Austurglugginn


Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 16

Austurglugginn - 14.08.2008, Síða 16
Verslið þar sem úrvalið er… …allt í einni ferð Opið mánud. - föstud. 9-19 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 EGILSSTÖÐUM EGILSSTÖÐUM Tóti segir Kjaftæði! Ormurinn heldur sig fyrir neðan brú. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T M I 32 03 6 0 3/ 20 06 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is Umboðsmenn í Fjarðabyggð // TM Neskaupstað Hafnarbraut 6 740 Neskaupstaður sími 477 1735 // Sparisjóður Norðfjarðar Búðareyri 2 730 Reyðarfjörður sími 470 1100 Á dögunum var Austurglugganum boðið í siglingu frá Atlavík á fljóts- ferjunni Lagarfljótsorminum. Lagarfljótsormurinn siglir útsýnis- ferðir um Lagarfljót flest kvöld yf ir sumartímann. Auk þess er hægt að halda veislur um borð samkvæmt samkomulagi. Ferjan sigldi frá Atlavík klukkan níu um kvöldið á einu af þessum fallegu sumarkvöldum. Stuttu áður en siglt var frá landi þandi Alfreð Steinar Rafnsson skipstjóri skipslúð- urinn þannig að glumdi í öllum Hallormsstað. Nokkrir ferðamenn hrukku við og ákváðu að bætast í hóp bátsgesta. Þegar stuttur tími var lið- inn af siglingunni kom í ljós að um skemmtisiglingu er að ræða. Jón Arngrímsson tónlistarmaður og kona hans Arna Chistiansen voru eins konar gleðistjórar ferð- arinnar. Jón sagði frá staðháttum og skemmtisögur úr sveitinni auk þess sem þau hjón sungu og spiluðu austfirsk lög. Börnin sem voru áber- andi um borð tóku fullan þátt í gleðinni. Sannkallaður hápunktur unga fólksins var þegar dansaður var hókí pókí og farið í færeyskan hring- dans sem Arna kenndi og stjórn- aði af stakri snilld. Stórmerkilegt er hversu vel hjónin náðu til barnanna og gerðu þeim ferðina með Lagarfljótsorminum ógleyman- lega. Alfreð Steinar Rafnsson skip- stjóri segir hafa verið ágætt að gera í sumar. Góður farþegafjöldi hefði verið þótt sumar væri nokkuð stutt í ár. “Við leggjum mikið upp úr því að gestir okkar skemmti sér vel um borð. Það tekst yfirleitt vel upp, enda eru þau Jón og Arna frábær. Börnin eru stór hluti farþeganna og þau virð- ast gleyma sér um borð í gleðinni. Það er líka mikið sport að setjast í skipstjórastólinn hjá mér og fá tekna af sér mynd með skipstjórahúfuna. Langoftast kemur það fyrir að við sjáum Lagarfljótsorminn á dýptar- mælinum, þá verður heitt í hamsi hérna í skipstjóraklefanum,” segir Alfreð. Lagarfljótsorminum bregður fyrir á dýptarmæli Það er heilmikið sport að setjast í skipstjórastól- inn hjá Alfreð og setja upp skipstjórahúfuna. Börnin voru með sín eigin skemmtiatriði með aðstoð Jóns og Örnu. Húsnæði Til leigu 125 fermetra hæð í Hlíð- unum í Reykjavík. Póstnr. 105. Laus frá 1. september. Fjöldi skóla í næsta nágrenni. Upplýsingar í síma 869-1942. Ragnhildur. Íbúð óskast! Einhleypur 27 ára karlmaður óskar eftir að leigja 2ja - 3ja herbergja íbúð, á Reyðarfirði/ Eskifirði, á viðráðanlegu verði. Er reyklaus og reglusamur. Skilvísum greiðslum heitið. Vin- samlegast hafið samband við Ólaf Helga í síma 846-5552. Smáauglýsingar

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.