Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Side 17

Íslenzkur iðnaður - 01.12.1938, Side 17
íslenzkur iðnaður 15 DÓSAVERKSMiÐJAN H.F Smíðum dósir og brúsa úr blikki í margs konar litum og undir hverskonar efni sem er, svo sem fyrir niðursuðuvörur allskon- ar, málningarvörur, bón og skósvertu, creme, smurfeiti o. fl. o. fl. — Einasta blikkumbúðaverksmiðja landsins. Unnið með sjálfvirkum vélum af full- komnustu gerð. DÓSAVERKSMIÐJAN H.F S í m i 2 0 8 5. ör, er með öllu óvíst, og sömuleiðis hvort hægt muni vera að ,,aðstoða“ náttúruna við þessa myndun. Margt bendir þó til þess, að myndunin sé nokkuð ör og ennfremur, að „aðstoð“ við nátt- úrlega myndun brennisteinsins muni ekki verða árangurslaus. Á næstu árum verður þetta rann- sakað til hlýtar. Brennisteinninn, sem finnst í námunum, er ekki hreinn. í honum eru, auk vatns, 10—15% af óhreinindum, aðallega kísilsýru. — Brenni- steinninn óhreinsaður er óseljanlegur. Það er því tilgangur þeirrar verksmiðju, sem nú er verið að byggja uppi við Reykjahlíðarnámur, vestanvert við Námaskarð, að hreinsa þann brennistein fyrst og fremst, sem finnst í Reykjahlíðarnám- um. Ef sá rekstur borgar sig, er fyrirhugað að hagnýta einnig þann brennistein, sem finnst á öðrum stöðum í Þingeyjarsýslu. Er líklegast, að hann verði þá fluttur óhreinsaður að verksmiðj- unni við Námaskarð og hreinsaður þar. Verksmiðjan, sem nú verður byggð, á að vinna 500—600 tonn af hreinum brennisteini á ári. Ef rannsóknir næstu ára staðfesta að einhverju leyti þær vonir, sem gerðar eru til þess magns af brennisteini, sem nú liggur í námunum og enn fremur til myndunar á nýjum brennisteini, er það líklegt, að þessi verksmiðja verði stækkuð fljót- lega. Allur sá brennisteinn, sem unninn verður í þessari verksmiðju, verður fluttur út frá Húsa-< vík. Ef engin óhöpp koma fyrir, er gert ráð fyrir, að verksmiðjan geti tekið til starfa í aprílmán- uði næstkomandi. Jón E. Vestdal.

x

Íslenzkur iðnaður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzkur iðnaður
https://timarit.is/publication/1690

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.