Íslenzk fyndni - 01.06.1940, Page 54
52
103.
S^SLUMAÐUR NOKKUR, þá sýslumaður í Húna-
vatnssýslu, sat í rétti og var að prófa í þjófnaðarmáli.
Þá kemur virðulegur hreppstjóri og drepur á dyr
hjá sýslumanni.
Sýslumaður fer fram í dyrnar.
Hreppstjóri heilsar honum og segist þurfa að tala
við hann.
„Ómögulegt“, segir sýslumaður, „það er fullt af
þjófum hér og komast ekki fleiri fyrir“.
104.
Á T- OG DRYKKJUVEIZLUR miklar var fyrrum
siður að halda, þegar svokallaðir heldri menn og efn-
aðir bændur voru jarðaðir, og helzt sá siður að
nokkru leyti enn í dag.
Sumir sveltu sig áður en þeir fóru í veizlurnar.
Nú var það svo, að aðdragandi mikill og bið varð
oft frá því gestirnir byrjuðu að koma og þangað til
farið var að borða. Var sú bið hin mesta raun fyrir
þá, sem höfðu svelt sig.
Sérstaklega var það hugraun mikil fyrir þá að
bíða, þegar loks var búið að bera á borð, meðan
borðbænin var lesin, hvað þá ef borðsálmur var nú
líka sunginn, eins og víða var siður.
Oddur í Stúfholti var einu sinni sem oftar við
jarðarför.
Hann var vanur að svelta sig fyrir jarðarfarir.