Austurglugginn


Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 5

Austurglugginn - 06.09.2007, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. september AUSTUR • GLUGGINN 5 Lax byrjaður að veiðast í Kaldá Vorið 2006 sleppti Veiðifélagið Strengir gönguseiðum í Kaldá í tilraunaskyni. Það hefur gefið góða raun og er lax byrjaður að ganga í ánna. Veiðimaður í Hálsendahyl í Kaldá, Dyrfjöll í baksýn. Mynd: Þröstur Elliðason í Kaldá í Jökulsárhlíð hafa nú veiðst rúmlega 70 laxar á stuttum tíma. Einnig hafa veiðst nokkrir laxar í Fögruhlíðará og einn lax hefur veiðst í Laxá. Fyrstu laxarnir í Kaldá Þann 8. ágúst kom góð ganga í Kaldá og veiddi enskur veiðimað- ur tvo laxa í Hálsendahyl. Daginn eftir gerði hann enn betur og land- aði sex löxum ofar í ánni, öllum á flugu. Flestum löxunum var sleppt aftur. Greinilegt þykir að lax er að dreifa sér um ána og þá sérstaklega nærri sleppitjöminni. Því er ljóst að tilraunasleppingar Strengja eru að ganga upp í Jökulsárhlíð og lofa góðu fyrir framtíðina. Væna bleikju er einnig að fá í bland við laxinn í Kaldá, og hefur djúgt veiðst af 5-6 punda bleikju. Jökla er óskrifað blað Brátt kemur í ljós hvort lax veiðist í Jöklu. Jökla verður tær á ný í Sept- ember þegar Landsvirkjun lokar fyrir rennsli frá Kárahnjúkum. Þá verður reynt með veiði í Jöklu og forvitnilegt er að vita hvort þessi foma og drulluga jökulá verði brátt tær og gjöful laxveiðiá. 400 laxar í Breiðdal I Breiðdalsá hafa veiðst rúmlega 400 laxar í sumar og er veiðin þetta átta til tíu laxar á dag, en þó stund- um meira. Laxamir em heldur minni en á síðasta ári, nokkrir 7-8 kílóa laxar hafa veiðst í ánni, en sést hefur til stærri físka sem hafa ekki veiðst. Vonir em bundnar við að rigningar auki veiði í ánni á næstunni. EBÞ Kynbótasýningum ársins 2007 lokið Austfirskir hrossaræktendur með nokkur topphross Kjerúlf frá Kollaleiru er fjórði hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhestur ársins. Hér er sýnir Leó Geir Arnarson hann á Fjórðungsmóti Austurlands í sumar. Mynd: Sonja Krebs Austur«gluggmn Vcrð I lausasölu kr. 350_Ásknftarverð kr. 1 140 á mánuði (kr. 285 eintökið)_ISSN 1670-3561 Hvar lest þú fréttir af Austurlandi? Viltu fá Austurgluggann heim til þín á hverjum fimmtudegi? Við birtum heitustu fréttirnar af öllum fjórðungnum og segjum rétt frá. Pantaðu áskrift núna í síma 477-1571 eða á www.agl.is Kynbótasýningum á íslandi er lokið í ár með síðsumarsýningum á Suður- og Norðurlandi. Austfirskir ræktendur komast ágætlega frá kynbótasýningum ársins og eiga nokkur hross meðal þeirra efstu á árinu yfír landið. Hér á eftir fer upptalning á þeim austfirskt rækt- uðu hrossum sem vom við topp- inn í sínum flokkum. Fjórði hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhestur ársins er Kjerúlf frá Kollaleiru úr ræktun Hans Kjerúlf frá Reyð- arfirði. Kjerúlf hlaut 8,24 þegar hann var sýndur á Fjórðungsmóti Austurlands í sumar. Önnur hæst dæmda fjögurra vetra hryssa ársins er Minning frá Ketilsstöðum á Völlum sem kemur úr ræktun þeirra Jóns Bergssonar og Bergs Jónssonar á Ketilsstöðum á Völlum. Hún hlaut 8.17 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd á Fjórðungsmótinu í sumar. Fjórða hæst dæmda fjög- urra vetra hryssa ársins er Fram- sókn frá Úlfsstöðum sem kemur úr ræktun Jónasar Hallgrímssonar frá Seyðisfírði. Hún hlaut 8,12 í að- aleinkunn á Fjórðungsmóti í sumar. Fimmta hæst dæmda fimm vetra hryssa ársins er Alda frá Ket- ilsstöðum úr ræktun þeirra Jóns Bergssonar og Bergs Jónssonar á Ketilsstöðum. Hún hlaut 8,35 í að- aleinkunn á kynbótasýningu í Hafn- arfirði í vor. Sjöunda hæst dæmda 6 vetra hryssa ársins er Dagrún frá Tjamarlandi í Hjaltastaðaþinghá úr ræktun Guðrúnar Asdísar Eysteins- dóttur. Hún hlaut 8,30 í aðaleinkunn á kynbótasýningu í Hafnarfirði í vor. Alls voru sýnd rúm 2000 hross í heildina í ár og má telja víst að það er afrek út af fyrir sig að komast á meðal tíu efstu í hverjum flokki. I heildina er ekki sýnd mörg hross ffá Austurlandi árlega. Um 60 austfirskt ættuð hross vora sýnd til kynbóta á árinu. EBÞ Norsk-íslenski síldarstofninn: Langmestu landað á Neskaupstað Það sem af er árinu hefur verið landað 110 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld, sem er um 75% af útgefnum aflaheimildum. Aðalsteinn Jónsson SU er aflahæst austfirsku skipanna með rúm 9.500 tonn. Börkur NK hefur landað tæpum 9.000 tonnum úr stofn- inum. Síldarvinnslan á Neskaup- stað hefur tekið á móti afgerandi mestum síldarafla til bræðslu eða tæpum 60.000 tonnum. EBÞ

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.