Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 18
Í6
Hún var trúuð kona og lét drenginn lesa biblíuna.
Þegar drengurinn kom að því í fyrstu Mósesbók, að
Metúsalem hefði orðið 969 ára gamall, haetti hann
lestriniun og spurði móður sína:
„Hefur hann Jónas skrifað þessa bók?“
32.
„VlÐ SKULUM koma út og sjá sólarniðurgang-
inn, Mummi minn“, sagði kona hér í Reykjavík við
drenginn sinn.
Hún hafði dvalið eitt ár í Danmörku.
33.
(jJ-UÐNI VINNUMAÐUR hafði alltaf lítill verk-
maður verið, en var nú þar að auki farinn að gefa
sig fyrir aldurs sakir og lúa.
Húsbóndi hans vildi því gjarna losna við hann, en
Guðni vildi hins vegar vera kyrr, því að hann var
vanafastur og hafði verið lengi í sömu vistinni.
Guðni var einu sinni spurður að því á næsta bæ,
hvort hann yrði kyrr hjá húsbónda sínum næsta ár.
z„Já, já“, svaraði Guðni, „hann hefur nú einu sinni
ekki nefnt það við mig að fara þetta ár, húsbóndinn“.
4.
34.
(jUÐNI var matmaður mikill og gefinn fyrir kökur:
sérstaklega hafði hann miklar mætur á pönnukökum.
Einu sinni heimsótti hann nágrannakonu sína. Hún
tók honum hið bezta og bakaði handa honum fimin
öll af pönnukökum, og át Guðni þær upp til agna.