Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.06.1946, Blaðsíða 9
- 9 - upprisna og brátt komandi Frelsara verða boðaður um allan heim." Og ennfremur: "Mesta vöntunin í heiminum er skortur á trúföstum mönnum, sem ekki vilja láta kaupa sig né selja. Mönnum, sem innst í hjarta sínu eru sannir og heilagir, og sem ekki eru hræddir við að nefna syndina réttu nafni. Mönnum, sem samviskan er jafn réttstæð gagnvart skyldunum eins og áttavitanálin bendir ætíð á norðurpólinn. Mönnum, sem standa fast með því, sem rétt er, jafnvel þott himininn falli saman." A. Magnússon þýddi. "Heykjavík, 1. máí 1946 Á hinurn fjölsótta fundi kvenna, sem haldinn var í Reykjavík 15. f.m,, var svohljóðandi tillaga samþykkt í einu hljóði: "Almennur kvennafundur í Reykjavík, haldinn mánudaginn "15. apríl 1946, skorar hér með á allar íslenskar konur "að vinna af alefli gegn áfengisnautn. TFundurinn lítur svo á, að stefna beri að tvöföldu ynsrki, annars vegar sköpun heilbrigðs almenningsálits "um þessi efni og hins vegar algerðu aðflutningsbanni "áfengis. "Fundurinn telur að stuðlað verði að háðum hliðum þessa "máls með því að safna undirskriftum undir áskorun til "Alþingis um þjóðaratkvöðagreiðslu um aðflutningsbann- "eins fljótt og fært þyki. Við undirritaðar, sem kosnar vorum á fundinum til þess að hrinda máli þessu í framkvæma, leyfum okkur hér með að beina til yðar fyrirspurn vun það, hvort félag yðar muni vilja taka þátt í þeirri allsherjarbaráttu gegn áfengisböli þjóðarinnar, sem fundurinn taldi knýjandi nauðsyn að hafin yrði. Ef þér viljið sinna þessari málaleitun, biðjum við yðcr vinsamlegast um að kjósa fulltrúa til samstarfs við okkur. Við leyfum okkur að vænta heiðraðs svars yðar eins fljótt og unnt er. BRÆÐRABANDIÐ

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.