Austurglugginn


Austurglugginn - 30.04.2010, Page 2

Austurglugginn - 30.04.2010, Page 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 30. apríl Þarf þitt fyrirtæki að auglýsa? Auglýsingasími Austurgluggans er 477 1571 netfang auglysing@austurglugginn.is Íslandsperlur| Um helgina verður ferðasýningin Íslandsperlur haldin í Perlunni í Reykjavík. Að sýningunni standa markaðstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Höfuðborgarstofa, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Markaðsstofa Austurlands, ásamt menningar- og ferðamálafulltrúum sveitarfélaganna, kynna austfirskar náttúruperlur og ferðaþjónustu og er kynningin tengd sjávarsíð- unni, hálendi og skógi og náttúrau í handverki, hönnun og matvælum. Austfirskar krásir taka einnig þátt í kynningunni. Byggðasamlag | Á aukaaðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi í sl. viku var samþykkt að stofna sam- eiginlegt byggðasamlag utan um félagsþjónustu og þjónustu við fatl- aða. Þjónustusvæði verða áfram tvö. Málefni fatlaðra flytjast frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót. Uppi eru hugmyndir um að fleiri verkefni, og þá til dæmis á sviði heilbrigðis- og menntamála, verði seinna færð undir byggðasamlagið. Fíkniefni | Átta menn voru sl. helgi teknir í Fjarðabyggð með fíkniefni. Lögreglan á Eskifirði stöðvaði mennina á Eskifirði, Reyðarfirði og í Neskaupstað, ýmist á skemmti- stöðum eða í bifreiðum. Efnin sem fundust voru í litlum skömmtum og voru sjö með amfetamín og einn með kannabis. Jafnframt mun einn mann- anna hafa verið vopnaður tveimur hnífum, en beitti þeim ekki gegn lögreglu. Hoffell í slipp | Skip Loðnuvinnsl- unnar á Fáskrúðsfirði, Hoffell, land- aði á þriðjudag síðasta farmi sínum af kolmunna á þessari vertíð. Kvótinn er þar með búinn og fer skipið nú í slipp á Akureyri. Næstu verkefni Hoffellsins verða veiðar á Norður- Íshafssíld og makríl. Bæjarstýra Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir, upp- lýsti á þriðjudag að hún sækist ekki eftir endurráðn- ingu í starfið á næsta kjörtímabili. Helga afhenti bæjarráði bréf þar sem þetta kemur fram. Ráðning hennar rennur út um miðjan júní nk. og hefur hún starfað sem bæjarstýra frá árinu 2006. Samkvæmt heimildum Austurgluggans hefur þetta legið fyrir frá áramótum og var óskað eftir stað- festingu frá bæjarstýrunni áður en kosningabarátta vegna sveitarstjórnarkosninga seint í maí hefðist fyrir alvöru. Frambjóðendur þeirra lista sem bjóða fram í Fjarðabyggð hafa ýmist sagst vilja hafa Helgu áfram í embætti eða ekki og ljóst að um það hafa verið mjög skiptar skoðanir innan allra listanna. Helga þykir að mörgu leyti hafa staðið sig mjög vel í starfi bæjarstýru og nauðsynlegt þótti að fá utanað komandi manneskju í starfið árið 2006, m.a. til að styrkja sameiningarþáttinn í Fjarðabyggð. Innsýn og þekking í stjórnsýslu er talinn hennar höfuðkostur ásamt miklum myndugleik, en ókostur hversu einráð hún þykir og að hún hafi hvorki náð starfsfólki sveitarfélagsins saman né höfðað til fólksins sem býr í sveitarfélaginu. Hún sé bæjarstjóri stjórnsýslunnar en ekki bæjarstjóri fólksins. Fjögur ár feykinóg ,,Þetta er ekki ný ákvörðun fyrir mig,“ sagði Helga í samtali við Austurgluggann. ,,Ég réði mig í fjögur ár og það hefði verið ný ákvörðun að halda áfram. Þetta hefur verið lærdómsríkur og góður tími en ég á mínar rætur og fjölskyldu fyrir sunnan. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í upp- byggingunni hérna en nú ráða ýmsar persónulegar ástæður því að mér finnst tímabært að snúa til baka. Ég hef aldrei ráðstafað tíma mínum lengur en nokkur ár í senn.“ Líklega má segja að Helga Jónsdóttir hafi átt stóran þátt í að nútímavæða sveitarfélagið og þó hún vilji ekki orða það þannig þá segist hún hafa reynt að yfirfæra lærdóma af langri reynslu inn í stjórnsýslu til Fjarðabyggðar og vonandi til gagns. Um það á hvaða leið Helga sé eftir að bæjarstýru- starfi hennar lýkur, segist hún alltaf á kafi í þeim verkefnum sem hún fæst við hverju sinni og hafi því ekki hugsað mikið um hvað taki við. Spurð hvaða verkefnum hún vilji helst ljúka áður en hún hverfur úr starfi segir hún flest verkefnin taka langan tíma í þróun og sem dæmi megi nefna tvö sem hún hafi einmitt fundað um daginn sem við- talið er tekið. ,,Annað er flutningur og endurgerð Franska spítalans við Fáskrúðsfjörð og hitt verk- efni með Þróunarfélaginu til að kanna nýjar leiðir í almenningssamgöngum í samvinnu við dreif- býlissveitarfélög í nágrannalöndum. Ég vona að báðum þessum verkefnum ljúki farsællega þótt ég hverfi á braut og að þau geti styrkt bæði atvinnu og mannlíf hér.“ Helga segir engan vafa leika á að styrkur sveit- arfélagsins verði betur nýttur með auknu samstarfi. ,,Því meiri sem samstaðan er, samhugurinn og skynjunin á sameiginlegum hagsmunum þeim mun meiri verður styrkur Austurlands í samskiptum við aðra landshluta. Í þessu mega menn þó ekki fara fram úr sjálfum sér. Frá því að ég sá gömlu austfirsku hugmyndirnar frá miðri síðustu öld um fylkin, sem Smári Geirsson hefur kynnt, hef ég velt því fyrir mér hvað framkvæmd þeirra hefði þýtt fyrir þjóðfélagsþróun á Íslandi. Með miklu meiri sjálfsstjórnarrétti landshlutanna, sjálfstæð- ari tekjuöflun og beinni ábyrgð, hefðu samskipti landshlutanna kannski þróast með farsælli hætti en raunin er.“ Sömu forsendur En verður tilhneyging til að leita að bæjarstjóraefni meðal heimamanna í Fjarðabyggð? Heimildamenn Austurgluggans telja að sú verði raunin, en trauðla verði þeir teknir af framboðslistunum þar sem seint myndi nást samstaða innan sveitarfélagsins um slíkt og það gæti ögrað sameiningarþáttum Fjarðabyggðar verulega. Þó gæti það orðið nið- urstaða samkomulags í meirihlutamyndun. ,,Ég held að ég eigi sem minnstar skoðanir að hafa á því. Það verður verkefni nýrrar bæjarstjórnar að velja eftirmann minn og ég vona og treysti að hún taki þær ákvarðanir sem bestar eru í þágu íbúa þessa sveitarfélags. Sameining sveitarfélaga er ekkert áhlaupaverk og tekur fleiri kjörtímabil en eitt þannig að mörg óleyst verkefni bíða þótt afar margt hafi áunnist,“ segir Helga Jónsdóttir, bæj- arstýra Fjarðabyggðar fram í júní. Líklegast að nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar verði úr röðum heimamanna Bæjarstýra lýkur störfum í júní Helga Jónsdóttir tók við starfi bæjarstýru í Fjarðabyggð árið 2006. Hún lýkur störfum í júní nk. Mynd/SÁ. Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 21. apríl, var tekið fyrir bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, en nefndin hefur verið með fjármál nokkurra sveitarfélaga til skoðunar eftir mikinn halla- rekstur þeirra árið 2008 í kjölfar bankakreppunnar og falls íslensku krónunnar. Á fundi bæjarstjórn- arinnar var eftirfarandi bókun gerð um málið: „Í ljósi hallareksturs á árinu 2008 hefur Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga verið með rekstur sveitarfélagsins til athugunar. Með bréfi sínu þann 13. apríl sl. tilkynnir nefndin að hún muni ekki aðhafast frekar í málinu. Ákvörðunin byggir á þeim gögnum sem sveitarfélagið hefur lagt fram þar sem m.a. er gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri og að afgangur verði af rekstrinum. Eftirlitsnefndin muni þó áfram fylgjast með framvindu rekstrar og fjárhagsáætlunar.” Fljótsdalshérað Eftirlitsnefnd aðhefst ekki frekar

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.