Austurglugginn - 14.08.2008, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 14. ágúst AUSTUR · GLUGGINN 15
Höttur vann mikilvægan 1-2 sigur
á Tindastóli í 2. deild karla í knatt-
spyrnu í seinustu viku. Tómas
Arnar Emilsson kom Hetti yfir en
Sauðárkróksmenn jöfnuðu á loka-
mínútu fyrri hálfleiks. Sigurmark
Hattar skoraði Þórarinn Máni
Borgþórsson tíu mínútum fyrir leiks-
lok. Freyr Guðlaugsson, sem Höttur
fékk lánaðan frá Fylki, lék sinn fyrsta
leik fyrir félagið. Höttur hefur með
misjöfnu gengi í sumar dregist inn í
þéttan hóp liða í deildinni sem eru
í fallhættu en eftir sigurinn munar
sjö stigum á Hetti, sem er í 6. sæti
með 19 stig og neðsta liðinu.
Höttur tekur á móti Aftureldingu á
Vilhjálmsvelli klukkan 14:00 á laug-
ardag. GG
Lið Hugins er komið í úrslitakeppni
þriðju deildar karla í knattspyrnu og
lið Sindra vantar eitt stig til að gull-
tryggja sig inn.
Leikur Leiknis og Sindra á
Fáskrúðsfirði réði miklu um fram-
tíð liðanna í riðlinum. Með sigri
hefði Leiknir náð Sindra að stigum
í öðru sætinu, sem veitir þátttökurétt
í úrslitakeppninni. En Hornfirðingar,
sem komu úr 2. deild í fyrra, sýndu
styrk sinn og unnu 1-2 með mörkum
Kristins Þórs Guðlaugssonar og
Emir Murtic, sitt í hvorum hálf-
leik. Uche Asika jafnaði fyrir Leikni.
Sindri hefur átján stig í öðru sæti
og leik til góða á bæði Hugin og
Leikni en Leiknir hefur 12 stig í
þriðja sæti.
Huginn hefur tuttugu stig í efsta
sætinu. Birgir Hákon Jóhannsson,
Friðjón Gunnlaugsson og Brynjar
Skúlason skoruðu mörkin í 2-3 sigri
á Dalvík/Reyni þar sem Huginn lenti
tvisvar undir. Næstseinasta umferð
riðilsins fer fram um helgina, Sindri
heimsækir Dalvík/Reyni og Spyrnir
tekur á móti Leikni á sunnudag
klukkan 19:00. GG
Í sumar var tekinn í notkun níu
holu golfvöllur í landi Kollaleiru í
Reyðarf irði. Félagar í Golfklúbbi
Fjarðabyggðar hafa byggt upp völl-
inn í sjálfboðavinnu. Félagar í
klúbbnum ætla að halda áfram og
byggja upp fyrsta átján holu golfvöll-
inn á Austurlandi.
„Þetta er þriðja svæðið sem við höfum
haft augastað á,“ segir Sigurjón
Baldursson, formaður klúbbsins.
„Við horfðum fyrst inn í Grænafell
en síðan voru stórar hugmyndir um
völl á Hólmum utan við álverið.
Síðan kom þetta til þegar búskap
var hætt á Kollaleiru. Okkur finnst
þetta besta svæðið, það er nánast við
bæjardyrnar og það hefur sýnt sig í
því að það laðar að börn og unglinga.
Það hefur myndast mikill golfáhugi
á svæðinu meðal yngri iðkenda sem
ekki var fyrir.“
Klúbburinn var stofnaður árið 2004
undir nafni Golfklúbbs Reyðarfjarðar
en nafninu var breytt fyrir tveimur
árum. Vallargerðin hófst í fyrra þegar
gerðar voru sex holur en þremur var
bætt við í sumarbyrjun. Úthlutun
svæðisins er til bráðabirgða en þegar
hún hefur verið staðfest verður
haldið áfram með uppbygginguna.
„Við stefnum upp í átján holu völl
í framtíðinni,“ segir Sigurjón. „Við
ætlum að byggja níu holur upp á
austursvæðinu og endurgera þessar
eldri innan einhverra ára. Með þessu
yrði til fyrsti átján holu golfvöll-
urinn á Austurlandi og það er ekki
fyrirsjáanlegt að slíkur völlur verði
byggður annars staðar. Heilbrigð
skynsemi segir okkur að það hlýtur
að vera hlutfallslega ódýrara að reka
hverja braut á stærri velli.“
Völlurinn var byggður upp í sjálf-
boðavinnu og fyrir félagsgjöld klúbb-
meðlima. Sigurjón er ánægður með
aðsóknina, þar sem upp í þrjá-
tíu manns eru á vellinum í einu á
góðum dögum, og jákvæð viðbrögð
Reyðfirðinga. „Við höfðum frítt inn
á völlinn í ár því við viljum hlúa að
nýliðuninni með að gefa fólki kost
á að prófa sig áfram án þess að eyða
miklum peningum. Völlurinn var
byggður upp í sjálfboðavinnu og
í klúbbnum er öflugur og sterkur
kjarni sem er tilbúinn að leggja á
sig vinnu. Viðbrögð bæjarbúa hafa
aðallega verið undrun yfir því að það
skuli vera kominn níu holu golfvöllur
við bæjardyrnar á svo skömmum
tíma.“ GG
3. deild karla
Huginn og Sindri
í úrslitakeppni
Golfklúbbur Fjarðabyggðar
Stefna á átján holu völl
Sigurjón Baldursson púttar á nýja vellinum.
Mynd: GG
Kristinn Þór Guðlaugsson nær valdi á boltanum með Ingvar Rafn Stefánsson í bakinu.
Mynd: GG
2. deild karla
Nauðsyn-
legur sigur
Þórarinn Máni Borgþórsson skoraði sigurmark
Hattar.
Óliver braggast
Óliver Bjarki Ingvarsson, þjálf-
ari Spyrnis og markvörður Hattar,
mætti á sína fyrstu knattspyrnuæf-
ingu í átta mánuði í seinustu viku.
Óliver sleit krossbönd í hné um
jólin. Í frétt á heimasíðu rekstrar-
félags Hattar segir að ekki sé búist
við að Óliver spili neitt í sumar.
Hann klári tímabilið sem þjálf-
ari Spyrnis.
Rajko maður
umferðarinnar
Srdjan Rajkovic var valinn leik-
maður 15. umferðar 1. deildar karla
á vefmiðlinum fotbolti.net. Rajko
varði mark Fjarðabyggðar gegn
KS/Leifri í leik sem Fjarðabyggð
vann 0-1. Hann hefur samt fengið
á sig fleiri mörk en í fyrra. „Við
höfum verið að fá á okkur mörk á
síðustu mínútu fyrri hálfleiks og
síðustu mínútu seinni hálfleiks og
stundum höfum við komið kæru-
lausir inn í leiki. Í fyrra vorum við
mjög góðir varnarlega og fengum
á okkur 17 mörk. Við misstum
tvo mjög góða menn af miðjunni,
Halldór Hermann ( Jónsson) og
Jón Gunnar (Eysteinsson). Þess
vegna hefur kannski verið mikið
bil milli varnarlínu og sóknarlínu
og þess vegna höfum við fengið 26
mörk á okkur í fimmtán leikjum
í sumar.“