarar aflétta umsátri Ottómana um Möltu. 1636 New College, sem síðar varð Harvard-háskóli, stofnaður. 1727 Eldur kviknar í hlöðu í Cambridge-skíri á Englandi meðan brúðusýning stendur yfir. 78 farast, meiri- hlutinn börn. 1891 Fyrsta hengibrú Íslands er vígð. Hún er yfir Ölfusá. 1905 Sterkur jarðskjálfti ríður yfir Ítalíu. Talið er að allt að 2.500 hafi látist. 1931 Leyfður hámarkshraði íslenskra bíla er hækkaður í 40 kílómetra utan þéttbýlis og í 25 í þéttbýli. 1975 Dagblaðið, frjálst og óháð dagblað, hefur göngu sína. 1978 Íranskir hermenn skjóta á mótmælendur í Te- heran. Á þriðja þúsund látast. Atburðurinn markar upphafið að falli konungsfjölskyldunnar. 1979 Bandaríska söngkonan Pink fæðist. 1987 Íslenska fimmtíu króna myntin er sett í umferð. 1991 Lýðveldið Makedónía verður sjálfstætt ríki. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 8. september 2022 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.