Austurglugginn


Austurglugginn - 14.08.2008, Side 1

Austurglugginn - 14.08.2008, Side 1
ISSN1670-3561 Fréttablað Austfirðinga Verð í lausasölu kr. 350 Fimmtudagur 14. ágúst 32. tbl. - 7. árg. - 2008 ÞÚ ERT Á GÓÐUM STAÐ Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Mjóifjörður Neskaupstaður FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is Sunnudaginn 10. ágúst var haldinn markaður í Viðarsbúð á Fáskrúðsfirði. Á boðstólnum var fjölbreyttur varningur af ýmsu tagi svo sem handverk, nýupptekið grænmeti, brauð, síld, prjónles og broddur. Mynd: Albert Eiríksson Hin árlega hátíð Héraðsbúa, Ormsteiti, er að hefjast. Umfangsmikil dag- skrá hefur verið sett upp af skipuleggjendum hátíðarinnar. Dagskrána er að finna í sérstökum bæklingi sem var dreift í hvert hús í fjórðungnum. Einn af hápunktum Ormsteitis má fullyrða að sé hverfahátíðin á Vilhjálmsvelli þar sem stórkarnivalhátíð verður sett upp. Allir íbúar Austurlands hafa verið boðnir velkomnir. Nánar á bls. 3. Markaðsdagur á FáskrúðsfirðiStórkarnival á Vilhjálmsvelli Múlastofa á Vopnafirði var opnuð á laugardag. Sýningarhönnuðurinn, Björn G. Björnsson, leiðir hér aðstandendur Jóns Múla og Jónasar Árnasona um sýninguna. Mynd: GG Magni Fannberg, sem sagt var upp á dögunum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjarðabyggðar og knattspyrnudeild KFF hafa ekki náð samkomulagi um starfslokagreiðslu vegna uppsagnar- innar. Magni gerði þriggja ára samning við KFF í vetur. Hann lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að í samningnum séu engin uppsagnarákvæði og því beri KFF að greiða honum út samnings- tímann. Samkvæmt heimildum Austurgluggans er uppsagnarákvæði í samningnum eftir sumarið 2009. KFF þyrfti því í versta falli að greiða Magna laun út sumarið 2009. Það er hins vegar túlkunaratriði á samn- ingnum hvort KFF þarf að borga Magna áfram laun fái hann aðra vinnu. Stjörnulögfræðingur Stjórn KFF hefur ráðið lögfræð- inginn Vilhjálm H. Vilhjálmsson til að sjá um samningsgerð fyrir sína hönd. Bjarni Ólafur Birkisson, for- maður KFF, segir samningaviðræður standa yfir. “Það fer vonandi að skýr- ast hvernig málin þróast. Við erum að reyna að komast að niðurstöðu,” segir Bjarni sem neitar að gefa upp ástæður uppsagnar Magna. “Það er eitthvað sem kemur fram þegar við göngum frá málinu. Ástæður verða líklegast gefnar út í samráði við Magna,” segir Bjarni. Bjarni segir að Elvar Jónsson og David Hannah muni klára tímabilið sem þjálfarar liðsins. Vilberg Marinó Jónasson mun verða þeim innan handar. “Við munum klára tíma- bilið svona. Við náðum mikilvægum stigum nú í síðustu leikjum og erum með tryggari stöðu í deildinni. Eftir tímabilið setjumst við niður og förum yfir þjálfaramálin. Mikilvægast er að sanka að sér stigum nú á seinni hluta leiktímabilsins,” sagði Bjarni Ólafur. Ekki náðist í Magna Fannberg við gerð fréttarinnar. Lögfræðihnútur hjá KFF

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.