Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Page 5
íslenzkur iðnaður
3
Töjld
*
Saumum T J ö L D af öllum
stærðum og gerðum. — Höf-
um ávalt fyrirliggjandi fjölda
stærðir og margar gerðir. —
*
GE YSIR,
veiðarfæra vers/un.
— Hvað þýðir okkur að vera að keppa við er-
lendan stóriðnað? Hvað þýðir okkur, með okkar
dýra vinnukrafti og rúml. 120 þús. sálna mark-
aði, að ætla að keppa við milljónaþjóðir?
— Það skal fúslega játað, að því eru tak-
mörk sett, hvað hér er hægt að framleiða. En
innan þessara takmarka eru þá einnig geysileg-
ir möguleikar. Það gera sér ekki allir grein fyrir
því, að fjöldi af þeim erlendu iðnfyrirtækjum,
sem hafa selt hingað framleiðslu sína, eru smá-
fyrirtæki — fyrirtæki, sem myndu þakka fyrir
að hafa 120 þús. sálna markað. Það er engin
skynsamleg ástæða fyrir því, að við getum ekki
keppt við þessi fyrirtæki.
Það ræður að líkum, að ýmsum byrjunarörð-
ugleikum verður að ryðja úr vegi, áður en iðn-
aðurinn verður fastur í sessi.
Tollakerfið hefir enn ekki verið lagað eftir
þörfum og sanngirniskröfum iðnaðarins. Þannig
á það sér ennþá stað, að ýms hráefni eru tolluð
margfalt hærra en erlendar framleiðsluvörur. —
Það má hér geta þess, að nú situr á rökstólum
milliþinganefnd, sem á að koma þessu í lag. —
Það fé, sem þjóðin ver til styrktar iðnaðinum á
meðan hann er að koma undir sig fótunum, fær
hún margfalt endurgoldið. Það er um tvent að
velja: Að hlúa að iðnaðinum eftir beztu getu,
þannig að hann verði þess megnugur að skapa
hér fjölbreytt athafnalíf ellegar að bregða fyrir
hann fótum og skipuleggja víðtæka atvinnubóta-
vinnu eða koma á atvinnuleysisstyrkjum.
Mjög örðugur hjalli á vegi iðnaðarins er
skortur á rekstursfé. Bankarnir hafa önnur hlut-
verk og eiga fullt í fangi með landbúnað og sjáv-
arútveg. Hér þarf að koma iðnaðar- og verzlun-
arbanki.
— Sjávarútvegurinn skipar og á að skipa
öndvegissessinn í búskap þjóðarinnar. En það
þurfa að renna fleiri stoðir undir athafnalíf
landsmanna. Á sama tíma sem landbúnaður og
.sjávarútvegur hafa dregið saman seglin, hafa
þjóðinni opnast dyr inn í heim fjölbreyttari fram-
leiðsluhátta. Þetta er stórkostlegt spor í atvinnu-
þróun Islendinga, sem hefir aukið trú allra hugs-
andi manna á framtíðarmöguleikum þjóðarinn-
ar.
Pétur Ó. Johnson.