Nesfréttir - 01.08.2021, Side 15

Nesfréttir - 01.08.2021, Side 15
Nesfrétt ir 15 Þorkell var kosinn sjálfboðaliði ársins af GSÍ Á árlegum formannafundi GSÍ sem nú var haldinn á Akureyri í framhaldi af Íslandsmótinu í golfi var m.a. veitt viðurkenning fyrir sjálfboðaliða ársins innan golfhreyfingarnar. Sjálfboðaliðastarf er á undanhaldi í golfi sem og í öðrum íþróttagreinum og er það miður. Nesklúbburinn hefur hinsvegar verið afar lukkulegur með framlag félagsmanna til sjálfboðaliðastarfa og verður seint fullþakkað fyrir öll þau störf sem unnin eru af fólki sem gefur klúbbnum tíma sinn og vinnu. Að taka einn út fyrir sviga af öllum þeim sem leggja okkur hönd á plóg er erfitt val og svo sannarlega ekki gert til að hylla einum umfram aðra. Seltirningurinn Þorkell Helgason, meðlimur í Nesklúbbnum fékk viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og Þorkell sjöundi sjálfboðaliðinn sem fær þessa viðurkenningu. Hann er svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu kominn eins og allir aðrir sjálfboðaliðar. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, afhenti viðurkenninguna á formannafundi GSÍ sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri og sagði við það tilefni eftirfarandi: "Þorkell Helgason er maður með gullhjarta sem hefur unnið sjálfboðaliðastörf í þágu Nesklúbbsins undanfarna fjóra áratugi. Hann hefur setið í flestum nefndum klúbbsins, þó lengst af í vallarnefnd, samfellt í 14 ár. Frá árinu 1993 hefur Þorkell lyft grettistaki hvað varðar endurnýjun vélarflota klúbbsins - ásamt því að leggja línurnar fyrir það ásigkomulag vallarins sem hefur haldist frá þeim tíma. Þorkell sat í stjórn Nesklúbbsins á árunum 1993-2005. Frá þeim tíma hefur Þorkell ávallt verið boðinn og búinn að hlaupa í öll störf fyrir klúbbinn. Hann fór fyrir fögrum hópi sjálfboðaliða sem nýverið endurgerði golfskála Nesklúbbsins ásamt því að byggja útigeymslur. Þorkell er hinn eini sanni "alt mulig mand" sem ómetanlegt er að hafa innan sinna raða. Því miður er aðeins til eitt eintak af þessum einstaka manni sem er ávallt tilbúinn að leggja hönd á plóginn fyrir Nesklúbbinn." Skráning í fermingarfræðslu Seltjarnarneskirkju vegna ferminga vorsins 2022 fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 30. ágúst kl. 17-19. Fermingarfræðslan hefst í september. Fermingardagar vorsins eru eftirfarandi: - Pálmasunnudagur 10. apríl kl. 13. - Sumardagurinn fyrsti 21. apríl kl. 11. - Laugardagurinn 23. apríl kl. 11 Skráning í fermingarfræðslu Seltjarnarneskirkju fer fram 30. ágúst Afgreiðslutími: Mán: 11-16 Þri-fös: 11-18 Lau: 11-16 ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK systrasamlagid.is @systrasamlagid Sími: 511 6367 TRYGGÐU GRUNNINN! Korkjógadýnur eru góður grunnur Umhverfisvænar, sterkar, fallegar. Grunnpakkin frá Virdian Pakkinn sem við mælum með að þú takir inn daglega til að halda góðri heilsu. Omega olía, fjölvítamín og meltingargerlar. Kíktu á úrvalið. Notalegur og fallegur fatnaður Lífrænn og einstaklega fallega hannaður fatnaður fyrir jóga og lífið.

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.