Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Qupperneq 47
45
96.
Bóndi nokkur fékk ígerð í höndina og vitjaði
læknis. Þetta var í sláturtíðinni, og rak hann um leið
sláturfé sitt í kaupstaðinn, ásamt nágranna sínum.
Þegar hann kom til læknis um kvöldið, skoðaði hann
höndina í flýti, en kvaðst skoða hana betur daginn
eftir, og skera þá í hana.
Morguninn eftir hittir bóndi granna sinn og segir:
„Situr við sama. Verð að láta skera mig. Ætla að
biðja þig fyrir slátrið heim.“
97.
Stefán á Varðgjá átti hvíta á, þegar hann var
drengur. Hún var einlembd á hverju vori og átti alltaf
hvítt lamb. En skammt frá Stefáni bjó karl, sem
átti 10 ær alla vega mislitar, og voru þær jafnan tví-
lembdar. Stefán renndi oft öfundaraugum til karls-
ins, ekki þó svo mjög sökum þess, að ærnar voru
tvílembdar, heldur hins, hve lömbin voru skrautleg
á litinn, því að þau voru alla vega mislit.
Eitt sinn fór Stefán á fund karlsins til að grennsl-
ast eftir, hverju það sætti, að hann fengi svo fallega
lit lömb.
Þetta var um fengitímann, og hitti Stefán karlinn í
ærkofanum; var hann þar að hleypa til og hafði
tvo hrúta meðferðis, annan hvítan og fallegan, en
hinn svartan, ljótan og rytjulegan.
Stefán spyr nú karl, hvers vegna hann noti annaö
eins aftót til ánna og svarta hrútinn.
Þá svarar karl: