Austurglugginn


Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 16

Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 16
Heimasíða Hitaveitu Egilsstaða og Fella hef www.hef.is Austur*gluggmti glitnir Fimmtudagurinn 6. september 2007 ® 477 1750 ■ Einn frægur og tvö gáfuð Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hafa valið sín lið Sveitarfélögunum var uppálagt að vera með einn pjóðpekktan einstakling íliðinu, ásamt pví að sýna breidd í aldri og kynjaskiptingu. Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hafa bæði tilnefnt keppnislið sín í Spurningakeppni sveitarfélaganna sem fer fram í Ríkissjónvarpinu í vetur. Tuttugu og fjögur sveitarfélög taka þátt í keppninni sem er með útslátt- arfyrirkomulagi, Tólf sigurlið komast í sextán liða úrslit sem fara fram eftir áramót auk íjögurra stigahæstu tapliðanna. Sveitarfélögunum var uppálagt að vera með einn þjóðþekktan einstakling í liðinu, ásamt því að sýna breidd í aldri og kynjaskipt- ingu. Poppari, skólastjóri og nemi í liði Fjarðabyggðar eru þau Kjart- an Bragi Valgeirsson nýstúdent frá Reyðarfirði, Líneik Anna Sævars- dóttir, skólastjóri á Fáskrúðsfirði og Einar Agúst Víðisson, poppari frá Neskaupstað. Kjartan Bragi hefur talsverða reynslu af spum- ingakeppnum því hann var áður í Gettu Betur liði Menntaskólans á Egilsstöðum. Líneik Anna er sögð leyna á sér og vera ljóngáfuð og minnug. Hins vegar fer ekki mörgum sögum um hæfni Einars Agústs í spurningakeppnum, en vonandi sýnir hann á sér hliðar sem hafa ekki sést áður á opin- bemm vettvangi hvað það varðar. Hagyrðingur og gáfnafólk Lið Fljótsdalshéraðs hefur einnig á að skipa tveimur körlum og einni konu. I liðið hafa verið valin þau Þorsteinn Bergsson á Unaósi, Margrét Urður Snædal frá Skjöld- ólfsstöðum og Hákon Aðalsteins- son, hagyrðingur og skógarbóndi á Egilsstöðum. Þorsteinn Bergsson er mörgum þekktur fyrir að luma á hinum ótrúlegustu upplýsingum um ótrúlegustu hluti. Margrét Urður var fyrr á árum liðsmaður Gettu Betur liðs Menntaskólans á Egilsstöðum. Hagyrðinginn Hákon Aðalsteinsson þekkja flest- ir Austfirðingar og er ekki ólíklegt að hann snari fram ferskeytlum í keppninni. Þættimir heíjast svo í Ríkissjón- varpinu 14. september og verða á dagskrá fram á vorið, umsjón- armenn verða Þóra Amórsdóttir og Sigmar Guðmundsson sem þekkt em úr Kastljósinu sem og Gettu Betur þáttunum. EBÞ Kjartan Bragi Valgeirsson liðsmaður Fjarðabyggðar er hvergi banginn. Mynd: EBÞ Áframhaldandi söluaukning Vínbúðin á Reyðarfirði komst í kastljós fjölmiðla í fyrra fyrir gríðarlega sölu á áfengi. Mikil sala var aðallega rakin til erlendra iðnaðarmanna við álver Alcoa Fjarðaáls ogþótti ástæða til að stækka verslunina í kjölfarið. y—-n „Ætli Einar Ágúst verði í pilsinu?" www.toyota.is Auris - Nýtt upphaf. Ný Toyota. Verðfrá 1.880.000 kr. TODAY TOMORROW TOYOTA Toyota Austurlandi Miðási 2 S: 470-5070 Ásdís Bóasdóttir, verslunarstjóri við afgreiðslustörf Mynd: EBÞ “Það er aukning á sölu hjá okkur miðað við fýrra ár, þetta heldur alltaf áfram að aukast. Við emm til að mynda að selja meira en Vínbúðin á Egilsstöðum.” sagði Asdís Bóasdóttir verslunarstjóri r Samkaup fúrval : : ^ Versliö þar sem EGILSSTÖÐUM Mf Cf ••• ...allt í einni feró Opið mánud. - föstud. 9-19 Samkaup [úrvai laugardaga 10-18 « !—í sunnudaga 12-18 L EGILSSTÖÐUM 4 Vínbúðarinnar á Reyðarfirði. Það má hins vegar búast við að eitthvað dragi úr sölu í næsta mánuði. “Þá fækkar iðnaðarmönnum við bygg- Toti secir ingu álversins.” segir Ásdís. EBÞ Umboðsmenn í Fjaröabyggö TM Neskaupstað Hafnarbraut 6 740 Neskaupstaður simi 477 1735 Sparisjóður Norðfjarðar Búðareyri 2 730 Reyðarfjörður sími 474 1106 TRYGCINGAMIÐSTÖÐIN Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.