Bræðrabandið - 01.06.1946, Page 8
- 8 -
lítið» Hún hafði mikla ábyrgð á hendi og á henni hvílöu
þungar byrðar, þar sem hún hafði yfirumsjón trúboðsstarfs-
ins í öllum heiminum. Jafnvel á síðustu arxim æfi sinnar
skrifaði hún athyglisverð tíðindi, og annaðist mikil bréfa-
viðskifti. Þegar með þxirfti átti hún mikilsverðar samræður
við leiðtoga safnaðarins. Eg hafði ekkert tilkall til tíma
hennar. Tvisvar á dag, við miðdagsmáltíðina og kvöldlestur-
inn, sem var samfara bæn, mætti hún með allri fjölskyldunni.
Stundum eftir þessi tækifæri staðnæmdist hún og talaði við
mig í nokkrar mínútur. Fyrir þessi handahófssamtöl kynntist
eg henni best.
Dag nokkurn er eg var að pressa fötin mín í elöhús-
inu, gekk systir White fram hjá mér gegn um eldhúsið og út í
garðinn með sólskinshattinn sinn á höfðinu. Hún var þrek-
lega vaxin. Gekk með stuttum skrefum en hröðum hreyfingum,
og með léttu og hljóðlausu fótataki var hún komin á móts við
mig. Eg hugsaði að hún hefði ekki veitt mér eftirfekt, en
skynd'ilega vék hún sér að mér, gekk að strokf jölinni og fór
að tala við mig. Fljótlega beindist samtalið að börnum henn-
ar. "Þegar þau voru lítil, varð eg svo oft að fara frá þeim"
sagði hún með sorgarhreim í röööinni. "Eg varð svo oft að
fela öðrum að varðveita þau, en fæstir þeirra elskuðu þau,
eða höfðu hugmynd um hvernig atti að uppala þau. Eg þráði
að vera hjé börnunum mínvun á þessum hættutímum, en Guð sagði
mer að fara, og minn kærleiksríki himneski faðir frelsaði
þau undursamlega þrátt fyrir margar reynslur og þrengingar.
Svo gaf hann mér önnur börn svo þúsundum skipti, nefnilega
Guðs bcrn, sem eg elska mjög mikið."
"Þú ert einn af börnum mínum," sagði hún með blíðu
augnatilliti. "Ert þú ekki einn meðal barna minna?" Eg,
hneigði mig til samþykkis með tarin í augunum, án þess að
segja nokkuð. Hun. lét henöur sínar falla niður á mínar
hendur eitt augnablik, skínandi bros lók um andlit hennar,
og þar með var hún horfin,
Kæru ungu bræður og systur. Guð gefi að þið, þegar
þið lesið bækur str. White, hafið hugfast að hún elskaði
unga fólkið. Það er bæn mín til Guðs, að þið mættuð skilja
heitustu óskir hennar ykkur til handa þegar hún skrifar:
"Fyrir starfsemi mikils fjölda ungra liðsmanna, er fengið
hafa sanna menntun, mun boðskapurinn um hinn krossfesta,
BSjSBBABANDIB