Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 6
4
Hestur, sem Margrét reið, hrasaði með hana, og
fór hún í ána ásamt tík, sem hún reiddi fyrir fram-
an sig. Tíkin hét Lúsa-löpp.
Neðar í ánni fann Jón bóndi konu sína rekna með
tíkina í fanginu, og voru þær báðar dauðar.
Þegar Jón sagði síðar frá þessum atburði, var hann
vanur að ljúka frásögninni með því að segja:
„Mér þótti verst með skömmina hana Lúsa-löpp“.
3.
PRESTUR nokkur var í boði í Reykjavík hjá Jóni
kaupmanni, kunningja sínum.
Fjör mikið var í veizlunni og fast drukkið.
Meðal boðsgesta var móðir Jóns kaupmanns. Hún
var komin mjög af blómaaldri, 70 ára gömul og full-
ur feðmingur meðalmanns að gildleika.
Þegar hófið stóð sem hæst, vindur prestur sér að
móður Jóns, tekur utan um hana og hefir yfir þessa
ljóðlínu í hinum alkunna jólasálmi:
„Hin fegursta rósin er fundin“.
4.
(jUÐBRANDUR hét maður og var Jónsson. Hann
bjó í Önundarfirði. Eitt sinn kom Guðbrandur til sr.
Stefáns Stephensens í Holti, og var honum vísað
upp á loft til vinnufólksins.
Þegar Guðbrandur hafði setið stundarkorn hjá
vinnufólkinu, kom prófastur upp á loft og spurði
hann frétta.