Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 10
10 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 14. ágúst
Árný Eiríksdóttir er yf ir Kaffihúsinu
á Eskifirði sem opnaði í byrjun júní.
Hún segir sumarið hafa gengið vel þrátt
fyrir að hún kynni varla á kaffivélina
þegar opnað var.
„Við opnuðum á fimmtudeginum
fyrir sjómannadagshelgina. Þegar
klukkuna vantaði tvær mínútur í átta
var enginn kominn en á slaginu átta
fylltist allt,“ segir Árný. Kaffihúsið
er rekið í nafni Tandrabergs sem til
þessa hefur sérhæft sig í löndunum
fiskiskipa. Húsið að Strandgötu 10
var keypt til að hýsa starfsmenn fyrir-
tækisins. Þar var matsalur og eldhús
og alltaf tveir starfsmenn sem sáu
um matinn. „Við nýttum tækifærið
til að bjóða upp á það sem allir töl-
uðu um að vantaði. Ég stökk út í
djúpu laugina því ég kunni varla að
búa til kaffi. Kaffivélin kom daginn
fyrir opnun en enginn starfsmaður
með henni til að kenna okkur á hana
eins og ég bjóst við. Stelpurnar tóku
sér tíma og lærðu á hana í tíma fyrir
opnunina.“ Árný segir Eskfirðinga
hafa tekið vel á móti Kaffihúsinu.
„Það eru allir mjög jákvæðir og lýst
vel á þetta. Ferðamönnum líður vel
hér, finnst staðurinn kósí og gaman
á pallinum fyrir utan. Við höfum
fengið töluvert af eldra fólki sem
kann ekki á Cappuccino eða Swiss
Mocca en finnst þetta spennandi.
Þó það kaupi sér bara svart hefur
það val og spyr.“
Auk Árnýjar eru þrjár stúlkur hjá
henni í afgreiðslu. Hún segist ekki
hafa ætlað að standa í henni sjálf
en eigendur rekstrar verði að vera
tilbúnir að hlaupa í ýmis verk. „Ég
ætlaði að panta inn og sjá um rekst-
urinn en það er betra að hafa nóg að
gera. Vinnudagurinn er frá morgni
til kvölds og maður er oft drullu-
þreyttur þegar maður kemur heim.
Þetta er ekki erfiðisvinna en svolítið
stapp á stundum,“ segir Árný sem
lengst af starfaði í frystihúsinu. Hún
segir staðinn kominn til að vera en
ætlar að prófa sig áfram með opn-
unartíma og matseðil. „Við minnkum
alla veganna ekki við okkur.“ GG
Kaffihúsið á Eskifirði
„Kunni varla að
búa til kaffi“
Árný Eiríksdóttir: „Við höfum fengið töluvert af eldra fólki sem kann ekki á Cappuccino eða
Swiss Mocca en f innst þetta spennandi. Þó það kaupi sér bara svart hefur það val og spyr.“
Mynd: GG
Skógrækt ríkisins bauð í seinustu viku
til vínsmökkunar í Hallormsstaðaskógi.
Boðið var upp á birkivín frá
Suðurlandsdeildinni.
Það er Daninn Morten Leth sem
forystu hefur haft í víngerðinni hjá
Skógræktinni í Haukadal. „Þetta er
birkivín úr Chateau Haukadalur.
Við söfnuðum safa í apríl og maí og
brugguðum átta gerðir af birkivíninu.
Í fyrra gerðum við prufu með birki-
síróp og vildum halda áfram í ár með
birkivín og birkiís,“ sagði Morten.
Styrkleiki vínsins er 6,5-13,9 pró-
sent. Meðal gesta í vínsmökkuninni
virtist mest ánægja með birkivín með
léttum sítrónukeimi sem gengið gæti
sem svaladrykkur. Þór Þorfinnsson,
skógarvörður á Hallormsstað, fagnaði
tilraunum manna til vinnslu afurða
úr skóginum. „Fyrir tæpum tuttugu
árum fóru menn af stað fyrir austan,
söfnuðu birkisafa, sendu í mjólk-
urstöðina á Egilsstöðum og reyndu
að brugga. Þar gekk á ýmsu en ég
held að menn hafi aðallega drukkið!“
GG
Vínsmökkun í Hallormsstaðaskógi
Bruggar birkivín
Morten Leth, stoltur af framleiðslunni. Mynd: GG
Jón Loftsson, skógræktarstjóri, skálar við gesti. Mynd: GG