Austurglugginn


Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 2
2 AUSTUR • GLUGGINN Fimmtudagur 6. september Bylting í öryggismálum á sjó og hálendi Talsamband um GSM síma mun nást langt á hafút umhverfis landið og víðast hvar á hálendinu með tilkomu nýs langdrægs GSM farsímakerfis Vodafone. Alls verða settir upp um 40 langdrægir GSM sendar á næstu mánuðum og er undirbúningur verkefnisins á lokastigi. Búið er að velja staðsetningar fyrir flesta sendana um allt land og ráðgert er að uppbyggingu kerfisins Ijúki á fyrstu mánuðum næsta árs. „Langdræga kerfið er hrein viðbót við núverandi GSM kerfi og raunar bylting í öryggismálum fyrir marga sjófarendur og ferðalanga á hálendinu. Fólk getur einfaldlega notað GSM símann sinn miklu víðar en hingað til og þarf ekki að skipta um símtæki þegar farið er út á sjó eða upp á hálendi,” segir Ami Pétur Jónsson forstjóri Vodafone. Enginn aukakostnaður fellur á símnotandann við notkun á hinu nýja langdræga kerfi, því sama gjaldskrá mun gilda fyrir símtöl í langdræga GSM kerfinu og því hefðbundna. Allt að 100 km út á haf Tilraunir með þennan langdræga búnað hafa gengið vel á sjó og landi. GSM samband hefur náðst allt að 100 kílómetra á haf út og nýtist því vel minni fiskibátum, skemmtibátum og kajakræðurum svo dæmi séu nefnd. Langdrægt farsímakerfi Vodafone gjörbyltir einnig ijarskiptum á hálendi Is- lands því GSM samband mun nást á helstu fjallvegum landsins. Ekki öryggisnet fyrir þjóðvegi Á þjóðvegum Austurlandsflórð- ungs er talsvert af svæðum þar sem ekki næst GSM samband. Þetta hefur valdið áhyggjum vegfarenda sem og sveitastjórna í fjórðungnum sem hafa ályktað til stjórnvalda vegna málsins. “Það er ekki mark- mið með uppsetningu kerfisins að dekka dauð svæði á þjóðvegum, en vonandi dettur inn samband á svæðum sem ekki hafa verið inni. Uppbygging öryggisnetsins er annað aðskilið verkefni á vegum stjómvalda.” segir Hrannar Péturs- son upplýsingafulltrúi Vodafone. EBÞ Fyrsti fjallagarpur Seyðisfjarðar Borgþór Jóhannsson varð fyrstur til að hljóta nafngiftina “Fjallagarpur Seyðisfjarðar” árið 2007. Hann lauk nýlega við að klífa þau sjö fjöll sem ætlast er til að klifin séu. Gönguklúbbur Seyðisfjarðar kom upp gestabókahirslum á sjö fjalla- toppa við Seyðisfjörð í vor. I hirsl- unum er að finna gatatangir með mismunandi munstri. Gatatangim- ar eru svo notaðar til þess að gata kort sem fæst í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Seyðisfirði. Þegar búið er að gata kortið með öllum töngunum og öll fjöllin hafa verið klifin fæst nafnbótin “Fjallagarpur Seyðisfjarðar” og viðurkenning- arskjal frá Gönguklúbbi Seyð- isfjarðar. Nánari upplýsingar um Fjallagarpa Seyðisfjarðar má finna á www.sfk.is EBÞ íþróttasjóður: Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum Menntamálaráðuneytið auglýsti fyrir skömmu eftir umsóknum um styrki úr lþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum. Veita má framlög úr sjóðnum vegna sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og sam- taka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar, V_____________________________ út breiðslu- og fræðsluverkefna, íþróttarannsókna sem og önnur verkefni samkvæmt 13. grein íþróttalaga. Hægt er að sækja um á rafrænu formi á umsoknir. menntamalaraduneyti.is og er umsóknarfrestur til 1. október 2007. EÞB íslandspóstur eykur þjónustu sína: Nýtt pósthús á Reyðarfirði Fimmtudaginn 30. ágúst opnaði Islandspóstur nýtt og glæsilegt pósthús á Reyðarfírði. Fyrsta skóflustungan var tekin 12. sept- ember í fyrra og hefur húsið því risið á innan við ári. Yfirverktaki var Smiðir ehf. úr Fjarðabyggð, en fjöldi undirverktaka tók einnig þátt í byggingunni á þeirra vegum Auðséð er að nýja pósthúsið hentar mun betur undir rekstur póstmiðstöðvar en eldra húsnæði Islandspósts á Reyðarfírði. Mót- taka, vinnuaðstaða og afgreiðsla er mun betur sniðin að nútímanum og greinilegt að mikil breyting á Nýtt pósthús Islandspósts á Reyðarfirði aðstöðumun fyrir starfsfólkið á sér stað. Um er að ræða annað pósthúsið af tíu sem munu opna á næstu miss- erum. Ætlunin með nýju pósthúsunum er að auka þjónustu við viðskiptavini til muna. Hér er meðal annars átt við sölu á ýmiskonar vörum, svo sem skrifstofuvörum, ritföngum, pappír, geisladiskum, kortum og fleiru sem mikilvægt er fyrirtækj- um, einstaklingum og ferðamönn- um. I pósthúsinu hefur verið sett upp “Samskiptaborð” sem mun vera nýjung í þjónustu Póstsins. Þar verður hægt að kaupa netaðgang, prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita ásamt fleiru. Viðskiptavinum gefst einnig kostur á að panta aðra þjónustu Samskipta á pósthúsunum og fá senda um hæl. Við opnun pósthússins var margt um manninn og hélt Ingimundur Sigurpálsson stutta ræðu um bygg- ingu pósthússins. Að því loknu af- henti hann Laufeyju Þóru Sveins- dóttur útibússtjóra lyklavöldin að húsinu. EBÞ

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.