Íslenzk fyndni - 01.06.1939, Page 54
52
as HaUgrímsson á Völlum, komu saman á Völlum til
að koma á sættum milli tveggja húsmæðra þar í
Svarfaðardalnum, sem lent höfðu í illdeilum.
Húsfreyjumar voru komnar að Völlum, þegar sr.
Kristján kom; sátu þær inni í stofu og voru þegar
komnar í háværar deilur.
Sr. Kristján segir þá við sr. Tómas kollega sinn:
„Við skulum bara lofa húsfreyjunum að andskot-
ast dálitla stund, áður en við förum að skipta okkur
af þeim“.
108.
RjÖRN bóndi á Svarfhóli og Jón bóndi í Hjarðar-
holti voru báðir í hreppsnefnd.
Aldraður maður var sveitarómagi hjá Jóni.
í þá daga var það venja, að sveitarómagar möluðu
kom á stórheimilum, og var það oft ærið starf.
Eitt sinn er Jón í Hjarðarholti sat hreppsnefndar-
fvmd, ásamt öðrum nefndarmönnum, þá krafðist
hann þess, að meðlagið væri hækkað með sveitar-
ómaga þeim, er hjá honum var.
Þá segir Björn á Svarfhóli:
„Jæja, er hann farinn að mala hægara“.
109.
Bóndi nokkur sendi vinnumann sinn og vinnu-
konu til þess að gera við stekkinn. Þetta var rétt
fyrir fráfæmmar. Þegar þau hjúin komu heim frá
verkinu um kvöldið, hnippti vinnukonan í húsmóður
sína og spurði: „Hvenær á sú kýr að bera, sem hald-
ið er í fardögum — á stekk?“