Bræðrabandið - 01.06.1946, Page 11
/
- 11 -
ÓAN EE KOMIN
Ertu komin með ljúfu ljóðin,
litli. biíðróma fuglinn minn?
Ylja sálunni hlýju hljáðin,
hjartað fagnar rið sönginn þinn,
Boðar hann mér voriíð vana,
vor með sól og haga grœna,
Ertu kominn með ljúfu ljóðin,
Xitli, tlíðróma fuglinn minn?
Sit eg lengi og hluta hljóður,,
hugur reikar um farinn veg»
Þáð er góðvinar glaður óður,
gamalkunnur, sem heyri eg,
þegar litla lóan kæra
lofgerð sína er að færa,
sit eg lengi og hluta hljóður,
hugur reikar um farinn veg.
Hversu langt sem eg lít til baka,
lóan kernur með gull í mund.
Heiðarfuglinn þá heyrist kvaka,
hýrnar svipur og glaðnar lunö.
Það er eins og vetur víki,
vorið taki þá við ríki.
Hversu langt sem eg lít til baka,
lóan kemur með gull í múnö.
Syngöu, fuglinn minn, sorg úr hjarta,
syngöu vonirnar þangað inn,
syngdu um dagana sólar-bjarta,
syngöu er skúrirnar falla á kinn.
Okkur þig til gleði gefur
Gjafarinn, er skapað hefur.
Syngdu, fuglinn minn, sorg úr hjarta,
syngöu vonirnar þangað inn.
E. G. •
BBÆÐRABANDIÐ