Íslenzk fyndni - 01.06.1938, Page 52
50
fconum og segir, að það sé nauðsynlegt fyrir hann
að taka sér alveg hvíldir frá drykkju með köflum.
„Heldurðu kannske, að ég taki mér ekki hvíldir?
Ég var nú í bindindi í þrjá mánuði í fyrra,“ segir
þá Hallvarður.
„Og hvenær var nú það?“ spurði félagi hans.
„I ágústmánuði," svaraði Hallvarður.
107.
Sveinn og Sigurður voru að fara heim úr boði
frá kunningja sínum um lágnættið. Þeir voru orðnir
þéttkenndir og þótti of snemmt að fara heim og
náðu sér því í brennivínsflösku, en nú var alls staðar
búið að loka húsum.
Loks segist Sigurður vita af stað, þar sem þeir
geti setið við drykkju óhultir, og segir Sveini að
fylgja sér.
Eftir nokkra göngu koma þeir að húsi ólokuðu,
og taka þar þrjár stúlkur á móti þeim og bjóða
þeim til stofu, og eru stúlkumar hinar kátustu.
Þegar þau höfðu setið nokkra stund, fer Sigurður
með einni stúlkunni út úr stofunni og kemur ekki
inn aftur. Sveini fer nú að lengja eftir Sigurði og
fer að leita að honum.
Loks finnur hann Sigurð, þar sem hann situr á
stól frammi í eldhúsi, en stúlkan situr uppi á háu
eldhúsborði fyrir framan hann. Sigurður er þar að
fitla við annan fót stúlkunnar og hefur yfir þessa
alkunnu bamagælu: