Austurglugginn - 05.12.2019, Síða 4
4 Fimmtudagur 5. desember AUSTUR · GLUGGINN
Margir virðast líta svo á að
byggðastefna snúist um að
halda þeim sem búa utan
höfuðborgarsvæðisins á sama
stað: að fólki fækki ekki úti á
landi. Kannski eru stóru mistökin
í byggðamálunum í gegnum
áratugina þau að vera sífellt í vörn
en ekki í sókn.
Það má með sanni segja að lífið á
Íslandi hafi breyst hratt á síðustu
áratugum. Við höfum fylgt
alþjóðlegri þróun sem felur í sér
að borgir hafa stækkað og þeim
fækkað sem búa í dreifbýli. Við
þessu hafa ríkisstjórnir hvers tíma
reynt að sporna við með sérstakri
byggðastefnu. Það hefur þó ekki
gengið betur en svo að 84%
landsmanna búa nú á svæðinu sem
við getum afmarkað með Hvítá í
vestri og Hvítá í austri. Framsókn
hefur ætíð lagt mikla áherslu á
að byggðir geti blómstrað um allt
land og er eini flokkurinn sem
hefur flutt stofnanir ríkisins frá
höfuðborgarsvæðinu út á land.
Sókn en ekki vörn
En hvað meinum við þegar við
tölum um að fara úr vörn í sókn? Jú,
það er ljóst að æviskeið fólks hefur
breyst mjög og á eftir að taka enn
meiri breytingum samfara fjórðu
iðnbyltingunni. Það er ekki lengur svo
að við hugsum ákvarðanir um búsetu
og starfsvettvang sem klappaðar í
stein. Við erum hreyfanlegri en við
vorum, sækjum skóla víða um heim,
setjumst að um stund eða höldum
heim aftur. Þessum breytta veruleika
verðum við að taka mið af þegar við
tölum um byggðamál. Við verðum að
skapa aðstæður til að fólk geti búið
og starfað um allt land, ekki til að
halda í fólk, heldur til að ná í fólk.
Ljósið á Brekku
Það var einkar ánægjulegt að
heimsækja Sólbrekku í Mjóafirði
í tilefni þess að þessi fagri fjörður
var loks tengdur með ljósleiðara
og er því einn af síðustu stöðunum
á landinu til að fá slíka tengingu.
Fjarskipti í Mjóafirði hafa verið með
afbrigðum erfið og því stór dagur
þegar „ljósið“ var komið.
99,9%
Það var árið 2013 að annar
undirritaðra, þá þingmaður, skrifaði
grein sem bar yfirskriftina Ljós í fjós
þar sem hugmyndir um stórátak í
ljósleiðaravæðingu landsins voru
reifaðar. Það er einkar ánægjulegt
að sjá fyrir endann á einstöku
verkefni á heimsvísu: 99,9%
heimila og fyrirtækja verði komið
með háhraðaljósleiðaratengingu
árið 2021 í gegnum verkefnið
Ísland ljóstengt. Það er ekki bara
einstakur árangur í heiminum
heldur hefur verið áhugavert að
sjá Verkamannaflokkinn breska
lofa álíka tengingum og nánast
skotinn niður fyrir svo óraunhæfar
hugmyndir!
Ísland tækifæranna
Góð fjarskipti eru líkt og samgöngur
einn af mikilvægustu þáttunum til
að stuðla að blómlegri byggð og
sterkri um allt land. Ísland ljóstengt
stuðlar að auknum lífsgæðum íbúa
landsbyggðarinnar en það er ekki
síður mikilvægt að horfa til þess
að verkefnið veitir fólki tækifæri
til að setjast að um allt land en
vera í góðu og öruggu sambandi
við allan heiminn. Hvort sem er
Mjóafjörð eða Montreal, Þórshöfn
eða Kaupmannahöfn.
Byltingin í ljósleiðaravæðingu
landsins er undirstöðuþáttur í
Íslandi tækifæranna. Við bjóðum
Mjófirðinga hjartanlega velkomna
í gott samband.
Sigurður Ingi
Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra
Jón Björn Hákonarson, formaður
fjarskiptaráðs
Austurglugginn - Fréttablað Austurlands // Kaupvangur 6, 700 Egilsstaðir // S: 477-1750 // 696 6110
• Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson ritstjóri og áb.m: gunnar@austurfrett.is • Blaðamenn: Benedikt Karl Gröndal, Jens Einarsson
frett@austurglugginn.is • Auglýsingar: Stefán Bogi Sveinsson: auglysing@austurglugginn.is
• Áskriftir: Stefán Bogi Sveinsson: askrift@austurglugginn.is • Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent
Um óbærilegan
léttleika jólatónlistar
Það var viðeigandi að fá tilvitnun í
Skrögg úr sögu Dickens „Draumur
á jólanótt,“ um að meðtaka anda
jólanna og varðveita hann, í fyrsta
glugganum á jóladagatalinu. Þrátt
fyrir tilvitnunina er þátttaka í
#Whamageddon líklegri.
Leikurinn #Whamageddon
gengur í stuttu máli út á að forðast
að heyra lagið „Last Christmas“
með Wham spilað á tímabilinu
frá 1. – 24. desember. Til að gera
árangur í leiknum mögulegan, án
þess að flytja inn í Grýluhelli uppi
á fjöllum, telja aðrar útgáfur en sú
upphaflega ekki með. Ábreiðurnar
eru fjölmargar, meðal annars er
lagið til á íslensku.
Jólalög eru undarlegt fyrirbrigði.
Í spilun fer tónlist sem alla jafna
myndi ekki heyrast árið um kring
– og þá erum við ekki bara að tala
um ítölsku slagarana sem Björgvin
Halldórsson setti í jólalagabúning
hér um árið.
Jólatónlistin er fjölbreytt, sum
er klassísk og hátíðleg, önnur er
klisjukennd popptónlist sem fengi
aldrei spilun nema fyrir að í lagið
er bætt við bjöllum og orðinu „jól.“
Sumir elska þau, byrja að spila þau
um miðjan nóvember, helst fyrir
alla í kringum sig og fjölmenna
á hvers konar jólatónleika. Aðrir
hatast við þau. Langþreyttir
fjölskyldufeður flýja föndurdaga
yngstu barnanna svo jólatónarnir
glymji ekki í höfðum þeirra næstu
daga eða vikur.
Jólatónlistin er hluti af
markaðsvæðingu jólanna.
Tónlistarmenn sjá sér leik á borði
að gefa út diska og setja upp
tónleika undir merkjum jólanna.
Hún er líka þáttur af hefðunum
sem við höldum svo sterkt í. Við
vitum hvaða árstími er runninn upp
þegar Jólahjól og Last Christmas
glymja til skiptis úr útvörpunum.
Í hinum vestræna heimi er hefð
fyrir jólasálminum Heims um ból.
Hann er sunginn á heimilum þegar
jólin eru í gengin í garð, spilaður
í messum, sunginn síðastur á
jólaböllum þegar börn, foreldrar
og jólasveinar eru komin með
nóg og vilja komast aftur heim
til sín. Í Austurríki má heimsækja
litla kapellu sem sagt er að lagið
hafi verið samið í. Mörgum
ferðalöngum þykir hátíðleg stund
að koma þangað inn.
Skröggur í sögu Dickens þoldi
ekki jólin, áleit þau húmbúkk og
lokaði sig af. Svo fór þó að lokum
að hann sannfærðist og meðtók
anda jólanna. Það á kannski líka
við um jólalaga-skrögga nútímans.
Þeir eiga sér meira að segja sína
uppáhalds útgáfu af Last Christmas
– þótt þeir leggi sig fram um að
forðast frumútgáfuna.
GG
Leiðari
Sigfús Vilhjálmsson, bóndi í Mjóafirði, Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, Sigurður
Ingi Jóhannsson og Jón Björn Hákonarson kátir í Mjóafirði síðasta föstuag. Mynd: GG
Aðsend grein
Úr vörn í sókn með ljósi í fjós