Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Síða 43
41
Hann hét Sigurður og var hvinnskur talinn. Sigui'ð-
ur grillir nú tjald þar skammt frá, tekur sveðju, sem
hann hefir meðferðis, og hyggst nú til fanga og fer
að tjaldinu. Honum virðast tjaldbúar allir sofnaðir
og engan farangur sér hann utan við tjaldið.
Sigurður þreifar nú varlega inn fyrir tjaldskörina
og finnur þar poka fyrir, að hann hyggur.
Hann þreifar nú vandlegar. Jú, kjöt finnur hann
að muni í pokanum vera.
Sigurður hefur nú snör handtök, lyftir upp tjald-
skörinni og bregður sveðjunni á pokann. Þá kveður
við skaðræðisöskur inni í tjaldinu. Hann hafði rist
í þjó manns, sem lá við tjaldskörina.
89.
EGGERT BJÖRNSSON hét maður. Hann var
skipasmiður og bjó í Taðhúsum í Höfnum.
Vertíð eina reri Eggert hjá Guðmundi Eiríkssyni
bónda á Kalmanstjörn. Ekki var Guðmundur vitur
maður talinn.
Eitt sinn var það um vertíðina, að þeir Guðmund-
ur reru og renndu nálægt landi, en fiskuðu illa. Illt
var í sjó og versnandi. Þeir sjá nú súluger langt
undan landi og vill Guðmundur róa þangað, en Egg-
ert leggur eindregið á móti því. Hann telur það óráð
hið mesta vegna sjógangs og illveðurs. Þó kom svo,
að Guðmundur réði.
Svo fór, sem Eggert grunaði, að þeir gátu aldrei
rennt, fengu ekki við neitt ráðið sakir ofveðurs og