Austurglugginn


Austurglugginn - 14.08.2008, Blaðsíða 14

Austurglugginn - 14.08.2008, Blaðsíða 14
14 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 14. ágúst Hljómsveitin Miri heldur í vikunni tvenna kveðjutónleika. Ástæðan er að meðlimir hljómsveitarinnar flytjast með haustinu allir til Reykjavíkur. Hjalti Jón Sverrisson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir sveitina ætla að taka upp breiðskífu í vetur og herja á tónleikamarkaðinn. Upptökustjóri plötunnar hefur unnið með fjölda heimsþekktra listamanna. Hljómsveitin hefur komist að sam- komulagi við upptökustjórann John Congleton, sem meðal ann- ars hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og R. Kelly, The Polyphonic Spree, Modest Mouse, Marilyn Manson, Antony and the Johnsons, Celine Dion og söngv- aranum Bono úr U2, svo fáein dæmi séu tekin. Hann er rúmlega þrítugur Bandaríkjamaður, hefur verið til- nefndur til Grammy verðlauna og rekur eigin hljómsveit, The Paper Chase. „Hann hafði samband við okkur á MySpace og sagðist hafa gaman af tónlistinni. Við spjölluðum saman og hann lýsti yfir að hann hefði áhuga á að vinna með okkur,“ segir Hjalti Jón. „Við stefnum að því að taka upp plötuna í vetur, mögulega í stúdíóinu hans í Texas. Við vinnum í að finna stað- og dagsetningu sem henta báðum aðilum. Við stefnum að því að hann taki upp alla plötuna.“ Hjalti Jón segir hljómsveitina þurfa að yfirgefa Austurland til að skapa sér nafn auk þess sem hann vonast til að sjóndeildarhringurinn víkki. „Ég held það sé hollt fyrir hljóm- sveitir að komast aðeins úr sínu heimaumhverfi. Við fáum þannig nýja sýn frá öðru fólki á okkur sem hljómsveit. Eins gott og það er að þekkja alla fyrir austan getur það líka verið galli. Austurland er ekki nógu stór vettvangur ef maður ætlar sér stóra hluti í tónlistinni. Þar er ágætis grunnaðstaða en ekki til að taka upp stóra stúdíóplötu. Við þurfum líka að fylgja plötunni eftir til að skapa hljómsveitinni nafn. Við ætlum okkur að komast inn í flóruna í Reykjavík en ekki vera á hliðarlín- unni eins og gerist með hljómsveitir utan af landi.“ Fyrri tónleikarnir verða í tjaldinu við Café Nielsen í kvöld klukkan níu og þar spilar hljómsveitin Dætur Satans með. Á laugardag spilar hljómsveitin á Seyðisfirði við Angró á Seyðisfirði klukkan 15:30. Í tilkynningu frá sveitinni segir að ekkert kosti inn á tónleikana en það kosti út af þeim. „Það er að segja þegar fólk fer af tón- leikunum ber því að borga upphæð sem er í samræmi við upplifun þess á þeim.“ Hjalti segir þetta orðalag sett fram í gríni, ákveðið hafi verið að hafa frítt á tónleikana en frjáls framlög séu vel þegin. „Það er dýrt að taka upp plötu.“ Hann segir hljómsveitina fyrst og fremst vilja þakka heimaslóðum fyrir sig - í bili. GG Miri kveður Austurland - Heimsþekktur upp- tökustjóri tekur upp plötu sveitarinnar Takk fyrir í bili. Óttar Brjánn Eyþórsson, gítarleikari, Ívar Pétur Kjartansson, trommuleikari og Hjalti Jón Sverrisson, bassaleikari Miri. Mynd: GG Fjarðabyggð tapaði á þriðjudagskvöld fyrir ÍBV 0-1 í 1. deild karla í knatt- spyrnu. Augustine Nsumba skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu. Nsumba tók boltann viðstöðu- laust á lofti og afgreiddi hann upp í fjærhornið eftir að David Hannah hafði mistekist að skalla boltann almennilega frá markinu. ÍBV herti tökin á leiknum í seinni hálfleik og Fjarðabyggð fékk fá alvöru færi. Framan af leik átti Fjarðabyggð í fullu tré við efsta lið deildarinnar. Besta færi liðsins fékk Stefán Þór Eysteinsson en Albert Sævarsson varði skot hans glæsilega. Leikmenn Fjarðabyggðar börðust vel gegn aðgangshörðu og líkamlega sterku Eyjaliði. David Hannah, þjálfari Fjarðabyggðar, var ánægður með baráttu leikmanna sinna. „Mér fannst lítill munur á liðunum og við verðskulduðum að minnsta kosti eitt stig. Mér finnst viðhorf leikmannanna vera orðið allt annað. ÍBV vinnur líklega deildina en strákarnir sönnuðu fyrir mér í kvöld að þeir eru fullt eins góðir og leikmenn annarra liða.“ Hannah sagðist hafa unnið með líkamlegt ástand og þol leikmanna á seinustu æfingum. Hann sagðist hvorki geta né vilja svara hvort það hefði verið í ólagi framan af tíma- bilinu. „Við sáum í kvöld lið sem hljóp í 90 mínútur. Við höfum unnið með líkamlegt ástand leikmanna á seinustu æfingum og þeir hafa tekið því vel. Hraðinn á æfingunum hefur verið góður og við fengið átta stig af seinustu tólf mögulegum. Ég er ánægður með frammistöðuna í kvöld en ekki það að tapa. En ef leikmenn- irnir sýna svona baráttu í hverjum leik hef ég engar áhyggjur af þeim. ÍBV skoraði heppnismark en fengu utan þess fá færi og síst betri en við.“ Fjarðabyggð mætir Leikni Reykjavík á laugardag. GG 1. deild karla „Viðhorf leik- manna allt annað“ Í loftköstum. Sveinbjörn Jónasson með boltann. Mynd: GG Snær heims- meistari Snær Seljan Þóroddsson, glímu- maður frá Reyðarfirði, varð um helgina heimsmeistari í glímu. Snær sigraði í -81 kg flokki karla með fimm vinninga, fullt hús. Þetta var fyrsta heimsmeistara- mótið í íslenskri glímu sem fram fór í Hróarskeldu í Danmörku. GG Höttur í úrslit Höttur tryggði sér í seinustu viku sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í knattspyrnu þegar liðið lagði Sindra 1-2 á Hornafirði. Sigríður Baxter skoraði sigurmark Hattar. Lejla Cardaclija jafn- aði fyrir Sindra eftir að Elísabet Sara Emilsdóttir kom Hetti yfir. Völsungur fylgir Hetti í úrslita- keppnina, spurningin er hvort liðið vinnur riðilinn. GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.