Íslenzkur iðnaður

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Qupperneq 16

Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Qupperneq 16
14 íslenzkur iðnaður Brennisteinsverksmiðja vi ð N ámaskarð. Fyrir nokkru síSan var hafin bygging á verk- smiðju norður við Mývatn. Þeirri verksmiðju er ætlað það hlutverk að hagnýta aðallega þann brennistein, sem finnst um 5 km. austur af Mý- vatni, í Reykjahlíðarnámum. Á nokkrum stöð- um í Þingeyjarsýslu, öðrum en Reykjahlíðar-- námum, finnst brennisteinn. Næst Reykjahlíðar- námum er Krafla, um 5 km. í norðaustur, síðan svokallaðar Fremri námur, sem eru um 25 km. suður af Mývatni, í nyrztu útjöðrum Ódáða- hrauns, og loks Þeistarreykir, sem eru miðja vegu milli Mývatns og Húsavíkur, þó ekki við veginn, sem liggur frá Mývatni norður að Húsa- vík. Á öllum þessum stöðum finnst brennisteinn, hvergi þó eins mikið og í Reykjahlíðarnámum. Að frátöldum þeim, mun mest vera um brenni- stein í Fremri námum. Þó er þetta með öllu óvíst enn, því hvergi hefir brennisteinninn verið ná- kvæmlega mældur, einungis gerð lausleg áætlun um þann brennistein, sem liggur ofanjarðar í Reykj ahlíðarnámum. Brennisteinninn liggur í smáhrúgum ofanjarð- ar. Það er því raunverulega rangnefni að tala um brennisteinsnámur. Hann myndast úr loft- tegundum, sem streyma upp úr jörðinni. Hvem- ið þessi myndun á sér stað, er ekki með öllu vit- að. Sennilegast er, að upp úr jörðinni streymi brennisteinsvetni (H2S). Þegar það nálgast yfir- borð jarðarinnar, oxyderast nokkuð af þessu brennisteinsvetni vegna áhrifa loftsins og mynd- ast þá úr því brennisteinsdíoxyd (S02). Þegar þessar tvær lofttegundir blandast síðan saman, myndst úr þeim brennisteinn. Margt mælir með því, að myndunin sé í stórum dráttum þessi. Eins og áður er getið, hefir verið gerð lausleg áætlun um brennisteinsmagnið í Reykjahlíðar- námum. I þeirri áætlun var einungis tekið tillit til þeirra brennisteinshvera, sem enn eru „lif- andi“ og eru ofanjarðar. Áætlunin var, að í þess- um hverum væru a. m. k. 3000—4000 tonn af hreinum brennisteini. Nú er það vitað, að hver- irnir breyta sér oft, kólna og myndast síðan kannske á öðrum stað. Yfir þessa kólnuðu hveri fýkur sandur, og þeir sjást ekki, nema borað sé eftir þeim. í Reykjahlíðarnámum og Kröflu hafa fundizt sandorpnir og kólnaðir brennisteinshver- ir. Enn hefir þó ekki verið leitað eftir þessum hverum sérstaklega með borunum. Það má þó telja fullvíst, að töluvert af brennisteini muni finnast, þegar farið verður að bora eftir honum. Það verður gert á næstu árum. í þeim hverum, sem enn eru lifandi, myndast stöðugt breinnisteinn. — Hvað þessi myndun er

x

Íslenzkur iðnaður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzkur iðnaður
https://timarit.is/publication/1690

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.